Tuesday, March 18, 2014

THE JOURNEY smilerstory from Ingólfur Harðarson
                                               THE JOURNEY
„The child within me must be able to trust me, in the now, to handle its problems. It needs to see and trust that I can handle what is buried within. That I can resolve what happened to it, deliver it through pain and set it free. I know that it loves me and has protected me all these years, otherwise it would have told me what happened to it a long time ago. I will do my best to be capable to deal with its story and set it free from pain. I will show it the same love as it has shown me. There is a solution to everything.“

Life is an amazing journey. All of us are really looking for love in our lives. We are always trying to be better, have more, feel better, more than last year, more than the others, more than that guy.... We fill ourselves with something that we feel is right and good for ourselves. What we choose has a different effect in our lives. We are always doing our best, every time, always. Our capabilities and abilities is just different every step of the way.
I was disconnected from myself and it didn't really matter what I put into my life. I had nothing to compare it to because I didn't know what to compare it to. I was lost... I borrowed other people‘s judgements because mine was lost. I didn't know how to feel because I didn't feel myself. I kept going and going, trying this and that...some things worked, others didn't... didn't give me the love that I was looking for...didn't feed my heart... Then one day I figured out that I was looking for myself because the other things didn't work, gave me nothing because I was nothing without myself.
In fact I was looking for myself, looking for a place I belonged because I didn't belong with me. My subconscious kept me going and I didn't know... I was in fact lost, searching for myself. My subconscious was good enough to send me here and there. I found a place and matured there a little bit. When I couldn't mature more there, it sent me some place else. Little by little I matured more and found myself piece by piece. I realized that every place, every person, every life has a meaning. We are always giving others gifts of maturity, developing each other, become more and better than yesterday. Sometimes the gifts are a little bit strange, the packaging complex, hurt you, cut you, almost break you because of their weight, but they always have a purpose...a new vision, new depth, new growth, a new life, bigger than it was yesterday. My life is always brimming with the rest of my life.... this morning, during lunch... tonight I fall asleep and can‘t drink more, I am alive... I have drained yesterday‘s cup and it will never fill up again... but tomorrow I will get a new filled cup. In fact the only option that I have is to enjoy the rest of my life... one day at a time....

From the book Von - Frelsi frá ofbeldi (meaning Hope - freedom from violence)


 FERÐALAGIÐ

„Barnið sem er grafið innra með mér þarf að geta treyst mér, í núinu, til að fara með þess mál. Það þarf að fá að sjá og treysta því að ég geti höndlað það sem er grafið innra með því. Að ég  geti unnið úr því sem henti það, komið því út úr sársaukanum og veitt því frelsi. Ég veit að það elskar mig og hefur verndað mig öll þessi ár, annars væri það búið að segja mér hvað kom fyrir það fyrir löngu. Ég ætla að gera mitt besta til að verða fær um að taka við sögu þess og veita því frelsi frá sársaukanum. Ég ætla að sýna því sömu ást og það hefur sýnt mér. Það er til lausn á öllu.“
Lífið er stórbrotið ferðlag. Við erum öll í raun að leita að kærleika fyrir okkar líf. Við erum alltaf að reyna að hafa það betra, hafa meira, líða betur, meira en í fyrra, meira en hinn, meira en þessi... Við fyllum okkur af einhverju sem við teljum rétt og gott fyrir okkur. Hvað við veljum hefur misjöfn áhrif inn í okkar líf. Við erum alltaf að gera okkar besta, í hvert skipti, alltaf. Okkar færni og geta er bara mismunandi á hverjum tíma.
Ég var aftengdur mér, það skipti í raun engu máli hvað ég setti inn í mitt líf. Ég hafði ekkert til að máta það við, því ég vissi ekki hvað ég átti að máta það við. Ég var týndur... ég fékk lánaðar dómgreindir af því að mín var týnd. Ég vissi ekki hvað mér átti að finnast, af því að ég fann mig ekki. Ég hélt áfram og áfram, prófaði þetta og hitt... sumt virkaði, annað ekki... gaf mér ekki þann kærleik sem ég var að leita að... nærði ekki hjarta mitt... einn daginn áttaði ég mig á því að ég var að leita að mér, hitt virkaði ekki, gaf mér ekkert... ég er ekkert án mín.
Í raun var ég að vafra um að leita að mér, að stað þar sem ég átti heima, af því að ég átti ekki heima hjá mér. Undirmeðvitundin rak mig í raun áfram, ég áttaði mig ekki á því... ég var í raun áttavilltur, týndur í leit að sjálfum mér. Undirmeðvitundin var svo góð að senda mig hingað og þangað. Ég fann stað og tók út einhvern þroska þar. Þegar ég náði ekki meiri þroska þar fyrir mig, þá sendi hún mig annað. Tók inn meiri þroska og smátt og smátt fann ég mig. Ég áttaði mig á því að hver staður, hver einstaklingur, allt líf hefur tilgang. Við erum stanslaust að gefa öðrum þroskagjafir, stækka hvort annað, verða meiri og betri en í gær. Stundum eru gjafirnar svolítið skrýtnar, umbúðirnar flóknar, meiða mann, skera mann, togna mann út af þyngslum sínum... en það er alltaf tilgangur með þeim... ný sýn, ný dýpt, nýr þroski, nýtt líf... stærra en það var í gær... glasið mitt er alltaf stútfullt af restinni af mínu lífi... í morgun, í hádeginu, í kvöld, ég sofna, meira fæ ég ekki þann daginn, ég er lifandi... það er búið að tæma úr glasi gærdagsins og það fyllist aldrei aftur... en þegar ég vakna morguninn eftir þá bíður eftir mér nýtt stútfullt glas... í raun er það eina sem ég get gert... er að eiga góða rest... einn dag í einu...

Úr bókinni Von - Frelsi frá ofbeldi
Ingólfur Harðarson

Hug and a smile
No comments: