Tuesday, May 7, 2013

IT IS ALL ABOUT ATTITUDE


"smiler story" from Harpa
                                                                IT IS ALL ABOUT ATTITUDE

How does your attitude affect your life?    

I work in the travel industry and for that reason I travel quite a lot – on average once a month.  I have a boyfriend who does not really like to travel abroad as he becomes a bit insecure not being in a familiar environment.  I have told him he does not need to worry at all – just trust me since I have been doing this for years and will certainly make sure all goes smooth.  

Last week we were on a vacation together in Switzerland.  We flew back home to Iceland from Geneva via London.  Usually I do not like staying for too long at airports before flights, but since we had a rental car we needed to deliver and for my boyfriend not to become all stressed up we were at the airport about two hours before the flight.  We quickly found the place where we deliver the car so this was easy.  We went to departures for the check-in for Easy Jet.  Once we were at the counter I took my boyfriends passport and reach in my bag for mine – which is always kept at the same place in my bag.  But !!!  Oh my God – there was no passport – I just couldn't believe this.  My boyfriend wanted to start looking through all my luggage but I knew that was pointless – since the passport was not at its place in my bag it was obvious I did not have it at all.  Instead of panicking I started to think back – where did I last have my passport.  I remembered handing it over to the receptionist at the hotel the night before.  But I could not remember getting it back.  So I called the hotel and yes for sure my passport was there lying on the table in the reception at the hotel.  I talked to the receptionist and asked him to call a taxi for me and send my passport in the taxi to the airport.  Luckily I had booked us at a hotel very close to the airport the last night. 

The check-in at Easy jet closed at 9.55 and the taxi was there at 9.40 – so we made it :)  My boyfriend said to me – see now, I can never trust you again failing on such basic things as making sure you have your passport.  I looked at him and said – you know what, it has taken me some years to realize that just as everyone else I am allowed to make mistakes – we all do.  This is not a question of a flawless travel – with no mistakes or problems to occur.  The question is how you handle it – you can panic, look for who or whom to blame – or you can simply focus on the solution and solve the problem ;)  

Stay positive and always focus on the solution – not the problem – and life will be a lot easier.

Harpa Einarsdottir, Owner and Manager Surprizetravel

                                                             ÞETTA SNÝST ALLT UM VIÐHORF

Hvernig hafa viðhorf þín áhrif á líf þitt?

Ég vinn við ferðaþjónustu og þarf að ferðast ansi mikið á vegum vinnunar – að meðaltali líklega um einu sinni í mánuði.  Ég á unnusta sem hefur ekki sérlega gaman af því að ferðast erlendis þar sem hann er í umhverfi sem hann þekkir ekki.  Ég hef sagt honum að hann þurfi nú ekki að hafa neinar áhyggjur þegar hann ferðast með mér enda alvön kona í ferðamálum, hann þurfi bara að treysta mér.

Í síðustu viku vorum við í fríi í Sviss.  Við áttum pantað flug heim til Íslands frá Genf, í gegnum London.  Mér þykir nú ekki sérlega gaman að eyða tíma mínum á flugvöllum og fer því gjarnan út á flugvöll eins seint og mögulegt er – helst ekki meira en klukkustund fyrir brottför.  Þar sem við vorum með bílaleigubíl sem við þurftum að skila – og líka til að valda ekki einhverju óþarfa stressi hjá unnusta mínum ákvaðum við að fara tímanlega út á flugvöll og vorum mætt tveim tímum fyrir brottför.  Það gekk mjög vel að skila af okkur bílnum þannig að við vorum fljótt mætt í innritun hjá EasyJet, sem skyldi fljúga með okkur til London.  Þegar við komum að afgreiðsluborðinu fékk ég vegabréf unnusta míns og seildist í töskuna eftir mínu.  EN!!!  Þar var bara  ekkert vegabréf – ég ætlaði ekki að trúa þessu.  Unnusti minn vildi fara að leita í öllum farangrinum en ég vissi að þar sem vegabréfið var ekki á sínum vísa stað í töskunni minni þá væri ég ekki með það.  Í stað þess að fara í panik yfir þessu fór ég rólega í huganum til baka til að muna hvar ég hafði síðast verið að nota vegabréfið.  Ég mundi að kvöldið áður þegar ég var að innrita okkur á hótelið sem við gistum á hafði ég rétt starfsmanninum í gestamóttökunni vegabréfið til að sjá nafnið mitt.  Ég mundi hins vegar ekki eftir að hafa tekið á móti vegabréfinu aftur.  Ég hringdi því strax á hótelið og viti menn – vegabréfið mitt lá á borðinu í gestamóttöku hótelsins.  Ég bað starfsmann gestamóttökunnar um að hringja fyrir mig á leigubíl og senda vegabréfið með bílnum út á flugvöll á ákveðinn stað sem ég myndi bíða á.  Sem betur fer hafði ég bókað okkur á hótel nálægt flugvellinum síðustu nóttina.  

Innritun hjá Easy Jet lokaði kl 9.55 fyrir flugið til London.  Leigubíllinn mætti með vegabréfið mitt kl 9.40, þannig að allt fór vel og við náðum fluginu :)  Unnusti minn sagði - sjáðu bara, nú get ég aldrei treyst þér framar á ferðalögum þar sem þú"klikkar" á mikilvægum  grundvallaratriðum, eins og að passa upp á vegabréfið þitt.  Ég horfði á hann og sagði – veistu góði, að það hefur tekið mig nokkur ár að skilja að ég , eins og allir aðrir, gera mistök – enda gerum við öll mistök.  Þetta er ekki spurning  um að ekkert komi upp á í lífinu.  Spurningin er hvernig við tökum á því sem kemur upp á – við getum misst stjórn á okkur í panik, eytt tímanum í að reyna að finna hverju eða hverjum er um að kenna – eða við getum einfaldlega beint athyglinni að því að finna lausn vandans  ;)

Verum jákvæð og beinum athygli okkar ávallt að lausn vandans – ekki að vandamálinu sjálfu – og lífið verður mun auðveldara.


Harpa Einarsdottir, Owner and Manager Surprizetravel
No comments: