Photo of me
I FAILED
Why in hell did I fail in the interview and be so stressed out?
I should have succeeded - I know I could have. This was supposed to be piece of
cake. But no - Instead I was sweating, shaking like a
chicken on the way to the slaughterhouse and would have paid millions (maybe a bit exaggerated) to be able to turn myself off at
that moment. I felt like my life was crumbling and I looked like a nervous
nobody being interviewed by Trump, the President of the United States.
The circumstances where as totally different to the Presidents home as you could imagine (not
that I have been there). I was in a delightful Yoga facility in
Reykjavik called Sólir and the interview was conducted by Andrea Pennington a
wonderful angel of a person who only wants the best for me. She is helping me promote SMILER around the
world - Make his Mark Global! The
interview was filmed under heavy lights and with a cameraman. The nightmare was that the interview was conducted
in English and it sometimes happens when I try to express myself in that
language that I get very nervous - and at that precise moment I felt it very
strongly.
I totally messed up... I thought afterwards sitting
in my car (the car has the license plate SMILER and I was far away from smiling) and I felt like a total fool
that would never accomplice my goals.
I strongly belife
that there is a gift in everything we experience (as SMILER preaces) and that
helped me at that moment. I immediately began trying to find the gift in what I
had gone through, I also used guidelines from The Work (www.thework.com) ), looked at myself and the mess I felt I‘d made very carefully to see if it
was 100% correct that I had failed so miserably. The answer was NO, far from it - I saw that I
hadn‘t failed at all – and that reality
was the total opposite.
I didn’t “fail” because I did show up for the interview
knowing that chances where I could lose my cool and be paralyzed by stress
- that in itself takes a lot of courage!
I finished the interview and did my best - I didn’t give in
to my fears (The recording wasn’t on line, so I could have stopped and left).
I saw this experience
as a wonderful opportunity to work on loving myself unconditionally and to
understand who I really am, instead of tearing myself to shreds for making
a mistake. I learned how to be humble – who do I think I am anyway – superwoman!?
It’s more than enough to do your best, show courage and to
step into fear and out of your comfort zone. You don’t control the outcome -
But you do survive... hopefully. J
Who wants fear of rejection to control you, all your
life!?
In time I got over this experience and saw all the good
gifts I was given and I wouldn't have wanted to change them out for a perfect interview.
Sooo... I wouldn’t have
wanted to miss this (horrible) interview for the world J
Smile and my very best to you...
ÉG KLÚÐRAÐI
Af hverju í asskot. þurfti ég að klúðra viðtalinu og vera svona stressuð Ég hefði átt að standa mig –
veit ég hefði getað það. Hefði átt að rúlla þessu upp. En, nei – þess í stað svitnaði ég, titraði inn í mér
eins og kjúklingur á leið til slátrunar og vildi gefa milljón (smá ýkjur) til að
hægt væri að slökkva á mér. Mér leið eins og líf mitt væri að molna, sem
taugaveiklað rekald í viðtali við Trump Bandaríkjaforseta.
Aðstæður voru þó eins ólíkar heimavelli forseta
Bandaríkjanna og hægt er (ekki það að ég hafi heimsótt hann og þekki aðstæður). Ég var stödd á dásamlegri jógastöð í Reykjavík sem ber nafnið Sólir og var í viðtali hjá Andreu Pennington, yndislegum engli... sem vill mér allt hið besta. Hún hjálpar mér að kynna SMILER út um víða veröld – Make his Mark Global! Viðtalið var
kvikmyndað með sterkum ljósum og myndatökumanni. Martröðin var að ég þurfti að
tala á ensku og stundum verð ég alveg skítnervus þegar ég á að tjá mig á því
máli og þarna gerðist það sterklega!
Ég klúðraði öllu!...
hugsaði ég eftir á, er ég sat í bílnum mínum (sem ber nafnið SMILER á
skráningarplötunni) og upplifði mig eins og kjána sem myndi aldrei ná markmiði
sínu.
Mér til bjargar hef
ég þá óbilandi trú að það felist gjafir í öllu (svo segir boðskapur SMILER ;-)
) og ég fór strax að leita að henni. Ég studdist við aðferðina The Work (www.thework.com) og skoðaði trú mína um
klúður mitt - hvort það væri nú 100 % rétt að ég hefði staðið mig illa.
Niðurstaðan var NEI,
svo langt frá því – ég sá að svo
sannarlega hafði ég ekki 'fallið á prófinu' – heldur þvert á móti.
Ég hafði ekki ‘fallið’
því ég hafði mætt í viðtalið, þó ég ætti á hættu að klikka á kúlinu og
lamast af stressi - þarf nú kjark í það!
Ég kláraði viðtalið og gerði mitt besta – gafst ekki upp þótt ótti minn vildi flýja (viðtalið var ekki í beinni útsendingu og ég hefði getað hætt og farið heim).
Ég sá þetta sem dásamlega æfingu í að elska mig skilyrðislaust og samþykkja mig eins og ég er, í stað þessa að rífa mig niður fyrir misstök. Ég lærði auðmýkt
– hvað held ég eiginlega að ég sé - superwoman!?
Það er fullkomlega nóg að gera sitt besta, sýna kjark og stíga inn í óttann. Útkomunni
stjórnar maður aldrei - En maður lifir af... vonandi. J
Hver vill að ótti
við höfnun stýri sér allt lífið!?
Eftir smástund jafnaði
ég mig og sá mjög skýrt allar þessar góðu gjafir.
Hefði aldeilis ekki viljað
missa af þeim fyrir fullkomið viðtal. J
Bros og mínar allra bestu til þín...
No comments:
Post a Comment