Tuesday, September 30, 2014

CAN NEVER DO ANYTHING RIGHT


                                                      CAN NEVER DO ANYTHING RIGHT

I, Smiler and my creator Gegga are pretty used to show up in public, both when holding lectures and in the media.  Few days ago Gegga was in an interview at one of the big TV stations in Iceland. No big deal if Gegga could just relax and let herself enjoy it. No, no – afterwards she got obsessed and started to criticize herself to hell... for things she should have said in the interview but didn’t, and for things she said and should better have dropped. It would have been ok if she hadn´t lost sleep and concentration for three days... until the show got in the air.

It wasn’t the first time this happened... too often it does. In the interview she talked about the EGO and its fear of being judged by others - not looking good enough. But Gegga couldn´t fix her own fear. She followed one rule; not watch herself on TV. What is the matter? This deep fear: You are not good enough – you are not perfect - were does it come from?  "Can’t you see you are a failure, pretending you can help others while the truth is you can’t even help yourself... you are just a fake..." a voice in her head repeated.

Outs... this hurts.

An old memory klinked in to her head. A memory when she was in primary school and wrote a story which was so good it was selected to be published in the school magazine. When the teacher had read the story and handed it back to Gegga, he said: It’s obvious you didn´t write it without help – it’s too good. Gegga didn’t argue but these words were marked in her mind and they hurt... a lot. She had written the story all by herself and no one had helped her. And now when Gegga has grown up as strong, clever and loving woman this little child within was feeling insecure and not worthy. 

Well on last Sunday Gegga decided to face herself and support her inner child. She had been studying in The School for The work with Byron Katie and there she learned a technic to let go of stressful thoughts and false beliefs.  Now this technic could help, so she took her thoughts to the inquiry and as result she felt much more relaxed and had courage to watch the TV show - smiling - and she’s still alive.

Most surprising were some wrinkles she saw on her face – wrinkles which don‘t exist in reality - Amazing!  :-)GERI ALDREI NEITT RÉTT

Gegga og ég - Smiler, erum orðin nokkuð sjóuð í að koma fram fyrir almenning bæði á fyrirlestrum og í fjölmiðlum. Nýlega var Gegga í viðtali á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum (nánar tiltekið í þættinum Eyjan). Væri flott ef Gegga gæti verið slök og notið þess. Nei, nei – hún fór í kerfi eftir á og reif sjálfa sig í spað – fyrir allt sem hún hefði átt að segja en sagði ekki og sumt sem hún sagði og hefði betur sleppt. Væri í lagi ef hún hefði ekki misst svefn og einbeitingu í 3 sólarhringa eða þar til þátturinn var sýndur.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta gerðist...  er alltof algengt.
Í viðtalinu talar hún um EGÓIÐ og ótta þess við álit og dóma annarra. SAMT er hún ekki að tækla það sjálf að sleppa þessum ótta.  Hún hafði það að reglu að horfa ekki á viðtöl við sig (sem eru orðin allmörg). Hvað er eiginlega í gangi? Hvaðan kemur þessi djúpstæði ótti við að vera ekki nóg – vera ekki fullkomin? "Þú ert nú meiri misheppnaði gripurinn – þykist geta hjálpað öðrum með góðum ábendingum en getur ekki einu sinni slakað á gagnvart sjálfri þér... þú ert eins og hvert annað fake..." endurtók rödd í hausnum á henni. 

Æ - Æ hvað þetta var vont.

Gömul minning skaut upp í kolli hennar. Minning um það þegar hún var í barnaskóla og skrifaði sögu sem þótti það góð að hún var valin í skólablaðið. Er kennarinn afhenti henni söguna eftir að hafa lesið hana og gefið einkunn segir hann: Það er augljóst að þú hefur ekki skrifað þessa sögu án hjálparhún er of góð til þess. Gegga þrætti veiklulega en var ekki trúað, hún sem hafði ALEIN skrifað söguna, lagt sig alla fram og enga hjálp fengið. Þetta var sárt... og dómurinn brenndist inn í kollinn á henni. Og nú þegar Gegga er orðin fullorðin, sterk, klár og elskuleg persóna þá koma aðstæður þar sem "litla Gegga" sem býr innra með henni höndlar illa.   

Nú á sunnudaginn ákvað Gegga að “feisa sig” og hjálpa litlu Geggu. Hún hafði nýlega verið í The School for The Work með Byron Katie og lært þar aðferð til að vinna sig frá streituhugsunum og villutrú. Hún tók hugsun sína í "yfirheyrslu" og fékk í framhaldi kjark og mátulegt kæruleysi til að horfa á þáttinn... brosandi -  og er enn á lífi.

Mest var hún hissa á að sjá hrukkur á eigin andliti – hrukkur sem ekki eru til í raunveruleikanum – merkilegt!  :-)


Hug and a smile
No comments: