Tuesday, December 31, 2013

HAPPY NEW YOU!


                                                               HAPPY NEW YOU! 

Do I want to change?....

Sometimes I have to remind myself that life itself wasn’t alive if not for things constantly changing – everything is moving – at all times. The moment something stagnates it “dies”.

The atom of all living things possess electrons that are constantly moving – all material is then evolving or changing at all times.

The question is then not if I will change, but rather how do I want to change?

The question is also not if I am going somewhere, but where do I want to go?

With our thoughts, words and actions, we create our future and ourselves. I am a powerful creator and can decide how the new version of myself is supposed to be. Do I want it to be a complete second coming of the old one – or maybe something totally different and even much improved?

In the wake of the New Year it is good to think about this – and practically at the beginning of every day!

What do you want to BE on this first day of the New Year?
Joy, peace, resentment, love, compassion, envy, honesty, angriness, forgiveness, fear, courage, healthiness, positive... or... ?


May the New Year bring you joy, peace and happiness… and the best version of yourself!


TIL LUKKU MEÐ NÝJU ÚTGÁFUNA AF ÞÉR!

Vil ég breytast? ...

Stundum þarf ég að minna mig á að lífið væri ekki lifandi nema vegna þess að það er í stöðugri breytingu – allt er á hreyfingu – alltaf. Um leið og eitthvað staðnar þá “deyr” það.
 
Atóm allra lifandi hluta innihalda rafeindir sem eru á stöðugri hreyfingu  - allt efni er þannig á fleygiferð í sífelldri umbreytingu.

Spurningin er því ekki hvort ég breytist – heldur hvernig vil ég breytast?

Spurningin er heldur ekki hvort ég stefni eitthvað - heldur hvert vil ég fara?

Með hugsunum okkar, orðum og gjörðum, sköpum við okkur og framtíð okkar.
Ég er máttugur skapari og get vel ákveðið hvernig nýja útgáfan af mér á að vera?
Vil ég að hún verði að öllu leyti endurtekning á þeirri gömlu – eða kannski annað og miklu betra?

Í upphafi árs er upplagt að huga að þessu – sem og í upphafi allra daga!

Hvað vilt þú VERA á þessum fyrsta degi nýs árs?
Gleði, friðsemd, gremja, kærleikur, umhyggja, öfundsýki, heiðarleiki, reiði, fyrirgefning, ótti, kjarkur, heilbrigði, jákvæðni... eða...?

Megi nýja árið færa þér gleði, frið og hamingju... og bestu útgáfuna af sjálfum þér!Tuesday, December 24, 2013

THE SAVOR YOU IS BORN!


                                                        THE SAVIOR YOU IS BORN!

“People you are all mothers of God ... because God always needs to be born.”

Gegga heard a minister in Boston make this remarkable statement in a Christmas sermon many years ago. It was the best interpretation of the Christmas gospel that she had ever heard.
She was used to hearing that she would never come close to living up to Jesus’ legacy – after all he was the son of God – not her!

But why not? How could God express his love, forgiveness, creativity and joy... and everything else he stand for if not through you and me... and each and one of us for that matter!

Think about it!!

MERRY CHRISTMAS!FRELSARINN ÞÚ ERT FÆDDUR!

“People you are all mothers of God ... because God always needs to be born.”

Þessa yfirlýsingu heyrði Gegga í jólamessu hjá presti nokkrum í Boston fyrir mörgum árum.
Betri túlkun á jólasögunni hafði hún ekki heyrt.
Hana hafði aldrei dreymt um að ná með tærnar þar sem Jesús – hennar besti bróðir – hafði hælana.

En því ekki? Hvernig getur Guð tjáð kærleika sinn, fyrirgefningu, sköpunarkraft, gleði ... og allt annað sem hann stendur fyrir, ef ekki væri í gegnum þig og mig ... og okkur öll ef út í það er farið!

Pældu í þessu!

GLEÐILEG JÓL!Tuesday, December 17, 2013

LUCK IN MY MISFORTUNES - smilerstory from Katrin Bjork


                                                       LUCK IN MY MISFORTUNES

I get in my car after examination in the Cancer Detection Clinic. My reason for going was to get affirmation that the lump in my breast is something innocent. Biopsy was taken from two lumps and an enlarged lymphoid. So odds are that this is not something innocent. My mind races through the possibilities. Perhaps I will find out that this is something I don´t need to worry about but it could also be a cancer that could possibly be fatal. Fatal for me, only 37 years old, with four preschoolers. I know very well that cancer can be without mercy. Both my stepmother and my mother in law died from cancer way too young.

I´m not far along these thoughts when I feel that an old friend is by my side. I read Pollyanna at a young age and when I was pregnant with my older children, the positive attitude Pollyanna preaches, became my second nature. I became pregnant with triplets, after five years of struggling with infertility. On the second trimester of the pregnancy we found out that there was a problem with the pregnancy. We lost one of the babies at 24th week of the pregnancy because of it, and they where all born 3 months premature. At this time the babies I got alive in my arms are almost six years happy kids.

Oh yes, my Pollyanna has had a good training and as I sat there in the car, I reached the conclusion that even if my life would take turn to the worst way possible, I was satisfied with my life. The idea of leaving so many small children was hard though, but I know that I have an efficient husband and a good family that would help him with everything he would need help with. 
Fortunately, my life did not take the worst possible turn, although I got the news a week later that I had breast cancer. But the tumor had not spread. I decide that this is a speed bump in the path of my life, that I was going to go over and then continue with my life. I can´t change the fact that I have cancer and I will need treatment to get rid of it. But I know I can control the most important thing, I can control my point of view about the job at hand. I can control if I concentrate on what is going well and what is positive in my life instead of the hard and negative things.

When I had finished my Chemo and had had a lumpectomy, my husband has a serious motorcycle accident, where he got a bad head injury. He was kept asleep in a ventilator at the beginning and is in ICU for almost three weeks. I continue to concentrate on the positive things in life, thinking of what we have and not what we have lost. Even though I find out within a week after my husband’s accident that I would need a mastectomy, which meant another more extensive surgery. We get a great help from the people closest to us. We also get to experience how people in Iceland can show much empathy in so many ways.

My husband also chose to take the easy path through his difficulties. He is grateful for being alive, that he can think and walk and came home after almost three months in hospital. My husband and I are in fact really lucky. We are lucky to have such good people close to us, that my cancer was discovered in time and that besides injuries in his face, he did not have serious injuries.

I have also learned that if we had the choice to rewind and skip some things from our live, in most cases we would not want to do it. Because each experience gives us an opportunity to get to know ourselves better and to evolve as a person. We can usually find something that comes with each life experience that we would not want to lose from our life. I already have found out that the cancer has brought me a lot that I would not want to lose. LÁNIÐ Í ÓLÁNINU


Ég sest inn í bíl eftir að hafa verið í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ég hafði mætt þangað til að fá staðfest að hnúturinn í brjóstinu væri saklaus. Tekið var vefjasýni úr hnútnum, stækkuðum eitli og öðrum hnút. Allt bendir til þess að hann sé líklega ekki saklaus. Hugurinn fer yfir möguleikana, alveg frá því að kannski komi í ljós eftir allt saman að ekki þurfi hafa áhyggjur af honum, til þess að þetta sé krabbamein sem gæti mögulega leitt mig til dauða. Mig sem er 37 ára gömul, með fjögur börn á leikskólaaldri. Ég geri mér vel grein fyrir hversu miskunnarlaust krabbameinið getur verið, bæði stjúpa mín og tengdamóðir létust af þess völdum allt of ungar.

Ég er ekki langt komin í þessum hugsunum þegar ég finn að gömul vinkona er mætt til mín. Ég las söguna um Pollýönnu ung og þegar ég gekk með eldri börnin mín þurfti ég aldeilis að temja mér hið jákvæða hugarfar sem Pollýanna boðar. Eftir 5 ára ófrjósemisbaráttu varð ég ólétt af þríburum. Áður en meðgangan var hálfnuð kom í ljós að upp var komið vandamál sem varð þess valdandi að eitt barnanna lést á 24. viku meðgöngunnar. Svo fæddust þau öll fjórum vikum síðar, þremur mánuðum fyrir tímann. Nú tæpum sex árum síðar eru þessi sem ég fékk lifandi í fangið eldhressir og kátir krakkar.

Já Pollýannan mín er í góðri þjálfun og þarna í bílnum kemst ég að þeirri niðurstöðu að þó allt færi á versta veg, þá væri ég sátt við líf mitt. Mér finnst þó erfið tilhugsun að skilja eftir svona mörg ung börn, en ég veit að ég á duglegan mann og við eigum góða að sem myndu veita honum þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda.
Sem betur fer er niðurstaðan ekki á versta veg, þó ég hafi vissulega fengið staðfest viku síðar að ég væri með brjóstakrabbamein. En það hafði ekki dreift sér meir. Ég ákveð að þetta sé hraðahindrun á lífsins vegi sem ég ætli að fara yfir og halda svo galvösk áfram með lífið. Ég geti ekki breytt því að ég sé með krabbamein og að ég þurfi að fara í meðferð til að losna við það. En ég veit að ég get stjórnað því, sem skiptir mestu máli, með hvaða augum ég lít á verkefnið framundan. Ég get stjórnað hvort ég einbeiti mér að því sem vel gengur og er jákvætt í lífinu eða því erfiða og neikvæða. Pollýanna varð fyrir valinu, enda í mínum huga léttari leið.

Svo gerist það þegar ég er búin í lyfjameðferð og fleygskurði að maðurinn minn lendir í alvarlegu vélhjólaslysi þar sem hann fær mikið höfuðhögg. Honum er haldið sofandi í öndunarvél til að byrja með og liggur á gjörgæslu í tæpar þrjár vikur. En ég einbeiti mér áfram að því jákvæða, horfi á það sem við höfum en ekki hvað við höfum misst. Þrátt fyrir að í ljós komi innan við viku eftir slysið að ég þurfi að fara í brjóstnám, sem þýðir önnur og umfangsmeiri aðgerð en sú sem ég hafði farið í. Við fáum á þessum tíma frábæra hjálp frá okkar nánustu. Við höfum einnig fengið að upplifa það hvað fólk á Íslandi getur sýnt mikinn samhug í verki.

Maðurinn minn valdi líka að fara léttu leiðina í gegnum sína erfiðleika, hann þakkar fyrir að vera á lífi, að hann getur hugsað og gengið og var alkominn heim af spítala þremur mánuðum eftir slysið. Við hjónin erum í raun alveg einstaklega heppin. Við erum heppin að eiga afskaplega góða að, krabbameinið fannst í tæka tíð og fyrir utan áverka á andliti, þá slasaðist hann alveg ótrúlega lítið.

Ég hef líka lært að ætti maður þess kost að spóla til baka og sleppa einhverjum atburðum úr lífinu, myndi maður í flestum tilfellum ekki vilja gera það. Því hver reynsla gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér og færir manni þroska. Það er yfirleitt hægt að finna eitthvað sem fylgir hverri lífsreynslu sem maður myndi ekki vilja missa úr lífi sínu. Ég er þegar búin að sjá að krabbameinið hefur fært mér heilmargt sem ég vildi ekki hafa misst af.

Katrín Björk Baldvinsdóttir
Tuesday, December 10, 2013

WHAT KIND OF GIFT IS HIDDEN WITHIN THE SITUATION WHERE MY PANTS ARE TORN?WHAT KIND OF GIFT IS HIDDEN WITHIN THE SITUATION WHERE MY PANTS ARE TORN?

Me and Gegga had an exciting day today. We visited an elementary school and had a conversation with youngsters from age 14 -16. One of the biggest dreams of Gegga was to visit schoolchildren and introduce them to me… so I remind you that dreams often come true!

Gegga told the youngsters that there is a hidden GIFT IN  EVERYTHING... even when your favorite pants get holes in them. One of the girls had a problem understanding it and asked how come that could be true? Gegga didn’t hesitate with an answer; She tripped over herself this past summer and her brand new pants tore – and they were quite expensive. They were nonetheless usable still.

Later Gegga was walking by the store that sold the pants and thought about the incident and how nice it would be to have new ones... without thinking about buying at that time. She looked inside though, and came across the same pants and now on sale! Now Gegga has two nice pants of the same kind and doesn’t have to spare them!

However, best of all is to realize that we are the ones that decide what the gift is at each time. With our free will we create our future; new pants, appreciation for not having broken a leg when tripping, appreciation for just having legs to put the pants on... the possibilities are endless.
HVER ER GJÖFIN Í ÞVÍ EF BUXURNAR MÍNAR RIFNA? 

Ég og Gegga áttum spennandi dag í dag. Við heimsóttum skóla og áttum spjall við hóp af  14 – 16 ára unglingum. Einn af stóru draumum hennar Geggu var einmitt að heimsækja skólakrakka og kynna mig – Smiler - fyrir þeim.... svo ég minni nú á að draumar rætast ansi oft!

Gegga talaði m.a. um að það FELIST GJÖF Í ÖLLU... jafnvel þegar uppáhaldsbuxurnar okkar rifna. Ein stúlknanna átti erfitt með að skilja það og spurði þvi hvernig það mætti vera? Gegga var ekki lengi að svara: Hún datt nefnilega á hausinn í sumar og það kom smá gat á nýju flottu buxurnar hennar – sem höfðu verið ansi dýrar. Þær voru nú samt alveg brúklegar áfram.

Þó nokkru eftir óhappið átti Gegga leið fram hjá versluninni sem seldi buxurnar og varð hugsað til þess hve gaman væri nú að eiga einar heilar – stóð samt ekki til að splæsa í nýjar. Hún kíkti inn og viti menn, buxurnar voru enn til og nú á dúndurútsölu! Svo nú á Gegga tvennar æðislegar buxur og þarf ekkert að spara notkunina.

Best af öllu er þó að hafa í huga að það erum við sjálf sem ákveðum hver gjöfin er hverju sinni – með okkar frjálsa vilja sköpum við áframhaldið; nýjar buxur, þakklæti fyrir að hafa ekki fótbrotnað í fallinu, þakklæti fyrir að hafa yfirhöfuð fætur til að troða í buxnaskálmar... möguleikarnir eru endalausir.Tuesday, December 3, 2013

A LITTLE STORY OF A BALD SPOT


                                      A LITTLE STORY OF A BALD SPOT 

Sadly, the answers to our prayers do not always arrive in shiny packages.
There was a time when I had a note stuck up on my kitchen wall with the words: “I eat wholesome, nutritious food.” Yet I did not do that at all – not then, and not for a long time afterwards. I was careless, I did not feel like changing my ways... and I forgot about the note.

One day I was sitting at my hairdresser’s having my hair done, when she suddenly jolted. She had found a bald spot – more than one, in fact, on my pretty head. I was able to smile a sincere smile and to give thanks for this kick in the butt that my higher power was giving me. I knew my prayers were being answered (in an extreme fashion, mind you) because I am vain and could never accept going bald – in fact, I would do anything to avoid it!

I quickly booked an appointment with a nutrition guru who measured my physical condition using a variety of magical devices. The result was not pretty. Nutritionally I was dry as a desert and my body was literally starving for vitamins. A completely absurd condition, considering that I was living in a country with vast abundance in all things, not to mention
the best water in the world… which moreover is free! 
The evening before this shocking discovery, I had by complete chance been to a sales demonstration of a fascinating gadget that was supposed to smooth wrinkles, rejuvenate the skin, and stimulate hair growth. That evening I had no use for such a device, which cost an arm and a leg. The following day, however, I desperately needed it, and decided to splurge. I made a decision that six weeks hence, all signs of balding would be gone. To emphasise this I drew a circle (a face with a lot of hair) around a specific date on the calendar. I subsequently pumped my system with healthy foods, drank copious amounts of water, and systematically applied the magic gadget to the bald spots.

Exactly six weeks later I sat in the hairdresser’s chair once more... and witnessed her amazement. Where before there had been barrenness, there was now a dense growth of hair. Yes – out of the greatest desperation, miracles are born.

Today, much later, I realize that I keep my storage of vitamins, along with the delicious wholesome crackers that I now bake regularly, on the kitchen table, right beneath the place where the aforementioned not is stuck to the wall. Thank goodness for the bald spot.

(From the book: Smiler can change it all )                                               SÚRSÆT SKALLASAGA 

Ekki berast öll bænasvör á silfurfati – því miður.
Eitt sinn límdi ég miða á eldhúsvegginn hjá mér sem á stóð: „Ég borða næringarríka og holla fæðu“ – sem ég gerði alls ekki – hvorki þá né lengi á eftir. Ég var kærulaus, nennti ekki að taka mig á og gleymdi miðanum.

Einn dag sem oftar sat ég í stólnum hjá klippidömunni minni, þegar hún fékk áfall. Hún fann skallablett og það fleiri en einn, á mínu fagra höfði. Mér tókst að brosa
– af einlægni og þakka fyrir þetta spark frá almættinu. Ég vissi að það var verið að svara bænum mínum (harkalega að vísu) því að ég er þokkalega hégómagjörn og yrði aldrei sátt við að vera sköllótt – myndi gera hvað sem er til að forðast það!

Ég pantaði með hraði tíma hjá gúrú í næringarfræðum, sem mældi líkamsástand mitt með nútímagaldratækjum. Niðurstaðan var miður falleg. Ég var bókstaflega í svelti, skorti flest vítamín og var þurr sem eyðimörk. Ótrúlega fáránlegt ástand í landi allsnægta og besta vatns í heimi... sem er í ofanálag ókeypis! Kvöldið fyrir áfallið hafði ég fyrir einskæra tilviljun (sem er ekki til) mætt á sölukynningu á merkilegu töfratæki sem átti samkvæmt sögn að slétta úr hrukkum, endurnýja húð og örva hárvöxt. Það kvöld hafði ég ekkert við slíkan grip að gera, enda kostaði hann formúu. Nú þurfti ég nauðsynlega á honum að halda og splæsti í tækið.
Ég ákvað að sex vikum síðar yrðu öll skallamein horfin og því til staðfestingar teiknaði ég hring (andlit með mikið hár) utan um ákveðna dagsetningu á dagatalinu. Í framhaldinu dældi ég í mig heilsufæði, vökvaði mig ríkulega og notaði töfratækið kerfisbundið á skallablettina.

Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, nákvæmlega sex vikum síðar sat ég aftur í stól klippidömunnar... og henni brá – ótrúlega þéttur nýgræðingur hafði orðið á fyrrum berangri.
Já – kraftaverk berst, þegar neyðin er mest. Það er sennilega engin tilviljun, en ég áttaði mig á því löngu síðar, að á eldhúsborðinu undir veggnum með miðanum góða geymi ég lagerinn minn af vitamínum, ásamt ljúffenga heilsukexinu sem ég baka nú reglulega – þökk sé skallanum.

( Úr bókinni Smiler getur öllu breytt )Tuesday, November 26, 2013

WHAT WOULD YOU DO IF YOU FEARED NOTHING?


                                 WHAT WOULD YOU DO IF YOU FEARED NOTHING?
  
Have you ever wondered?

Do you have a dream that you are afraid of following, if in case you would fail? You could make a big mistake and everyone would see that you are weak or not good enough? Would you have to face the fact that you aren’t perfect? Others would see it too. If the dream wouldn’t come true would you have wasted your time and energy for nothing? Could you lose the physical things that you have acquired? Or be financially poor… or even lose your friends, whom you spend a lot of time with right now?

Endless FEAR and FEAR again! Fear that stops all the fun that life offers. Live is like a theme park with exciting machines that shakes everything up emotionally. It is a waste to pay the admission and then just be a spectator!

WHAT DO YOU WANT to do with your life? Do you want to stay safe (which doesn’t exist btw) and never take any chance or step out of the circle, which in itself is not so comfortable if you take a closer look? Or do you want to step into your fear with will and courage as a weapons and see yourself as a creator?

The only thing that is worth fearing is being on the deathbed and reminisce about all the moments you wasted with snubbing your dreams! That would be sad!


.. so go… GO!


                          HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ ÓTTAÐIST EKKERT ?

Hefur þú pælt í því?

Áttu þér draum sem þú ert hrædd(ur) við að fylgja... ef ske kynni að hann gengi ekki upp? Þú gætir gert stór misstök og allir sæju að þú ert lélegur pappír? Þú þyrftir að horfast í augu við að vera ekki fullkominn? Aðrir myndu sjá það líka. Ef draumurinn gengi ekki upp þá hefðir þú sóað dýrmætum tíma þínum og orku í “vitleysu”! Þú gætir misst veraldlegar eigur þínar... orðið fátæk(ur)? Misstir jafnvel vini þína, sem þú eyðir miklum tíma með núna?
  
Endalaus ÓTTI og aftur ÓTTI ! Ótti sem stoppar allt gamanið sem lífið getur gefið. Lífið er eins og tívolí með spennandi tækjum sem hrista upp í öllum tilfinningaskalanum. Það er sóun að borga sig inn og horfa svo bara á!

HVAÐ VILTU GERA í lífi þínu? Viltu vera í öryggi (sem er ekki til) og aldrei taka áhættu, eða stíga út úr þægindahringnum... sem er kannski ekkert svo þægilegur ef grannt er skoðað. Eða viltu stíga inn í óttann með viljann og kjarkinn að vopni og upplifa þig lifandi skapara?

Það eina sem verðugt er að óttast er að vera komin(n) á grafarbakkann – dingla þar fótunum og hugsa um allan þann tíma sem þú sóaðir með því að hundsa draumana þína! Það væri sorglegt!

.. so go... GO!Tuesday, November 19, 2013

SMILER CAN CHANGE IT ALL


                                                     SMILER CAN CHANGE IT ALL


Proud to say the least…

In October 2010 Neale Donald Walsch sat at Gegga’s kitchen table and advised her to write a book! .. about me, Smiler! Gegga then had never indented to write a book... and not written a story since 12 years of age.

At first she shook her head – thought the idea was crazy – but after a 10 sec thought she changed her mind, as impulsive as she is, and nodded. Why not! It was so important to Neale that he promised to read the book over – and he was a bestseller of the books Conversations With God! These conversations at the kitchen table were therefore hard to ignore.

When the book was ready (ONLY two years later) Gegga sent Neale the script but never got an answer back. Dang! Why didn’t he answer?? He thought the book was not good enough? Time passed and the answer waited... somewhere!

Gegga let’s few things stop her when her dreams are the topic and she bought herself a flight ticket to the US to meet up with Neale. She had a good reason to do this since he was hosting a workshop called The Homecoming where he invites a small group of people to stay at his house for a week and have meaningful conversations on spiritual topics.

To make a long story short the book had landed in a pile of other books for Neale to read over. People other than him actually read over the books and the process was rather complicated. But it was there and then when he personally received a printed version of the script he read it. He was really impressed and gave a nice comment on the book which I myself am very proud of:

"Here is a wonderful affirmation of the goodness and the joy that can be found - and indeed, created - in all of life with a tool so easy to use that it will amaze you.
It's a book that could change lives everywhere." 


Three  things that Gegga learned from this:
  • Don’t give up on your dreams!
  • Don’t make assumptions – rather find out!
  • Always do your best!


On Friday November 22nd, a publication party will be held at Loft Hostel, Bankastræti 7, Reykjavík.

Everyone is welcome to join me and Gegga in celebrating!SMILER GETUR ÖLLU BREYTT

Ekkert smá montinn...

Í okt. 2010 sat Neale Donald Walsch við eldhúsborðið hjá Geggu og lagði að henni að skrifa bók! ... um mig Smiler! Gegga hafði aldrei ætlað sér það ... enda ekki skrifað sögu síðan hún var 12 ára.
Hún hristi fyrst hausinn – fannst hugmyndin fáránleg – en eftir 10 sekúndna umhugsun breytti hún um skoðun, enda hvatvis með eindæmum. Hún kinkaði kolli – af hverju ekki! Manninum var svo mikið í mun að hún gerði þetta að hann lofaði að lesa bókina yfir – og hann var METSÖLU höfundur bókanna Samræður við Guð! Þessar samræður við eldhúsborðið var því erfitt að hundsa.

Þegar bókin var  tilbúin (AÐEINS tveimur árum seinna) þá sendi Gegga honum handritið en fékk ekkert svar. SHIT! ... Af hverju svaraði maðurinn ekki? Fannst honum bókin svona slæm? Tíminn leið og svarið beið ... einhverstaðar!

Gegga lætur fátt stoppa sig þegar draumar hennar eru í húfi og hún keypti sér flugmiða yfir hafið til að hitta Neale. Hún hafði þá líka góða ástæðu til að taka þátt í vinnustofu hjá honum sem kallast The Homecoming en þar bíður hann 10 manna hópi fólks að dvelja á heimili sínu í viku og eiga innilegt spjall saman um andleg málefni.

Til að gera langa sögu styttri þá hafði bókin farið í farveg með fjölda annarra bóka sem Neale fékk sendar til lesningar. Það voru aðrir en hann sem sáu um lestur bóka og var ferlið flókið. En þarna sem hann fékk handritið útprentað í hendurnar þá las hann það – var yfir sig hrifinn og gaf bókinni umsögn sem ég er ekkert smá montinn af:

,,Hér er dásamleg staðfesting á að hægt er að finna og svo sannarlega skapa - kærleika og gleði í lífinu öllu með verkfæri sem þig mun undra hversu auðvelt er að nota.
Þetta er bók sem getur breytt lífi allra allstaðar."

Gegga lærði þrennt af þessu:
  • Ekki gefast upp á draumum þínum!
  • Ekki draga ályktanir – kynntu þér frekar málið!
  • Gerðu alltaf þitt besta!


Föstudaginn 22. nov. verður haldið útgáfuteiti í Loft Hostel Bankastræti 7.

Allir eru hjartanlega velkomnir að gleðjast með mér og Geggu!