YOU CAN´T DO ANYTHING
ALONE
Sorry - but it's a fact! ;-)
Sometimes I find the need to proof my independence – show everyone that I don´t need others at all – or do I? I even think I can take care of complicated jobs - all by myself. But to be honest – that‘s never the case.
Sometimes I find the need to proof my independence – show everyone that I don´t need others at all – or do I? I even think I can take care of complicated jobs - all by myself. But to be honest – that‘s never the case.
Let’s say I'm
cleaning my house, all by myself, and throwing a away a lot of old stuff that
doesn't serve me anymore, as I've been doing this last week (not lying). Were should I throw my stuff away if there wasn't
a recycling center in my town – if a genius hadn't created a car to transport
my stuff – if no one had drilled for oil to give my car energy – if no one had designed
the streets for my car to drive on – if no one had produced boxes to carry my
stuff in – if no one had told me were to go – if no one had drilled for water
so I could do my cleaning – if no one had created water pipes for my house – and
no one was even doing the job in selling water taps – if no one . . . ?
. . . AND if a
wonderful angel - my 'ex' hadn't shown up (right after I said a prayer and asked for somebody to help) and transported the whole stuff to the recycling
center? I would probably be
exhausted - might not even be here. . . ;-)
You can not take it
for granted to have a good relationship with your 'ex' - but it's extremely worth being
thankful for. It wasn't always like that with the two of us. For a long period of time I did my best to avoid him. You are supposed to
forget people who have hurt you – right? I truly believe that no one can really
hurt me, except myself (my little self), or as Byron Kate says: Nobody can hurt you – it’s your job! It’s
a question about never taking
anything too personally, not what people say, or do. . . I'm practicing that
wisdom – lot easier said than done.
Everybody is
trying to do the best of their ability, experience, knowhow and according to how
they feel emotionally in every given moment - me too. No one needs to change. We are
all learning from the law of cause and effect.
We are also all
serving each other in some way – that's why we're here. It's in our deepest core to help people
make their lives easier and be happier. We seek to be a part of the human chain
– connected. . . and anyway, there
are no others alternatives. ;-)
I'm endlessly
grateful for the service I get from others – life would be very complicated,
difficult, lonely and really boring
without them.
So thank YOU ALL who
helped me with cleaning my home – you were there, even though you didn't have a clue.
ÞÚ GETUR EKKERT ÁN
ANNARA!
Sorry - en hreina satt! ;-)
Stundum er ég áfjáð í að sanna sjálfstæði mitt – ég þarf sko aldeilis ekkert á öðrum að halda – eða hvað? Ég held jafnvel að ég geti klárað mig í gegnum mikil verk án nokkurrar aðstoðar. En það er aldrei svo – ef grannt er skoðað.
Stundum er ég áfjáð í að sanna sjálfstæði mitt – ég þarf sko aldeilis ekkert á öðrum að halda – eða hvað? Ég held jafnvel að ég geti klárað mig í gegnum mikil verk án nokkurrar aðstoðar. En það er aldrei svo – ef grannt er skoðað.
Segjum svo að ég
sé að þrífa heima hjá mér, EIN, og tæma út gamalt dót – eins og ég hef verið að
gera alla síðustu viku (án gríns).
Hvar í ósköpunum ætti ég að setja 'ruslið' ef engin Sorpa væri til – ef
enginn snillingur hefði fundið upp bíl til að ferja dótið í – ef engin hefði
grafið upp olíu til að gefa bílnum orku – ef enginn hefði lagt gatnakerfið - ef
enginn hefði framleitt kassana undir dótið mitt – ef enginn hefði sagt mér hvar
hægt væri að losna við það – ef enginn hefði grafið upp vatn til að þrífa með –
ef enginn hefði fundið upp vatnskrana og ef enginn myndi framleiða þá – og selja þá - ef enginn . . .
. . . OG ef dásamlegur engill - minn 'ex' hefði ekki birst
skyndilega (eftir að ég fór með bæn um hjálp við að losna við dótið) og skutlað öllu heila draslinu á Sorpu? Þá væri ég hreinlega búin á því. . . jafnvel ekki fær um að skrifa þetta blogg. ;-)
Það er ekki
sjálfgefið að vera í góðum vinskap við sinn 'ex'– en ákaflega dýrmætt. Það var þó ekki alltaf svo í okkar
tilfelli. Lengi vel lagði ég mikið á mig til að forðast hann – á maður ekki að
gleyma fólki sem hefur sært mann – eða hvað? Trúi að vísu ekki að neinn geti sært mig nema ég sjálf (mitt
litla sjálf), eða eins og Byron Katie segir; Nobody can hurt you – it’s your job! Þetta er spurning um að taka
engu of persónulega, hvorki því sem sagt er, eða gert. . . ég er að æfa mig í þessu, en þetta er
meira en að segja það.
Allir eru að gera
sitt besta miðað við getu sína, reynslu, þekkingu og líðan á hverjum tíma – líka
ég. Enginn þarf að breytast, þ.e. vera
öðruvísi en hann er. Öll erum við að læra með lögmáli orsaka og afleiðinga hvernig lífið virkar.
Öll erum við líka að
þjóna öðrum – enda komin hér til þess. Það er í innsta kjarna okkar að vilja
bæta líf og hamingju annarra. Vera í keðjunni sem tengir okkur mannfólkið saman . . . enda ekki annað í boði. ;-)
Ég er óendanlega
þakklát fyrir þjónustu annarra – lífið yrði ansi flókið, erfitt, einmana og alveg drepleiðinlegt
án þeirra.
Því þakka ég ykkur ÖLLUM sem
komuð að tiltekt minni - þið voruð
þarna, þó þið hafið ekki haft grænan grun um það.
Smile and BIG hug