Tuesday, May 28, 2013

"smiler story" from Olof

"smiler story" from Olof
                                            

                                              IN GOD'S HANDS

It has not always been easy for me to trust life. I found life sometimes unfair and everything seemed to be against me. Once I was unemployed, had no money and was all-alone with my little girl. I had quit a job in a playschool because I had been offered a job as a director of a play but when that project was over I didn´t find another job. I was getting really worried because the bills were piling up.
    At this time I decided to go to a meditation workshop.  Even though it left me quite broke I had a strong feeling I should go and I followed my instinct. In this workshop we were amongst other things working on trust.  We practiced by going outside and jump over ditches. We were supposed to decide where we wanted to land on the other side of the ditch and then take a running start and jump.  Most of the time this was pretty accurate but then we were told to jump over a very wide ditch.  Most of the participants hesitated and I didn´t like the look of it.
    Normally I would have landed down in the middle of the ditch and that is what happened to most of the others.  Some just managed to land on the other side crawling the last meters up to the bank. Then it was my turn. I decided I was going to land far upon the bank on the other side. I took the running start,  I let go and literally flew over the ditch.  To my surprise I landed exactly where I planned to. I think I´ve never in my life jumped so far. It was like a miracle because on my way over I saw an event from my childhood like a movie inside my head.  I was 5 years old standing on a very high haystack in the barn. My father stood underneath holding up his hands shouting teasingly; „Jump Olof, I will catch you.“ And so I did. There wasn´t a doubt in my mind that my father would catch me.  He did but just so. He was in a state of shock because he never thought I would dare to jump from this height.
But I trusted completely. I knew that my father would catch me with his strong hands.

After this experience there was a period where I trusted life completely. I woke up every morning certain that the day would turn out wonderfully.  And that how it was, every day was an exciting adventure!  Because I trusted everything would turn out well and that God was on my side everything did work out. I got offered 3 jobs and had difficulties choosing which one to take. I laughed because this was a luxury problem.  Then this problem resolved itself. Being full of energy and optimism I had formed a theatre group with other actors and I therefore picked the job that had most flexible hours so I could rehearse part of the day with the group. The money rolled in and I could pay all my debt.     Later the theatre group did so well, I had to quit this job to be able to give the theatre all my attention.

Since this time it happens I find myself in difficult situation and sometimes can´t see how to solve the problem. Then I remember this experience. I see in my mind´s eye how this will all work out for the best, I let go and trust I´m in God´s hands. And without an exception I always get to the other side.                                                       Í HÖNDUM GUÐS

Ég hef ekki alltaf átt auðvelt með að treysta og stundum hér áður fyrr fannst  mér að lífið væri óréttlátt og ekki mér í vil.  Eitt sinn var ég atvinnulaus, peningalaus og alein með litlu stelpuna mína. Ég hafði sagt upp vinnu í leikskóla og hafði fengið gott leikstjórnarverkefni í kjölfarið en síðan ekki söguna meir.  Ég var orðin mjög áhyggjufull því reikningarnir hrönnuðust upp.
    Ég ákvað samt að fara á hugleiðslunámskeið þó það kostaði mig næstum aleiguna. En eitthvað sagði mér að ég ætti að fara.
Á þessu námskeiði vorum við meðal annars að vinna með traust. Við áttum að æfa okkur að  treysta með því að hoppa yfir skurði. Við áttum að sjá fyrir okkur hvar við ætluðum að lenda og síðan taka tilhlaup... sleppa tökunum og búmm! Jú þetta gekk næstum alltaf.  
     Mér leist ekki á blikuna er okkur var sagt að hoppa yfir skurð einn sem var ansi vel breiður, enda hikuðu margir. Undir venjulegum kringumstæðum drifi ég ekki lengra en út í miðjan skurðinn - enda lentu margir þar. Sumir náðu þó rétt á bakkann hinum megin og klóruðu sig upp. Þegar kom að mér sá ég fyrir mér staðinn sem ég myndi lenda á, en hann var vel uppá bakkanum hinum megin. Ég tók tilhlaupið og ég sveif í bókstaflegri merkingu... og lenti akkúrat þar sem ég ætlaði mér að lenda!
    Ég hef örugglega hvorki fyrr né síðar stokkið svona langt.  Ég trúði þessu varla en ég upplifði þessa stund eins og kraftaverk.  Þar sem ég flaug yfir skurðinn sá ég fyrir mér atburð úr æsku minni... eins og ég væri að horfa á bíó:  Ég var 5 ára og stóð uppá ca 7 metra heystakki í hlöðunni.  Pabbi stóð langt fyrir neðan mig, rétti upp hendurnar og sagði í gríni. „Ólöf stökktu ég skal grípa þig.“ Og ég stökk í fullkomnu trausti um að pabbi myndi grípa mig. Hann gerði það líka en rétt svo og var alveg í sjokki því honum datt ekki í hug að ég myndi þora að stökkva.  En ég treysti fullkomlega. Treysti því að pabbi myndi grípa mig með stóru höndunum sínum.


Eftir þessa reynslu átti ég tímabil þar sem ég treysti lífinu gjörsamlega. Ég vaknaði á hverjum degi fullviss um að dagurinn myndi bjóða uppá eitthvað stórkostlegt.  Og þannig var það líka, hver dagur var spennandi ævintýri.  Og af því að ég treysti því að allt færi vel og guð stæði með mér þá gekk allt upp.  Ég fékk 3 atvinnutilboð og átti í vandræðum með að velja og hló að þessu lúxusvandamáli.  Svo leystist það vandamál eiginlega af sjálfu sér.  Þar sem ég var full af eldmóð og trausti hafði ég stofnað leikhóp ásamt öðrum leikurum,  ég valdi þess vegna þá vinnu sem var sveigjanlegust svo ég gæti æft hluta úr degi með leikhópnum.  Peningarnir streymdu inn og ég borgaði allar skuldir.  Seinna gekk svo vel hjá okkur í leikhópnum að ég varð að segja upp þessari vinnu til að sinna leiklistinni af fullum krafti.

Síðan þetta gerðist hef ég stundum þurft að takast á við erfiðleika og fundist þeir jafnvel óyfirstíganlegir.  En þá man ég eftir þessari reynslu. Ég sé fyrir mér að allt fari eins og best verður á kosið.  Ég sleppi tökunum og treysti því að hendur guðs grípi mig. Og viti menn fyrr en varir er ég komin á bakkann hinum megin.


Ólöf Sverrisdóttir leikkona/ actress 

https://www.facebook.com/olof.sverrisdottir.5?ref=tn_tnmn


Tuesday, May 21, 2013

YOU'RE SO BEAUTIFUL, YOU'RE SO KIND AND FREE


                                YOU'RE SO BEAUTIFUL, YOUR'E SO KIND AND FREE


God wants nothing”, 
...writes N.D. Walsch in his extraordinary book What God Wants. Inherent in this unusual statement is a profound sense of freedom and acceptance. I spent so much time and energy trying to please God, and feeling like I had failed miserably. For instance, as a child I used to get on my knees and recite the Lord’s Prayer when I wanted to get on God’s good side. This never produced the desired results, or so it felt to me. Today I get on my knees when I have something important to ask, simply because it helps to focus my mind and improve my spiritual balance. Allow yourself to think that God is pure love that does not need or demand anything, because he is one with all things and has everything already. That is the God I believe in today, and that I wish I had believed in sooner. I am a part of him, we are friends and equals – along with everything else.
God gave us free will and the opportunity to create whatever we want (including our concept of him/her/it). For her to send us to “hell” if we do not choose what she wants would be a complete betrayal. God is neutral – she never judges. She is a gentle, loving spirit… in all things. I believe that my will (and its imperfect wisdomJ) is always accepted by God – because she loves me unconditionally. That being said, she might, like a good mother, decide to point out the things that would serve me best and help me to enjoy life to the fullest. Then it is my job to listen – using my own insight!
God is a “divine master” and his creation is a great masterpiece. That means that you and I are perfect. This is a big truth for many people, and one that is easy to forget in the hustle and bustle of daily life. But when we do manage to remember it – to see the divine in ourselves and other people – there can be few obstacles to our happiness.
(From the forthcoming book Be a smiler...)    
                                    
  „Guð vill ekkert“,
...skrifar N.D. Walsch í stórmerkilegri bók sinni What God Wants. Í þessari óvenjulegu yfirlýsingu felst dásamlegt samþykki og frelsi. Ég sem hafði svo oft reynt að þóknast Guði og upplifa mér mistakast það herfilega. Ég fór t.a.m. með Faðirvorið upphátt á hnjánum sem krakki, þegar ég vildi koma mér í mjúkinn, en uppskar nákvæmlega ekkert... að mér fannst. Í dag krýp ég að vísu þegar mikið liggur við, það virkar einfaldlega betur til að ná hugarró og einbeitingu. Gefðu því möguleika, að Guð sé hreinn kærleikur sem hvorki þarfnist né krefjist neins, vegna þess augljósa að hann er eitt með öllu og hefur því allt nú þegar. Þannig Guð trúi ég á í dag og hefði betur gert fyrr um ævina. Ég er hluti af honum, við erum vinir og jafningjar – með öllu öðru.
     Guð gaf okkur frjálsan vilja, frelsi til að skapa hvað eina sem við viljum (þ.á m. hugmynd okkar um hann/hana/það). Það væru því hrein og klár svik að senda okkur til „helvítis“ ef við veldum ekki það sem hann vildi að við veldum!  Guð er hlutlaus – dæmir aldrei og er ljúfur og kær andi... í öllum málum. Ég trúi því að minn vilji (þó misvitur geti verið) sé ætíð samþykktur af Guði – hann elski mig skilyrðislaust – án allra kvaða. Hún gæti samt sem áður, líkt og góð móðir, viljað benda mér á hvað gagnist mér best til að njóta lífsins... og þá er það mitt að hlusta – með innsæinu!  
      Guð er eðli sínu samkvæmt „heilagur meistari“ og öll hans sköpun því mikið meistaraverk... sem gerir mig og þig fullkomin... við erum jú „komin til fulls“ á hverjum tíma. Þetta er stór sannleikur fyrir marga að meðtaka og auðvelt að gleyma í amstri hversdagsins. En þegar við náum að trúa þessu... sjá guðdómleikann í okkur sjálfum og öllum hinum, er fátt sem getur stoppað gleðina sem brýst út.
(úr væntanlegri bók um smiler)                 


Tuesday, May 14, 2013

STOP ACID ATTACK
                                                              STOP ACID ATTACK


I am so thrilled that 10% of my income is going to STOP ACID ATTACK foundation in India. 
    My creator Gegga will be participating at Radhusmarkad in Reykjavik. Open on next Thursday from 16-18, and Friday, Saturday, Sunday and Monday from 10-18. 
    If you buy me - you will put smiles on many faces in India  :)

Ég er svo hreykinn af því að 10% af innkomu minni fer til styrktar STOP ACID ATTACK foundation in India. 
    Gegga, skapari minn tekur þátt í Ráðhúsmarkaðnum í Reykjavík. Hann opnar á fimmtudag kl 16. Opið er föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag frá kl 10-18. 
    Ef þú kaupir mig þá setur þú bros á mörg andlit í Indlandi.


Tuesday, May 7, 2013

IT IS ALL ABOUT ATTITUDE


"smiler story" from Harpa
                                                                IT IS ALL ABOUT ATTITUDE

How does your attitude affect your life?    

I work in the travel industry and for that reason I travel quite a lot – on average once a month.  I have a boyfriend who does not really like to travel abroad as he becomes a bit insecure not being in a familiar environment.  I have told him he does not need to worry at all – just trust me since I have been doing this for years and will certainly make sure all goes smooth.  

Last week we were on a vacation together in Switzerland.  We flew back home to Iceland from Geneva via London.  Usually I do not like staying for too long at airports before flights, but since we had a rental car we needed to deliver and for my boyfriend not to become all stressed up we were at the airport about two hours before the flight.  We quickly found the place where we deliver the car so this was easy.  We went to departures for the check-in for Easy Jet.  Once we were at the counter I took my boyfriends passport and reach in my bag for mine – which is always kept at the same place in my bag.  But !!!  Oh my God – there was no passport – I just couldn't believe this.  My boyfriend wanted to start looking through all my luggage but I knew that was pointless – since the passport was not at its place in my bag it was obvious I did not have it at all.  Instead of panicking I started to think back – where did I last have my passport.  I remembered handing it over to the receptionist at the hotel the night before.  But I could not remember getting it back.  So I called the hotel and yes for sure my passport was there lying on the table in the reception at the hotel.  I talked to the receptionist and asked him to call a taxi for me and send my passport in the taxi to the airport.  Luckily I had booked us at a hotel very close to the airport the last night. 

The check-in at Easy jet closed at 9.55 and the taxi was there at 9.40 – so we made it :)  My boyfriend said to me – see now, I can never trust you again failing on such basic things as making sure you have your passport.  I looked at him and said – you know what, it has taken me some years to realize that just as everyone else I am allowed to make mistakes – we all do.  This is not a question of a flawless travel – with no mistakes or problems to occur.  The question is how you handle it – you can panic, look for who or whom to blame – or you can simply focus on the solution and solve the problem ;)  

Stay positive and always focus on the solution – not the problem – and life will be a lot easier.

Harpa Einarsdottir, Owner and Manager Surprizetravel

                                                             ÞETTA SNÝST ALLT UM VIÐHORF

Hvernig hafa viðhorf þín áhrif á líf þitt?

Ég vinn við ferðaþjónustu og þarf að ferðast ansi mikið á vegum vinnunar – að meðaltali líklega um einu sinni í mánuði.  Ég á unnusta sem hefur ekki sérlega gaman af því að ferðast erlendis þar sem hann er í umhverfi sem hann þekkir ekki.  Ég hef sagt honum að hann þurfi nú ekki að hafa neinar áhyggjur þegar hann ferðast með mér enda alvön kona í ferðamálum, hann þurfi bara að treysta mér.

Í síðustu viku vorum við í fríi í Sviss.  Við áttum pantað flug heim til Íslands frá Genf, í gegnum London.  Mér þykir nú ekki sérlega gaman að eyða tíma mínum á flugvöllum og fer því gjarnan út á flugvöll eins seint og mögulegt er – helst ekki meira en klukkustund fyrir brottför.  Þar sem við vorum með bílaleigubíl sem við þurftum að skila – og líka til að valda ekki einhverju óþarfa stressi hjá unnusta mínum ákvaðum við að fara tímanlega út á flugvöll og vorum mætt tveim tímum fyrir brottför.  Það gekk mjög vel að skila af okkur bílnum þannig að við vorum fljótt mætt í innritun hjá EasyJet, sem skyldi fljúga með okkur til London.  Þegar við komum að afgreiðsluborðinu fékk ég vegabréf unnusta míns og seildist í töskuna eftir mínu.  EN!!!  Þar var bara  ekkert vegabréf – ég ætlaði ekki að trúa þessu.  Unnusti minn vildi fara að leita í öllum farangrinum en ég vissi að þar sem vegabréfið var ekki á sínum vísa stað í töskunni minni þá væri ég ekki með það.  Í stað þess að fara í panik yfir þessu fór ég rólega í huganum til baka til að muna hvar ég hafði síðast verið að nota vegabréfið.  Ég mundi að kvöldið áður þegar ég var að innrita okkur á hótelið sem við gistum á hafði ég rétt starfsmanninum í gestamóttökunni vegabréfið til að sjá nafnið mitt.  Ég mundi hins vegar ekki eftir að hafa tekið á móti vegabréfinu aftur.  Ég hringdi því strax á hótelið og viti menn – vegabréfið mitt lá á borðinu í gestamóttöku hótelsins.  Ég bað starfsmann gestamóttökunnar um að hringja fyrir mig á leigubíl og senda vegabréfið með bílnum út á flugvöll á ákveðinn stað sem ég myndi bíða á.  Sem betur fer hafði ég bókað okkur á hótel nálægt flugvellinum síðustu nóttina.  

Innritun hjá Easy Jet lokaði kl 9.55 fyrir flugið til London.  Leigubíllinn mætti með vegabréfið mitt kl 9.40, þannig að allt fór vel og við náðum fluginu :)  Unnusti minn sagði - sjáðu bara, nú get ég aldrei treyst þér framar á ferðalögum þar sem þú"klikkar" á mikilvægum  grundvallaratriðum, eins og að passa upp á vegabréfið þitt.  Ég horfði á hann og sagði – veistu góði, að það hefur tekið mig nokkur ár að skilja að ég , eins og allir aðrir, gera mistök – enda gerum við öll mistök.  Þetta er ekki spurning  um að ekkert komi upp á í lífinu.  Spurningin er hvernig við tökum á því sem kemur upp á – við getum misst stjórn á okkur í panik, eytt tímanum í að reyna að finna hverju eða hverjum er um að kenna – eða við getum einfaldlega beint athyglinni að því að finna lausn vandans  ;)

Verum jákvæð og beinum athygli okkar ávallt að lausn vandans – ekki að vandamálinu sjálfu – og lífið verður mun auðveldara.


Harpa Einarsdottir, Owner and Manager Surprizetravel