Friday, August 31, 2018

DEAR MONEY
English below

ELSKU PENINGAR 
Ég skrifa þetta bréf vegna þess að ég hef á nú loksins eignast nýjan sannleika og ég bæði þarf og vil éta ofan í mig ýmsa vitleysu sem gagnast engum.

 Já, elsku peningar, ég hef ekki kunnað að meta ykkur almennilega og ég viðurkenni fúslega að mínar tilfinningar til ykkar hafa oft verið verið einskonar ástar-haturs blanda eins og mörg okkar þekkja í mannlegum samböndum – tala nú ekki um í erfiðum ástarsamböndum.

 En maður þroskast og vitkast, þökk sé Guði,  og í dag finn ég þakklæti og tekst æ betur að sleppa tökunum á  ‘haturs’ hlutanum, sem kenndi ykkur um græðgi, óheiðarleika og já, jafnvel ‘mannvonsku’ í heiminum. Eins og ekki væri hægt að vera hvort tveggja góð manneskja og vinur ykkar í senn. Eins og það hafi eitthvað með ykkur að gera í hvað fólk brúkar ykkur. Ég dæmdi ykkur ansi hart og trúði að þið gætuð gert fólk að fávitum – sbr. ‘af aurum verður margur api’ og ég var hrædd um að missa vitið. En Úps! - ég sé nú hver apinn var. ;-)

 Þið fallegu seðlar og myntir hafið hvorki með visku eða vitleysu fólks að gera. Þið eruð hlutlausir, viljið öllum vel. . . og virðið frjálsan vilja. Lái ykkur ekki að fylgja aðlöðunarlögmálinu og streyma til þeirra sem auðveldlega kunna að meta ykkur að verðleikum. Að sjálfsögðu viljið þið ekki troða fólki um tær og gera því erfitt fyrir, fólki eins og mér sem hélt ég höndlaði ykkur ekki eða ætti ykkur ekki skilið.

 Ég sé betur og betur að þið virðið frelsi fólks til að laða ykkur að sér – nú, eða halda ykkur fjarri. Markmið ykkar (ef ég skil ykkur rétt) er að skapa gleði og frelsi – ekki hefta það. Frelsi til að njóta þess góða og skemmtilega sem lífið býður upp á og deila með öðrum.

 Ég var kjáni að halda að ég væri á einhvern hátt betri, að ég tali nú ekki um heiðarlegri og fórnfúsari ef laun mín voru lág. Því lægri laun því meiri manngæska og betri sjálfsmynd. Hef alltaf óttast öfund annarra og hélt að ég gæti misst vini ef veski mitt bólgnaði mikið út. Því hefur það hentað mér ágætlega gegnum lífið, að vera í fremur illa launuðu starfi – mun betra að fá meðaumkun/samkennd en öfund og höfnun. Ég er heppin að eiga vini sem eru það vel af Guði gerðir að þeir kunna að samgleðjast af öllu hjarta . . . og ég er nokkuð góð í því líka. 

 Ég sé að ég hef haft dómhörku á sterum – talað illa um ykkur – blásaklausa! Sorglegt að átta sig á hversu mikilli ánægju ég hef mögulega misst af með hugarfari mínu. En nóg um það – nú er ég öll að vitkast og kann jafnvel ýmiss trikk sem gagnast til að laða ykkur til mín.
 Allt er orka (og ekkert fast í hendi.) Peningar líka. Við getum í raun ekki átt orku, hún flæðir og verður oft sýnileg (efnisgerist) á dularfullan hátt. En víst er öruggt að allt tilheyrir Guði og öllu ber að deila af ást  - sterkasta afli alls.

 Elsku peningar; þið eruð æði! Og sem betur fer er til nóg af ykkur í heimi hér. Ég myndi ekki kjósa dag án ykkar. Ég er nú loksins tilbúin að axla alla ábyrgð í samskiptum okkar og býð ykkur hjartanlega velkomna í líf mitt. Yes, let’s party my friends!

Óska þér gleði!


DEAR MONEY
I´m writing this letter because I have obtained a new truth and I both need to and want to retract some stupidty that is of no use for anyone.

Yes, dear money, I have never been able to appreciate you enough and I fully admit that my feelings for you have often been on a love/hate basis, as many among us would recognise in our relationships – not to mention in rough romantic relationships.  

But one matures and becomes wiser, thank God, and today I feel greatful and am becoming ever better at letting  of the ‘hate’ part, which blamed you for greed, dishonesty, and yes, even the evli in the world. As if it were impossible to be both a good person and your friend at the same time. As if it is your fault what people uses you for. I judged you harshly and believed that you could make people stupid, and I was afraid to loose my mind if - How stupid I was. ;-)

You beautiful bills and coins have nothing to do with peoples wisdom or stupidity. You are neutral and want the best for all . . . and you respect the free will of all. I don´t blame you for following the law of attraction and flow to those who easily appreciate you. Of course you don´t want to bother people and make their life difficult, people like me that thought I couldn’t handle you or didn´t deserve you.

I see better and better that you respects peoples freedom to attract you, or to stay away. Your goal (if I undestand you correctly) is to create joy and freedom, not to constrain it. Freedom to enjoy the good and the joy that life offers and to share it with others.

I was an idiot thinking that I was in any way better, not to mention more honest and self sacrificing if my wages were low. The lower the pay the more caring and a better self image. I’ve always been afraid of the envy of others and thought I could loose friends if you all of a sudden filled my wallet so it has suited my life well to be in a low paid job, much better to get sympathy than envy and rejection. Lucky met to have friends that are so well made that they can show deep empathy . . . which I am pretty good at to.

I see that I have had judgements on steroids – bad mouthed you – completely innocent! It is sad to realize how much pleasure I have possibly missed out on with my way of thinking. Enough of that, I am becoming wiser and I even know some tricks that work to attract you.
Everything is energy. Money too. We can’t really ‘own’ energy, . . . it just flows and manifests in a mysterious way. But for sure everything is God’s and everything should be shared by love – the strongest power ever.

Dear money; you are great! And thank God there is enough of you in this world. I would not choose a day without you. I am finally ready to shoulder all the responsibility in our communications og welcome you dearly into my life. Yes, let´s party my friends.

Wish you joy!

No comments: