Tuesday, May 21, 2013

YOU'RE SO BEAUTIFUL, YOU'RE SO KIND AND FREE


                                YOU'RE SO BEAUTIFUL, YOUR'E SO KIND AND FREE


God wants nothing”, 
...writes N.D. Walsch in his extraordinary book What God Wants. Inherent in this unusual statement is a profound sense of freedom and acceptance. I spent so much time and energy trying to please God, and feeling like I had failed miserably. For instance, as a child I used to get on my knees and recite the Lord’s Prayer when I wanted to get on God’s good side. This never produced the desired results, or so it felt to me. Today I get on my knees when I have something important to ask, simply because it helps to focus my mind and improve my spiritual balance. Allow yourself to think that God is pure love that does not need or demand anything, because he is one with all things and has everything already. That is the God I believe in today, and that I wish I had believed in sooner. I am a part of him, we are friends and equals – along with everything else.
God gave us free will and the opportunity to create whatever we want (including our concept of him/her/it). For her to send us to “hell” if we do not choose what she wants would be a complete betrayal. God is neutral – she never judges. She is a gentle, loving spirit… in all things. I believe that my will (and its imperfect wisdomJ) is always accepted by God – because she loves me unconditionally. That being said, she might, like a good mother, decide to point out the things that would serve me best and help me to enjoy life to the fullest. Then it is my job to listen – using my own insight!
God is a “divine master” and his creation is a great masterpiece. That means that you and I are perfect. This is a big truth for many people, and one that is easy to forget in the hustle and bustle of daily life. But when we do manage to remember it – to see the divine in ourselves and other people – there can be few obstacles to our happiness.
(From the forthcoming book Be a smiler...)    
                                    
  „Guð vill ekkert“,
...skrifar N.D. Walsch í stórmerkilegri bók sinni What God Wants. Í þessari óvenjulegu yfirlýsingu felst dásamlegt samþykki og frelsi. Ég sem hafði svo oft reynt að þóknast Guði og upplifa mér mistakast það herfilega. Ég fór t.a.m. með Faðirvorið upphátt á hnjánum sem krakki, þegar ég vildi koma mér í mjúkinn, en uppskar nákvæmlega ekkert... að mér fannst. Í dag krýp ég að vísu þegar mikið liggur við, það virkar einfaldlega betur til að ná hugarró og einbeitingu. Gefðu því möguleika, að Guð sé hreinn kærleikur sem hvorki þarfnist né krefjist neins, vegna þess augljósa að hann er eitt með öllu og hefur því allt nú þegar. Þannig Guð trúi ég á í dag og hefði betur gert fyrr um ævina. Ég er hluti af honum, við erum vinir og jafningjar – með öllu öðru.
     Guð gaf okkur frjálsan vilja, frelsi til að skapa hvað eina sem við viljum (þ.á m. hugmynd okkar um hann/hana/það). Það væru því hrein og klár svik að senda okkur til „helvítis“ ef við veldum ekki það sem hann vildi að við veldum!  Guð er hlutlaus – dæmir aldrei og er ljúfur og kær andi... í öllum málum. Ég trúi því að minn vilji (þó misvitur geti verið) sé ætíð samþykktur af Guði – hann elski mig skilyrðislaust – án allra kvaða. Hún gæti samt sem áður, líkt og góð móðir, viljað benda mér á hvað gagnist mér best til að njóta lífsins... og þá er það mitt að hlusta – með innsæinu!  
      Guð er eðli sínu samkvæmt „heilagur meistari“ og öll hans sköpun því mikið meistaraverk... sem gerir mig og þig fullkomin... við erum jú „komin til fulls“ á hverjum tíma. Þetta er stór sannleikur fyrir marga að meðtaka og auðvelt að gleyma í amstri hversdagsins. En þegar við náum að trúa þessu... sjá guðdómleikann í okkur sjálfum og öllum hinum, er fátt sem getur stoppað gleðina sem brýst út.
(úr væntanlegri bók um smiler)                 


No comments: