Wednesday, February 26, 2014

HEALING FROM BEING ABUSED"Smilerstory" from Þuridur Anna Sigurðardóttir


HEALING FROM BEING ABUSED


I have realised that we all have a baggage, some bigger than others but in the end we all have some baggage. But we should never be ashamed about our baggage we just need to accept it even though it can be really hard and then find people that will help us to unpack. 

I have experienced sexual abuse three times from three different men. I have hated myself and blamed myself for many years for something that I had no control over and didn't ask for to happen to me. It took me a long time to come to this place where I am right now, it took me a long time to accept that these things had happened to me and that it was up to me to work through these horrible experiences and get on with my life or I could live like a victim for the rest of my life and let these men control me. I decided to accept that these things had happened to me, but that took me a long time. 

I have been with a therapist for the last four years but it wasn't until last winter that I really started to work with what had happened to me and that was a really hard therapy that I wanted to quit so many times. I decided that if I would ever want to feel better I would have to feel a bit worse for some time and I just believed that I would feel better and in the end all the pain and suffering would be worth it. After that therapy I finally gave up all my hate and anger and I finally had some space in my heart to let love and peace come in. 

I realised that I don't want to define myself with those things that have happened to me and instead I want to use them to help other people for example I wrote this article about my abuse to show people that even though you go through hell you can still find your way back, it just takes time and a lot of willpower.
HEILUÐ AF ÁHRIFUM MISNOTKUNAR

Ég hef komist að því að allir lenda í einhverjum slæmum atburðum á lífsleiðinni, mismiklum en við berum öll einhver sár og ör eftir slæma lífsreynslu. En við ættum aldrei að skammast okkur fyrir slæmu atburðina sem við lendum í, þeir eru bara partur af hlutunum sem við þurfum að ganga í gegnum til þess að komast í gegnum lífið. 

Ég hef verið misnotuð þrisvar sinnum af þremur mismunandi mönnum og í alltof mörg ár hef ég skammast mín fyrir eitthvað sem ég bað ekki um að lenda í og hafði enga stjórn á. Ég hef alltaf kennt mér um mína vanlíðan og fundist ég bera ábyrgð á henni. Það tók mig langan tíma að komast á þann stað sem að ég er á núna, það tók mig langan tíma að samþykja að þessir hlutir hefðu komið fyrir mig og að það væri undir mér komið hvernig ég myndi takast á við þá. Ég sá að ég gat valið um það að hætta að láta þessa menn stjórna mínu lífi, hætta að lifa sem fórnarlamb og vinna í þessum hlutum eða halda áfram að lifa í skömm og vanlíðan. Það erfiðasta var að átta sig á að þetta var allt undir mér og mínu hugarfari komið, fólk gat hjálpað mér en það gat enginn komið mér í gegnum þetta nema ég sjálf. 

Ég er búin að vera hjá sálfræðing í rúmlega fjögur ár en það var ekki fyrr en núna í vetur að ég byrjaði að vinna í þessum atburðum, sú meðferð er eitt það erfiðasta sem að ég hef gengið í gegnum. Það komu margir tímar þar sem mig langaði mest af öllu bara að hætta, því ég ímyndaði mér að mér myndi aldrei líða betur. Ég áttaði mig þó á því að til þess að líða betur þá þyrfti mér mögulega að líða aðeins verr í einhvern tíma. Ég ákvað að trúa því að ég myndi komast í gegnum þetta og að mér myndi líða betur eftir á. Ég ákvað að það væri vel þess virði að ganga í gegnum þrjá mjög erfiða mánuði af mjög mikilli vanlíðan og fjárfesta þá í betri líðan það sem að eftir væri af mínu lífi. Það koma auðvitað slæmir dagar inn á milli hjá mér en þeir eru mun færri en þeir voru og þá kann ég svo mikið að meta góðu dagana mína. 

Ég hef áttað mig á því að við stjórnum ekki þeim atburðum sem að við lendum í en það er undir okkur komið hvernig við tökumst á við þá, enginn sagði að það myndi verða auðvelt en lífið er ekki alltaf auðvelt og við höfum alltaf val. Val til þess að berjast fyrir hamingjunni okkar eða stinga hausnum í sandinn og takast ekki á við lífið. Auðvitað þarf maður stundum að vorkenna sjálfum sér og líða illa en við verðum að passa að það vari ekki of lengi því lífið bíður upp á svo marga frábæra hluti sem maður má ekki fara á mis við.

 Ég ákvað að skrifa greinina mína því ég vil nota mína slæmu reynslu í að hjálpa öðrum og ef þetta hefur hjálpað einhverjum þá er það nóg fyrir mig.


Þuríður Anna Sigurðardóttir

Hug and smile


No comments: