Tuesday, December 17, 2013

LUCK IN MY MISFORTUNES - smilerstory from Katrin Bjork


                                                       LUCK IN MY MISFORTUNES

I get in my car after examination in the Cancer Detection Clinic. My reason for going was to get affirmation that the lump in my breast is something innocent. Biopsy was taken from two lumps and an enlarged lymphoid. So odds are that this is not something innocent. My mind races through the possibilities. Perhaps I will find out that this is something I don´t need to worry about but it could also be a cancer that could possibly be fatal. Fatal for me, only 37 years old, with four preschoolers. I know very well that cancer can be without mercy. Both my stepmother and my mother in law died from cancer way too young.

I´m not far along these thoughts when I feel that an old friend is by my side. I read Pollyanna at a young age and when I was pregnant with my older children, the positive attitude Pollyanna preaches, became my second nature. I became pregnant with triplets, after five years of struggling with infertility. On the second trimester of the pregnancy we found out that there was a problem with the pregnancy. We lost one of the babies at 24th week of the pregnancy because of it, and they where all born 3 months premature. At this time the babies I got alive in my arms are almost six years happy kids.

Oh yes, my Pollyanna has had a good training and as I sat there in the car, I reached the conclusion that even if my life would take turn to the worst way possible, I was satisfied with my life. The idea of leaving so many small children was hard though, but I know that I have an efficient husband and a good family that would help him with everything he would need help with. 
Fortunately, my life did not take the worst possible turn, although I got the news a week later that I had breast cancer. But the tumor had not spread. I decide that this is a speed bump in the path of my life, that I was going to go over and then continue with my life. I can´t change the fact that I have cancer and I will need treatment to get rid of it. But I know I can control the most important thing, I can control my point of view about the job at hand. I can control if I concentrate on what is going well and what is positive in my life instead of the hard and negative things.

When I had finished my Chemo and had had a lumpectomy, my husband has a serious motorcycle accident, where he got a bad head injury. He was kept asleep in a ventilator at the beginning and is in ICU for almost three weeks. I continue to concentrate on the positive things in life, thinking of what we have and not what we have lost. Even though I find out within a week after my husband’s accident that I would need a mastectomy, which meant another more extensive surgery. We get a great help from the people closest to us. We also get to experience how people in Iceland can show much empathy in so many ways.

My husband also chose to take the easy path through his difficulties. He is grateful for being alive, that he can think and walk and came home after almost three months in hospital. My husband and I are in fact really lucky. We are lucky to have such good people close to us, that my cancer was discovered in time and that besides injuries in his face, he did not have serious injuries.

I have also learned that if we had the choice to rewind and skip some things from our live, in most cases we would not want to do it. Because each experience gives us an opportunity to get to know ourselves better and to evolve as a person. We can usually find something that comes with each life experience that we would not want to lose from our life. I already have found out that the cancer has brought me a lot that I would not want to lose. LÁNIÐ Í ÓLÁNINU


Ég sest inn í bíl eftir að hafa verið í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ég hafði mætt þangað til að fá staðfest að hnúturinn í brjóstinu væri saklaus. Tekið var vefjasýni úr hnútnum, stækkuðum eitli og öðrum hnút. Allt bendir til þess að hann sé líklega ekki saklaus. Hugurinn fer yfir möguleikana, alveg frá því að kannski komi í ljós eftir allt saman að ekki þurfi hafa áhyggjur af honum, til þess að þetta sé krabbamein sem gæti mögulega leitt mig til dauða. Mig sem er 37 ára gömul, með fjögur börn á leikskólaaldri. Ég geri mér vel grein fyrir hversu miskunnarlaust krabbameinið getur verið, bæði stjúpa mín og tengdamóðir létust af þess völdum allt of ungar.

Ég er ekki langt komin í þessum hugsunum þegar ég finn að gömul vinkona er mætt til mín. Ég las söguna um Pollýönnu ung og þegar ég gekk með eldri börnin mín þurfti ég aldeilis að temja mér hið jákvæða hugarfar sem Pollýanna boðar. Eftir 5 ára ófrjósemisbaráttu varð ég ólétt af þríburum. Áður en meðgangan var hálfnuð kom í ljós að upp var komið vandamál sem varð þess valdandi að eitt barnanna lést á 24. viku meðgöngunnar. Svo fæddust þau öll fjórum vikum síðar, þremur mánuðum fyrir tímann. Nú tæpum sex árum síðar eru þessi sem ég fékk lifandi í fangið eldhressir og kátir krakkar.

Já Pollýannan mín er í góðri þjálfun og þarna í bílnum kemst ég að þeirri niðurstöðu að þó allt færi á versta veg, þá væri ég sátt við líf mitt. Mér finnst þó erfið tilhugsun að skilja eftir svona mörg ung börn, en ég veit að ég á duglegan mann og við eigum góða að sem myndu veita honum þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda.
Sem betur fer er niðurstaðan ekki á versta veg, þó ég hafi vissulega fengið staðfest viku síðar að ég væri með brjóstakrabbamein. En það hafði ekki dreift sér meir. Ég ákveð að þetta sé hraðahindrun á lífsins vegi sem ég ætli að fara yfir og halda svo galvösk áfram með lífið. Ég geti ekki breytt því að ég sé með krabbamein og að ég þurfi að fara í meðferð til að losna við það. En ég veit að ég get stjórnað því, sem skiptir mestu máli, með hvaða augum ég lít á verkefnið framundan. Ég get stjórnað hvort ég einbeiti mér að því sem vel gengur og er jákvætt í lífinu eða því erfiða og neikvæða. Pollýanna varð fyrir valinu, enda í mínum huga léttari leið.

Svo gerist það þegar ég er búin í lyfjameðferð og fleygskurði að maðurinn minn lendir í alvarlegu vélhjólaslysi þar sem hann fær mikið höfuðhögg. Honum er haldið sofandi í öndunarvél til að byrja með og liggur á gjörgæslu í tæpar þrjár vikur. En ég einbeiti mér áfram að því jákvæða, horfi á það sem við höfum en ekki hvað við höfum misst. Þrátt fyrir að í ljós komi innan við viku eftir slysið að ég þurfi að fara í brjóstnám, sem þýðir önnur og umfangsmeiri aðgerð en sú sem ég hafði farið í. Við fáum á þessum tíma frábæra hjálp frá okkar nánustu. Við höfum einnig fengið að upplifa það hvað fólk á Íslandi getur sýnt mikinn samhug í verki.

Maðurinn minn valdi líka að fara léttu leiðina í gegnum sína erfiðleika, hann þakkar fyrir að vera á lífi, að hann getur hugsað og gengið og var alkominn heim af spítala þremur mánuðum eftir slysið. Við hjónin erum í raun alveg einstaklega heppin. Við erum heppin að eiga afskaplega góða að, krabbameinið fannst í tæka tíð og fyrir utan áverka á andliti, þá slasaðist hann alveg ótrúlega lítið.

Ég hef líka lært að ætti maður þess kost að spóla til baka og sleppa einhverjum atburðum úr lífinu, myndi maður í flestum tilfellum ekki vilja gera það. Því hver reynsla gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér og færir manni þroska. Það er yfirleitt hægt að finna eitthvað sem fylgir hverri lífsreynslu sem maður myndi ekki vilja missa úr lífi sínu. Ég er þegar búin að sjá að krabbameinið hefur fært mér heilmargt sem ég vildi ekki hafa misst af.

Katrín Björk Baldvinsdóttir
No comments: