Tuesday, June 18, 2013

"smiler story" from Herdis Pala
                                          DO I HAVE TO SETTLE IN MY LIFE?

Recently I was at a workshop with one of my mentors, Christine Kane, in Atlanta USA and stayed at a fairly fancy hotel.

One morning when I was getting ready for the day, had just showered and went for drying my hair with a hairdryer.

When I plugged the hairdryer it immediately went on.  I started to dry my hair and at the same time thinking what a lame hairdryer this was, barely “breathing“ at my hair, I would never get my hair dry with this hair-dryer and that this lame hair-dryer didn´t really fit in this fancy hotel.

Then all of a sudden a light-bulb went on in my head and I decided to stop and look at my options.  I found out that the hair-dryer was set for “Low” and all I had to do was to use this obvious option right in from of me and set it for “High”!  I laughed out loud at myself, alone in a hotel-room in Atlanta.
Then when I turned the hair-dryer on again, set for “High” of course it was like my dream, my hair got dry right away and I was all set for the day ahead and all the assignments that it had in hand for me with a smile on my face.

This incident stays with me and I think about it quite often because so often have I settled in my life, not being happy about it, not stopping to think about and remind myself of the fact that I can do something about those things that I´m not happy with, at least changed my attitude towards them.

That´s why I also love Nelson Mandela´s quote where he said “There is no passion to be found playing small - in settling for a life that is less than the one you are capable of living.”

My Smiler also reminds me of this regularly, to be responsible for myself in my life and live it the way I want to.

Smiler reminds me to do my best to become my best, to live my life in a way that I will not have any regrets, whether in my private or professional life, when I throw my 70 year old birthday party and of course Smiler will be there.ÞARF ÉG AÐ SÆTTA MIG VIÐ HLUTINA?

Fyrir ekki svo löngu síðan var ég stödd á vinnustofu með markþjálfanum Christine Kane í Atlanta í Bandaríkjunum og gisti á frekar fínu hóteli.

Einn morguninn var ég að taka mig til, var búin að fara í sturtu og ætlaði svo að fara að þurrka á mér hárið með hárblásara.

Þegar ég setti hárblásarann í samband fór hann strax af stað.  Ég byrja að blása á mér hárið og fer strax að hugsa um hvað þetta sé kraftlítill hárblásari sem rétt „andi“ á hárið á mér, ég verði nú aldrei búinn að þurrka á mér hárið með þessu áframhaldi og að þessi lélegi hárblásari passi nú ekki inn á þetta fína hótel.

Þá allt í einu rofaði til í kollinum á mér og ég ákvað að staldra við og skoða hárblásarann.  Kom þá í ljós að hann var bara stilltur á lægsta hraða og eina sem ég þurfti að gera var að nýta mér þann augljósa möguleika sem var fyrir framan nefið á mér, að breyta stillingunni á hárblásaranum!  Mikið sem ég hló að sjálfri mér, upphátt, ein inni á hótelherbergi í útlöndum
Svo þegar ég kveikti aftur á hárblásaranum á nýju stillingunni var hann auðvitað eins og hugur minn, hárið á mér þornaði á augabragði og ég var tilbúin til að mæta deginum og verkefnum hans með brosi á vör.

Þetta atvik situr svolítið í mér og ég hugsa oft um það því hversu oft hef ég ekki ætt eitthvað áfram umhugsunarlaust án þess að vera endilega ánægð, ekki tekið tímann í að staldra við og minna mig á að ég get gert eitthvað í þeim hlutum sem ég er ekki ánægð með, eða í verstu tilfellum þá alla vega breytt viðhorfum mínum gagnvart hlutunum.

Þess vegna held ég líka svo mikið upp á tilvitnun Nelson Mandela, þegar hann sagði:  Hvar er ástríðan í því að gera lítið – að sætta sig við líf sem er minna en þú ert fær um að lifa”.

Smilerinn minn minnir mig líka á þetta reglulega, að taka ábyrgð á eigin lífi og lifa því með þeim hætti sem ég vil lifa. 

Nú legg ég mig fram um að gera mitt besta til að verða mitt besta, að lifa lífi mínu þannig að ég muni ekki hafa neina eftirsjá, hvort sem það er í einkalífi eða starfi, þegar ég held upp á sjötugsafmælið mitt og að sjálfsögðu verður Smiler boðið.


Herdís Pála
ACC markþjálfi og fyrirlesari / ACC Coach & Motivational Speaker
No comments: