DON'T GET LOST IN MISTAKES!
"Mistakes" are impossible.
From mistakes you learn the most is a common saying. Some
people agree so wholeheartedly that they specially celebrate every mistake –
knowing that the experience that follows gives them thrust towards their
goals.
Sometimes Gegga (my creator) gets “decision anxiety” when she needs to decide
what shoes to wear when she leaves the house, afraid of choosing not the best
alternative. She's contemplated how much fun life would be if that was
considered fashion, i.e. letting the left foot to wear whatever it wanted and
the right foot also.
The other day she was at an exhibition opening - she looked down and
noticed that she was wearing different shoes. She was shocked at first, got worried
and judged herself harsh – felt like it was a sign of her growing amnesia, which
is at a record high right now! She grabbed me (Smiler) who is always hanging around her neck, and then decided to look on the bright and comical
side of this and walked around pointing out to people that she was wearing
different shoes. Most people laughed and agreed that this could be a
breakthrough in shoe fashion – like she had always dreamt of!
Don’t lose control when you make mistakes, they are often
the beginning of something new and exciting (which Gegga as an artist often
experiences), or at least they can be a reason for a good laugh.
EKKI MISSA ÞIG Í MISTÖKUM!
"Mistök" eru ekki möguleg.
Af mistökunum
lærir þú mest er oft sagt. Sumir eru svo hjartanlega sammála því að þeir fagna sérstaklega þegar mistök verða – vitandi að reynslan sem fylgir þeim gefur þeim öflugri byr
á átt að takmarki sínu.
Stundum fær Gegga snert
af valkvíða er hún þarf að ákveða hvaða skóm hún klæðist er hún fer úr húsi, hrædd
um að velja ekki það besta. Hefur þá
hugleitt hve gaman væri að lifa ef það væri í tísku að vera í sitt hvorri
tegundinni – þ.e. leyfa hægra fæti að velja fyrir sig og þeim vinstri fyrir
sig.
Svo var það um
daginn er hún var stödd á opnunarteiti á listsýningu að hún leit niður – og við
henni blasti sitt hvor skórinn! Henni brá í fyrstu, varð áhyggjufull og dæmdi sig hart – fannst þetta vera merki um vaxandi minnisleysi sem ekki væri nú á
bætandi. Hún greip um mig (Smiler) sem hangi alltaf um háls hennar og ákvað síðan að líta á
skoplegu hliðina, spókaði sig um á meðal gestanna og benti þeim á brandarann.
Flestir hlógu og voru sammála um að þetta væri upphaf að nýrri skótísku – eins
og hana hafði alltaf dreymt um!
Ekki missa tökin
er þú gerir mistök, þau eru oft upphaf að einhverju nýju og spennandi (sem Gegga fær oft að upplifa sem listakona), amk. geta þau verið tilefni til
hláturs.
No comments:
Post a Comment