Thursday, December 13, 2018

HORSES AND HAPPINESSHESTAR OG HAMINGJA 


Ef ég var spurð út í hesta þá stækkuðu augun, fóru að flökta og ég varð eins og bjáni. Gat þó sagt að þeir væru flottir, sterkir, og að mörgum finnist gaman að ríða út á þeim. Svo er folaldakjöt bæði bragðgott, ódýrt og mjúkt undir tönn (ég er ekki vegan - enn ;) ) Þetta var allt og sumt sem ég vissi. Lífið vildi þó skóla mig betur til og sendi mér óvænta gjöf upp á nánari kynni við þessar dásemdarverur. Mér var boðið í meðferð hjá virtum þjálfara og það í Kaliforníu. Vissi reyndar ekki nákvæmlega hvað í boðinu fólst en vissi að hún notaðist við hesta. Ég kunni ekki við að afþakka enda forvitin og lít svo á að hollt sé að vera opin fyrir nýrri reynslu. Reynslan var mögnuð og dæmi um hvernig draumar verða að veruleika þó þeir virðist óraunsæir í fyrstu. Ævintýrið byrjaði þannig að ég hafði nýlega lesið áhugaverða bók, Finding Your Way in a Wild New World, eftir höfund að nafni Martha Beck.  Í einum kafla segir hún sögu um hestahvísl og hvernig hún sem elskar dýr er að læra að tengjast hestum án orða. Í frásögninni er hún stödd hjá þjálfaranum Koelle Simpson, sem kenndi henni tæknina að laða hesta til sín með því einu að slaka á huganum og tengja sig við sameiginlega vitund lifandi vera. Vá – þetta er eitthvað utan minnar getu, hugsaði ég á meðan ég las – en asskoti væri nú gaman að upplifa svona töfra. 

Ég er að segja dóttur minni frá þessari bók þegar ég fæ tölvupóst frá elsku mentornum mínum Lissu Rankin sem býr í Kaliforníu - og ég var einmitt á leið að heimsækja daginn eftir. Fyrir tilviljun (sem ekki er til) þá sendir hún mér tölvupóst þar sem hún segir dagskrá okkar vera opna. Diane Hunter vinkona hennar sem er meðferðaraðili og notast við hesta vilji bjóða mér (og tveimur öðrum skvísum) í fría meðferð. Ég sagði JÁ takk án þess að vita um hvað málið snerist. Átti ég að fara á bak – og það á risahesti? Hef sennilega tvisvar setið hest, samtals í um klukkutíma á ævi minni. En hvað um það – ég ætlaði ekki að vera skræfa.

Ég lendi í Kaliforniu daginn eftir og var mjög spennt. Var það tilviljun að Diane Hunter hestahvíslarinn (á ensku kallast starfið ‘equine therapist’ og ég er ekki viss hvernig á að þýða rétt) lærði markþjálfun hjá Mörthu Beck og meðferð með hestum hjá Koelle Simpson, þeirri sömu og kenndi Mörthu Beck hestahvísl -  í Afríku! SÖMU skvísum og ég las um í bókinni minni stuttu áður.  Jæja, ég komst að þessari ‘tilviljun’ síðar sama dag og hef löngu lært að lífið er röð kraftaverka sem við sköpum með hugsunum okkar, orðum og gjörðum. SMILER gripurinn er einmitt til þess gerður að minna okkur á þennan sannleik og að þegar við sendum frá okkur jákvæðar og kærleiksríkar hugsanir þá gefur það okkur, já og öllum heiminum, meiri gleði, frið og gæfu. 

En áfram með söguna. Er við mætum á svæðið er ég umvafin þessum fallegu skepnum sem sýna bæði kærleik og forvitni þó ég kynni illa að lesa í hegðun þeirra - eins klár og ég nú er. Ég fór ekki á bak, en þetta var mögnuð sálfræðimeðferð þar sem ég lærði hvernig hestur ‘speglar’ mig, viðhorf mitt og hegðun mína gagnvart sjálfri mér og öðru fólki – já, svona í samskiptum yfirleitt. Hestarnir voru ekki sérþjálfaðir til að vinna sem meðferðaraðilar með fólki – en þvílíkir snillar! Ég varð orðlaus. Þeir skynjuðu nákvæmlega hvað ég þurfti að læra – og kenndu mér mikilvægustu lexíu lífsins; skilyrðislausa ást. Einn gæinn, Tommy Bahama, dansaði við mig, þ.e. tyllti höfuð sitt á herðar og háls á mér á meðan ég dansaði hálftryllt við ímyndaða tónlist,. . .  lag eftir lag eftir lag. Hann elti mig á röndum sem yljaði mínu hjarta og rölti frá mér þegar honum hentaði (sem var sjaldan enda dauðskotinn í mér). Annar, Elron að nafni, sleikti endurtekið hægri handlegg minn sem er fremur aumur og viðkvæmur enda víraður eftir slæmt olnbogabrot. Ég var gáttuð og hreinlega grét af þakklæti. Ég hafði ekki beðið um neitt. Ég hló hissa, þegar vitni sögðu mér frá því að í hvert sinn sem Elron sleikti handlegg minn þá reis honum þetta líka risahold. Það var eins og hvíslað væri að mér; karlmenn finna til karlmennsku þegar þeir sýna konu óumbeðna umhyggju – svo lærðu að þiggja. YES! Góð lexía fyrir mig, þó sumum gæti þótt hún full gróf. 

Það gengur illa að stjórna hesti með frekju, fleðulátum eða tilætlunarsemi – þeir eru dásamlega ómeðvirkir, heiðarlegir og þeim er nákvæmlega  sama um hvað þér finnst. Þeir forðast okkur þegar við erum ringluð í hausnum, með óskýr skilaboð og yfirgang, en leitast við að fylgja okkur þegar við erum slök og í góðum gír.

Diane sagði okkur að hestar hefðu það hlutverk að heila plánetuna og vildu aldrei gera öðrum mein. Ég trúi því 1000 %!

Hamingjan er svo einföld ef maður bara væri hestur . . .  ég tala nú ekki um meri. :)  

HORSES AND HAPPINESS

If someone asked me about horses, my eyes would get large and flickering, like a complete and utter moron.  I could say if asked,  that horses are awesome animals, very strong and a lot of people love riding them.  Also that horsemeat tastes good, is cheap and tender, that was about all I knew (I’m not vegan – yet.)  But life wanted to teach me something new and sent me a surprise gift so I could have the opportunity to get to know these wonderful creatures up close. I was offered to participate in a treatment by a famous therapist in California. I had no idea what the treatment was about but it had to do something with horses. I decided to be curious and open and to look at it as a new experience. This experience turned out to be fantastic and a good example in how dreams can become reality although it looks farfetched in the beginning.

The fairytale started after reading a interesting book „Finding Your Way in a Wild New World“ by Martha Beck. In one of the chapters she tells a story about horse whispering (I’m though not sure if it’s called that) and how she as a devoted animal lover is learning how to connect with horses without words. In the story she is with a coach, Koella Simpson, who thought her how to attract horses by simply relaxing the mind and connecting on a shared awareness level for all living beings.  Wow – this is way beyond my capacity, I thought when reading about this in the book – and  how great it could be to be able to experience this kind of magic.

I‘m telling my daughter about this book when I received a mail from my dear mentor Dr. Lissa Rankin who lives in California – and it just so happened that I‘m on my way to visit her the very next day. She is sending me a change in our schedule, were a friend of her‘s, Diane Hunter, a equine therapist, want‘s to invite me (and two other women) to participate in equine therapy with horses, free of charge!  Is this a bare coincidence? (well there is no such thing in my opinions.)  I immediately said YES,  thank you very much, without knowing what I was getting myself into. Was I supposed to get on back of a horse – a huge one as well?  I have probably only sat on a horse twice in my entire life,  not for more that an hour in total.  But no problem – I wasn‘t going to chicken out!

I‘m in California the following day and I was very excited.  Was it a coincidence that Diane Hunter was trained by Martha Beck to become a personal coach AND also trained to become a equine therapist by Koelle Simpson, the same trainer that had helped Martha Beck to connect to horses in a mystic ways – all the way in Africa!  The SAME LADY that I had read about shortly before all this happened!  Well this coincidence (again there is no such thing) became clear to me that very same day and I have long since learned that life is a series of miracles that we create with our thoughts, words and actions. SMILER (the peace I created) is exactly made  to remind us of this power we have and also to send out positive thoughts all around. 

But on with the story.  When we arrive at the place I‘m surrounded with these beautiful animals that express both love and curiosity although I didn‘t know how to read into their behaviour at first - as clever I am. I didn‘t ride the horse, instead I went through a psychotherapy session were I learned how horses „mirror“ you, your attitude and behaviour towards yourself and others - our communication skills altogether. The horses aren‘t trained as therapists for people with special needs – but boy they were incredible! I was lost for words. They sensed exactly what I needed to learn – and thought me the most important lesson in this world; unconditional love. One of the guys, Tommy Bahama is his name, danced with me, that is he put his head on my shoulders and neck while I danced like a crazy woman to imaginary music,.... tune after tune. It was heartwarming to see him  follow my every step  and walk away from me when he felt like it (that was just for a short while, because he was really into me ;-) .) Another horse named Elron, licked my right arm repeatedly, the arm is very tender and sore after I injured myself recently and  fractured my elbow very badly. I cried in true gratitude and amazement. I didn‘t ask for this!
I was surprised to hear from eye witnesses and laughed when they told me that during Elron‘s licking session, the horse had a huge erection.  It was like someone whispered to me; men get aroused when they give women spontaneous love –YES. A good lesson for me although some people would find it a bit vulgar.

 It‘s a bad idea to try to control a horse with force or aggressive behaviour – horses are, thanks to God,  not codependent, they are very honest and don‘t care what you think or do. They stay away when we are confused, give mixed messages or show  aggressive behaviour, but follow us when we are relaxed and in good spirit. Diane told us that horses are here on this planet to heal it and would never want to hurt anyone on purpose. I believe that 1000%.

Happiness would be so easy to obtain if you just were a horse - especially a mare J


Friday, August 31, 2018

DEAR MONEY
English below

ELSKU PENINGAR 
Ég skrifa þetta bréf vegna þess að ég hef á nú loksins eignast nýjan sannleika og ég bæði þarf og vil éta ofan í mig ýmsa vitleysu sem gagnast engum.

 Já, elsku peningar, ég hef ekki kunnað að meta ykkur almennilega og ég viðurkenni fúslega að mínar tilfinningar til ykkar hafa oft verið verið einskonar ástar-haturs blanda eins og mörg okkar þekkja í mannlegum samböndum – tala nú ekki um í erfiðum ástarsamböndum.

 En maður þroskast og vitkast, þökk sé Guði,  og í dag finn ég þakklæti og tekst æ betur að sleppa tökunum á  ‘haturs’ hlutanum, sem kenndi ykkur um græðgi, óheiðarleika og já, jafnvel ‘mannvonsku’ í heiminum. Eins og ekki væri hægt að vera hvort tveggja góð manneskja og vinur ykkar í senn. Eins og það hafi eitthvað með ykkur að gera í hvað fólk brúkar ykkur. Ég dæmdi ykkur ansi hart og trúði að þið gætuð gert fólk að fávitum – sbr. ‘af aurum verður margur api’ og ég var hrædd um að missa vitið. En Úps! - ég sé nú hver apinn var. ;-)

 Þið fallegu seðlar og myntir hafið hvorki með visku eða vitleysu fólks að gera. Þið eruð hlutlausir, viljið öllum vel. . . og virðið frjálsan vilja. Lái ykkur ekki að fylgja aðlöðunarlögmálinu og streyma til þeirra sem auðveldlega kunna að meta ykkur að verðleikum. Að sjálfsögðu viljið þið ekki troða fólki um tær og gera því erfitt fyrir, fólki eins og mér sem hélt ég höndlaði ykkur ekki eða ætti ykkur ekki skilið.

 Ég sé betur og betur að þið virðið frelsi fólks til að laða ykkur að sér – nú, eða halda ykkur fjarri. Markmið ykkar (ef ég skil ykkur rétt) er að skapa gleði og frelsi – ekki hefta það. Frelsi til að njóta þess góða og skemmtilega sem lífið býður upp á og deila með öðrum.

 Ég var kjáni að halda að ég væri á einhvern hátt betri, að ég tali nú ekki um heiðarlegri og fórnfúsari ef laun mín voru lág. Því lægri laun því meiri manngæska og betri sjálfsmynd. Hef alltaf óttast öfund annarra og hélt að ég gæti misst vini ef veski mitt bólgnaði mikið út. Því hefur það hentað mér ágætlega gegnum lífið, að vera í fremur illa launuðu starfi – mun betra að fá meðaumkun/samkennd en öfund og höfnun. Ég er heppin að eiga vini sem eru það vel af Guði gerðir að þeir kunna að samgleðjast af öllu hjarta . . . og ég er nokkuð góð í því líka. 

 Ég sé að ég hef haft dómhörku á sterum – talað illa um ykkur – blásaklausa! Sorglegt að átta sig á hversu mikilli ánægju ég hef mögulega misst af með hugarfari mínu. En nóg um það – nú er ég öll að vitkast og kann jafnvel ýmiss trikk sem gagnast til að laða ykkur til mín.
 Allt er orka (og ekkert fast í hendi.) Peningar líka. Við getum í raun ekki átt orku, hún flæðir og verður oft sýnileg (efnisgerist) á dularfullan hátt. En víst er öruggt að allt tilheyrir Guði og öllu ber að deila af ást  - sterkasta afli alls.

 Elsku peningar; þið eruð æði! Og sem betur fer er til nóg af ykkur í heimi hér. Ég myndi ekki kjósa dag án ykkar. Ég er nú loksins tilbúin að axla alla ábyrgð í samskiptum okkar og býð ykkur hjartanlega velkomna í líf mitt. Yes, let’s party my friends!

Óska þér gleði!


DEAR MONEY
I´m writing this letter because I have obtained a new truth and I both need to and want to retract some stupidty that is of no use for anyone.

Yes, dear money, I have never been able to appreciate you enough and I fully admit that my feelings for you have often been on a love/hate basis, as many among us would recognise in our relationships – not to mention in rough romantic relationships.  

But one matures and becomes wiser, thank God, and today I feel greatful and am becoming ever better at letting  of the ‘hate’ part, which blamed you for greed, dishonesty, and yes, even the evli in the world. As if it were impossible to be both a good person and your friend at the same time. As if it is your fault what people uses you for. I judged you harshly and believed that you could make people stupid, and I was afraid to loose my mind if - How stupid I was. ;-)

You beautiful bills and coins have nothing to do with peoples wisdom or stupidity. You are neutral and want the best for all . . . and you respect the free will of all. I don´t blame you for following the law of attraction and flow to those who easily appreciate you. Of course you don´t want to bother people and make their life difficult, people like me that thought I couldn’t handle you or didn´t deserve you.

I see better and better that you respects peoples freedom to attract you, or to stay away. Your goal (if I undestand you correctly) is to create joy and freedom, not to constrain it. Freedom to enjoy the good and the joy that life offers and to share it with others.

I was an idiot thinking that I was in any way better, not to mention more honest and self sacrificing if my wages were low. The lower the pay the more caring and a better self image. I’ve always been afraid of the envy of others and thought I could loose friends if you all of a sudden filled my wallet so it has suited my life well to be in a low paid job, much better to get sympathy than envy and rejection. Lucky met to have friends that are so well made that they can show deep empathy . . . which I am pretty good at to.

I see that I have had judgements on steroids – bad mouthed you – completely innocent! It is sad to realize how much pleasure I have possibly missed out on with my way of thinking. Enough of that, I am becoming wiser and I even know some tricks that work to attract you.
Everything is energy. Money too. We can’t really ‘own’ energy, . . . it just flows and manifests in a mysterious way. But for sure everything is God’s and everything should be shared by love – the strongest power ever.

Dear money; you are great! And thank God there is enough of you in this world. I would not choose a day without you. I am finally ready to shoulder all the responsibility in our communications og welcome you dearly into my life. Yes, let´s party my friends.

Wish you joy!