Tuesday, May 28, 2013

"smiler story" from Olof

"smiler story" from Olof
                                            

                                              IN GOD'S HANDS

It has not always been easy for me to trust life. I found life sometimes unfair and everything seemed to be against me. Once I was unemployed, had no money and was all-alone with my little girl. I had quit a job in a playschool because I had been offered a job as a director of a play but when that project was over I didn´t find another job. I was getting really worried because the bills were piling up.
    At this time I decided to go to a meditation workshop.  Even though it left me quite broke I had a strong feeling I should go and I followed my instinct. In this workshop we were amongst other things working on trust.  We practiced by going outside and jump over ditches. We were supposed to decide where we wanted to land on the other side of the ditch and then take a running start and jump.  Most of the time this was pretty accurate but then we were told to jump over a very wide ditch.  Most of the participants hesitated and I didn´t like the look of it.
    Normally I would have landed down in the middle of the ditch and that is what happened to most of the others.  Some just managed to land on the other side crawling the last meters up to the bank. Then it was my turn. I decided I was going to land far upon the bank on the other side. I took the running start,  I let go and literally flew over the ditch.  To my surprise I landed exactly where I planned to. I think I´ve never in my life jumped so far. It was like a miracle because on my way over I saw an event from my childhood like a movie inside my head.  I was 5 years old standing on a very high haystack in the barn. My father stood underneath holding up his hands shouting teasingly; „Jump Olof, I will catch you.“ And so I did. There wasn´t a doubt in my mind that my father would catch me.  He did but just so. He was in a state of shock because he never thought I would dare to jump from this height.
But I trusted completely. I knew that my father would catch me with his strong hands.

After this experience there was a period where I trusted life completely. I woke up every morning certain that the day would turn out wonderfully.  And that how it was, every day was an exciting adventure!  Because I trusted everything would turn out well and that God was on my side everything did work out. I got offered 3 jobs and had difficulties choosing which one to take. I laughed because this was a luxury problem.  Then this problem resolved itself. Being full of energy and optimism I had formed a theatre group with other actors and I therefore picked the job that had most flexible hours so I could rehearse part of the day with the group. The money rolled in and I could pay all my debt.     Later the theatre group did so well, I had to quit this job to be able to give the theatre all my attention.

Since this time it happens I find myself in difficult situation and sometimes can´t see how to solve the problem. Then I remember this experience. I see in my mind´s eye how this will all work out for the best, I let go and trust I´m in God´s hands. And without an exception I always get to the other side.                                                       Í HÖNDUM GUÐS

Ég hef ekki alltaf átt auðvelt með að treysta og stundum hér áður fyrr fannst  mér að lífið væri óréttlátt og ekki mér í vil.  Eitt sinn var ég atvinnulaus, peningalaus og alein með litlu stelpuna mína. Ég hafði sagt upp vinnu í leikskóla og hafði fengið gott leikstjórnarverkefni í kjölfarið en síðan ekki söguna meir.  Ég var orðin mjög áhyggjufull því reikningarnir hrönnuðust upp.
    Ég ákvað samt að fara á hugleiðslunámskeið þó það kostaði mig næstum aleiguna. En eitthvað sagði mér að ég ætti að fara.
Á þessu námskeiði vorum við meðal annars að vinna með traust. Við áttum að æfa okkur að  treysta með því að hoppa yfir skurði. Við áttum að sjá fyrir okkur hvar við ætluðum að lenda og síðan taka tilhlaup... sleppa tökunum og búmm! Jú þetta gekk næstum alltaf.  
     Mér leist ekki á blikuna er okkur var sagt að hoppa yfir skurð einn sem var ansi vel breiður, enda hikuðu margir. Undir venjulegum kringumstæðum drifi ég ekki lengra en út í miðjan skurðinn - enda lentu margir þar. Sumir náðu þó rétt á bakkann hinum megin og klóruðu sig upp. Þegar kom að mér sá ég fyrir mér staðinn sem ég myndi lenda á, en hann var vel uppá bakkanum hinum megin. Ég tók tilhlaupið og ég sveif í bókstaflegri merkingu... og lenti akkúrat þar sem ég ætlaði mér að lenda!
    Ég hef örugglega hvorki fyrr né síðar stokkið svona langt.  Ég trúði þessu varla en ég upplifði þessa stund eins og kraftaverk.  Þar sem ég flaug yfir skurðinn sá ég fyrir mér atburð úr æsku minni... eins og ég væri að horfa á bíó:  Ég var 5 ára og stóð uppá ca 7 metra heystakki í hlöðunni.  Pabbi stóð langt fyrir neðan mig, rétti upp hendurnar og sagði í gríni. „Ólöf stökktu ég skal grípa þig.“ Og ég stökk í fullkomnu trausti um að pabbi myndi grípa mig. Hann gerði það líka en rétt svo og var alveg í sjokki því honum datt ekki í hug að ég myndi þora að stökkva.  En ég treysti fullkomlega. Treysti því að pabbi myndi grípa mig með stóru höndunum sínum.


Eftir þessa reynslu átti ég tímabil þar sem ég treysti lífinu gjörsamlega. Ég vaknaði á hverjum degi fullviss um að dagurinn myndi bjóða uppá eitthvað stórkostlegt.  Og þannig var það líka, hver dagur var spennandi ævintýri.  Og af því að ég treysti því að allt færi vel og guð stæði með mér þá gekk allt upp.  Ég fékk 3 atvinnutilboð og átti í vandræðum með að velja og hló að þessu lúxusvandamáli.  Svo leystist það vandamál eiginlega af sjálfu sér.  Þar sem ég var full af eldmóð og trausti hafði ég stofnað leikhóp ásamt öðrum leikurum,  ég valdi þess vegna þá vinnu sem var sveigjanlegust svo ég gæti æft hluta úr degi með leikhópnum.  Peningarnir streymdu inn og ég borgaði allar skuldir.  Seinna gekk svo vel hjá okkur í leikhópnum að ég varð að segja upp þessari vinnu til að sinna leiklistinni af fullum krafti.

Síðan þetta gerðist hef ég stundum þurft að takast á við erfiðleika og fundist þeir jafnvel óyfirstíganlegir.  En þá man ég eftir þessari reynslu. Ég sé fyrir mér að allt fari eins og best verður á kosið.  Ég sleppi tökunum og treysti því að hendur guðs grípi mig. Og viti menn fyrr en varir er ég komin á bakkann hinum megin.


Ólöf Sverrisdóttir leikkona/ actress 

https://www.facebook.com/olof.sverrisdottir.5?ref=tn_tnmn


No comments: