Tuesday, June 11, 2013

A DOC WHO LOVES PEOPLE


Bendi ykkur kæru vinir á að að nú orðið er textinn einnig á íslensku ef skrollað er niður síðuna.


                                                A DOC WHO LOVES PEOPLE


Feeling bored - then show your love to people!

The most unusual medical doctor (and human being) that I have ever encountered is Patch Adams!
     I was lucky enough to meet him ( along with my creator Gegga) at a workshop the other day. We agree on, Patch and I, that the quickest way to stay happy is to do something to increase the happiness of others and Patch is enthusiastically doing just that ALL OF THE TIME – ALL OVER THE PLACE!  He daily wears  a clown´s costume and the goal is to bring the smile onto the faces he meets, let people talk and connect in a good way. If he witnesses violence, he turns to tools he has hidden in his great big pockets (even if he has a specimen of myself, he uses a still bigger gadget which he gags into his mouth) susch as false teeth, giant smilers and a fake slurp of snot! He uses himself as a healing humoristic power that flattens out any evil.

    Patch Adams is curious about people and leaves nobody be who sits beside him. 
  "Help those who get a seat beside me on a plain“, he says. He says he loves people and when somebody comes for a  first consultation, it takes FOUR hours and he enjoys every minute of it.  Preferably it would take place at the patient´s home or out in the open.
    He travels the world 300 days a year and attends the sick and needing -  without payment!  Has done this for over forty years – just think! How is this possible? He sleeps 3-5 hours a night, tops (finds it a waste of time) because life is such FUN! He does not want to miss anything. He runs a hospital-community where patients do not pay at all for their service and all staff´s work is voluntary.
    This great „smiler“ is not wrapped in cotton though. Two thousand dying children he has held in his arms – of starvation! Three times he was committed into a psychiatric ward after attempted suicides. He was able to feel love for himself but found it difficult to live in a world that didn´t. He found the meaning of life when he realized how good he was at helping others using love and humour – and decided never to spend a day ever again in sorrow or pain and this promise he has kept for over forty years!

     Patch has never  prescribed medicine for the mentally ill – he says that depression is not an illness – rather“ symptoms“ for loneliness and there he wants to help people.
I am going to try my best to be as great “smiler“ as he is... if I am not too lazy!


                                                   LÆKNIR SEM ELSKAR FÓLK


Ef þér leiðist – sýndu fólki að þú elskir það! 

Óvenjulegasti læknir (og maður) sem ég hef nokkurn tíma hitt er Patch Adams! 
    Ég var svo lánsamur að vera (ásamt Geggu minni) með honum á vinnustofu um daginn. Við erum sammála um það, ég og Patch, að fljótasta leiðin til að vera hamingjusamur er að gera eitthvað til að auka hamingju annarra, og Patch leggur sig fram við það ÖLLUM STUNDUM - ALLSTAÐAR! Hans daglegi klæðnaður er trúðabúningur og markmiðið er að gleðja þá sem hann mætir, fá aðra til að tjá sig og tengjast á góðum nótum. Ef hann verður vitni að ofbeldi þá grípur hann til hjálpartækja sem leynast í stórum vösum hans (þó hann eigi eintak af mér þá notar hann enn stærri grip sem hann treður upp í sig) s.s. falskra tanna, gleiðbrosara, og gervihorslummu! Hann notar sjálfan sig sem heilandi humorískt afl sem slær alla illsku út af laginu.

     Patch Adams er forvitinn um fólk og lætur engan í friði sem sest við hlið hans, ,,Hjálpi þeim sem lendir við hlið mér í flugvél”, segir hann. Hann segist ELSKA FÓLK og þegar hann tekur fólk í fyrsta læknaviðtal þá tekur viðtalið FJÓRAR klukkustundir og hann  nýtur hverrar mínútu. Viðtalið fer helst fram heima hjá viðkomandi eða úti í náttúrunni.
    Hann ferðast um heiminn 300 daga á ári og sinnir sjúkum og bágstöddum – án þess að taka krónu fyrir! Hefur gert þetta i yfir 40 ár – pældu í því!! Hvernig er þetta hægt? Hann sefur hámark 3 - 5 klst á nóttu (og finnst það sóun á tíma) af því að lífið er svo SKEMMTILEGT! Hann vill ekki missa af neinu. Rekur spítalasamfélag þar sem sjúklingar borga ekki eyri fyrir þjónustu og allt starfsfólk er í sjálfboðavinnu.
Þessi mikli “smiler” er þó ekki í einhverri bómull. Hann hefur haldið á tveim þúsundum deyjandi barna í fanginu – úr hungri! 
     Sem ungur maður var hann lagður þrisvar sinnum inn á geðdeild eftir að hafa reynt sjálfsvíg. Hann kunni þó að elska sjálfan sig en fannst svo erfitt að lifa í heimi sem kunni það ekki. Hann fann tilgang lífsins er hann áttaði sig á hve góður hann er í að að hjálpa öðrum með ást og humor – tók ákvörðun um að eyða aldrei degi framar í sorg og sút og hefur staðið við það í yfir fjörutiu ár!

    Patch  hefur aldrei skrifað uppá geðlyf – hann segir þunglyndi ekki vera sjúkdóm – heldur “einkenni” á einmanaleika og þar vill hann mæta fólki.
Ég ætla að reyna mitt besta til að vera eins mikill “smiler” og hann... ef ég mögulega nenni! 


No comments: