Tuesday, July 30, 2013

CAN YOU STAY IN THE NOW FOREVER?

     


                                             CAN YOU STAY IN THE NOW FOREVER?


Easy as it is to talk about NOW, it can be hard to dwell in it. The key is to PAY ATTENTION. Personally I try (with varying results) to focus my attention on each small detail of whatever task I am doing. Most mornings I get a chance to practice this when I put on makeup to enhance my beauty. I look in the mirror, notice how my skin feels when I stroke it with the sponge, watch the wrinkles become smoother, see my face become more attractive with each stroke... and even smile at myself (provided I got up on the right side of the bed). I smile back at my reflection, grateful and satisfied – just as well, since this is the face I will carry around with me for the rest of the day.J
New surroundings also highlight the NOW for me. When I go to new places my childlike curiosity is awakened and the desire to enjoy the wonders of new experiences keeps me in the NOW. This is particularly easy when I am touring abroad. It is almost like time “expands” in some strange way, allowing it to contain a greater number of experiences. Each moment gets the attention it deserves and a short weekend trip can seem like an entire week. Time does not fly away from me, like it often does when I am in my everyday surroundings.

Our minds always identify with time, either past or present, so it is hard to be grumpy unless we are troubled by negative thoughts about the past, or concerns about the future. We should save our thoughts about the past and future and use them only for practical purposes, like when we want to plan a holiday, or buy Christmas presents in July.
The NOW is all we have, and there is a reason why it is called “the present”. Its gifts are endless. When we divide the word into “pre-sent”, it reminds us that the NOW is a result of our previous thoughts and decisions that have been sent into the future. The principle of cause and effect is always working.
When we are satisfied in the NOW, then life sends us its best, and we improve our chances that the next NOW will be even better. 
(From the forthcoming book about Smiler...)
 GETUR ÞÚ VERIÐ ENDALAUST Í NÚINU?

Þó auðvelt sé að tala um NÚIÐ, getur verið snúið að dvelja í því. Lykillinn að því er ATHYGLI. Sjálf reyni ég (með misjöfnum árangri) að halda athyglinni á hverju smáatriði... í hverju verki sem ég framkvæmi. Flesta morgna fæ ég ágætis æfingu þegar ég set á mig andlitsfarða til að undirstrika fegurð mína. Ég horfi í spegilinn... tek eftir tilfinningu húðarinnar þegar svampurinn strýkur hana... horfi á hrukkurnar sléttast og andlitið fríkka með hverri stroku... jafnvel brosa til mín (ef ég fór réttu megin fram úr). Ég brosi á móti, þakklát og sátt - eins gott því þetta andlit á eftir að fylgja mér allan daginn.

      Nýtt umhverfi undirstrikar NÚIÐ vel fyrir mér. Þá er barnsleg forvitni mín endurvakin og löngun mín til að njóta furðu nýrra fyrirbæra heldur mér í núinu. Þetta er sérlega auðvelt á ferðalögum á ókunnum slóðum. Þá er líkt og tíminn „stækki á einkennilegan hátt. Hann rúmar meiri upplifun. Hver stund fær alla þá athygli sem hún á skilið og því getur stutt helgarferð virkað eins og heil vika. Tíminn hleypur ekki frá mér líkt og ég upplifi oft í mínu hversdagslega umhverfi.
     Hugurinn samsamar sig ætíð tíma, fortíð eða framtíð, og því er erfitt að vera fúll nema neikvæðar hugsanir um liðna tíma, eða áhyggjur um komandi framtíð, séu að trufla. Fortíðar - og framtíðar hugsanir ættum við að spara og nota eingöngu í hagnýtum tilgangi, t.d. er við skipuleggjum skemmtilegt sumarfrí, eða kaupum jólagjafir í júlí.
     NÚIÐ er allt sem við eigum og því ekki að ástæðulausu sem það heitir á ensku „the present.“ Gjöfin í því er takmarkalaus. Þegar orðinu er skipt í pre-sent (áður sent) minnir það okkur á að NÚIÐ er afleiðing af fyrri hugsunum okkar og ákvarðanatökum. Lögmál orsaka og afleiðinga tekur aldrei pásu.   
     Þegar við erum sátt í NÚINU, þá leikur lífið á okkar bestu strengi og við aukum möguleikann á að næsta NÚ verði jafnvel enn betra.
(Úr væntanlegri bók um Smiler...)
Wednesday, July 24, 2013

WHEN A GOOD FRIEND SAYS GOODBY

                                       WHEN A GOOD FRIEND SAYS GOODBY

People mean a lot to me, especially those who manage to touch my heart - they give me joy, love and compassion. I can not imagine a life without such friends.

Recently a good friend of mine said goodbye to this earthly existence.  I feel sorrow in my heart and I miss her, even though I haven't known her for long... less than two years.      But when my Creator Gegga introduced me to her it was like the souls of the three of us united.  Gegga loved to chat to Ingu Lóu.  She was pure and giving soul who squeaked of joy and spread love around to everyone. She was very generous person.

When Inga Lóa came into our Gegga´s life she was already seriously ill -  but didn´t show it.  But the fact was she could die sooner... than later. We sometimes talked about it, and if it was in fact possible to die, that is, if it was possible to cease to exist. We agreed that this was not possible. That we where spirits, and were therefore eternal and that we only moved from one place to another when this body of ours died. We agreed that we would meet again all our loved one´s  - that we never really left them though we might exist in a different form or shape.

We also discussed if the body could possible die if the soul wouldn't agree to it.  A big and delicate question because it isn´t like the one who says goodbye is doing it because he wants to run away or to hurt his loved ones.  We all must say goodbye one day, the time and place and the way we go has a huge impact on everyone and may even include a valuable lesson to those involved. 
     If we assume that the soul is part of the Almighty (we called it God but it can also be called something else like the Energy or Buddha or whatever) - it would be strange if it were possible to interfere with it... even though our mind would love to sometimes.  

On her deathbed my friend choose to have me, Smiler, by her bedside. I was filled with gratitude and pride when I found out.  This has given me a lot of strength that I will take with me into my life.  But my life purpose is about improving other people´s life here on earth - to turn on their CREATIVITY with LOVE, GRATITUDE and JOY, just like my friend did.

Thank you dearest friend for the seeds of LOVE you planted in the earth and in our hearts.


I send all those who mourn my friend my sincere sympathy and lots of light. 
     Especially will  I send my  love and light to her husband, but he is the one that has my life in his hands. He is the one who creates me out of tin!


ÞEGAR GÓÐUR VINUR KVEÐUR

Ekkert er mér meira virði en fólk og þá sérstaklega þeir sem ná að snerta við hjarta mínu – gefa því gleði, ást og samkennd. Ég get ekki hugsað mér lífið án slíkra vina.

Nýlega kvaddi góð vinkona þessa jörð.  Hjarta mitt finnur því fyrir sorg og söknuði. Við höfðum ekki þekktst lengi – innan við tvö ár. 
     En á því augnabliki sem Gegga (skapari minn) kynnti okkur smullu sálir okkar þriggja saman. Gegga elskaði að spjalla við Ingu Lóu. Hún var hrein og gefandi sál sem tísti af gleði og spreðaði út kærleika – örlætið uppmálað.

     Þegar Inga Lóa kom inn í líf okkar Geggu þá var hún alvarlega veik – án þess að hún léti á því bera. En staðreyndin var sú að hún gat dáið innan skamms tíma og stundum ræddum við um það.  Við ræddum um  hvort hægt væri yfirhöfuð að deyja, þ.e. að  hætta að vera til og vorum sammála um að það væri ekki í boði. Við værum sálir sem væru eilífar og flyttum einungis búferlum við líkamlegan dauða.  Við vorum líka sammála um að við myndum hitta alla okkar ástvini aftur -  myndum aldrei skilja við þá í raun, þó ekki yrði formið á okkur endilega það sama.

Við ræddum líka um hvort líkaminn gæti dáið án samþykkis sálarinnar. Stór spurning og viðkvæm, því ekki er það nú þannig að sá sem kveður vilji flýja eða særa ástvini sína. En öll verðum við einhverntíma að kveðja og tímasetning og aðferð hefur sennilega einhverja mikilvæga upplifun (lærdóm) fyrir alla viðkomandi.
     Ef við gerum ráð fyrir að sálin sé hluti af almættinu (sem við kölluðum Guð en má líka kalla eitthvað annað, t.d. orku eða Búdda) - væri heldur skrítið ef hægt væri að taka fram fyrir hendurnar á henni – þó hugur okkar haldi annað. 

Í sjúkrahúslegunni kaus vinkona mín að að hafa mig - Smiler - hjá sér. Ég fylltist þakklæti og stolti við það. Með því gaf hún mér mikinn styrk sem ég tek með mér út í lífið.  En tilgangur lífs míns snýst um að bæta líf fólks hér á jörð – kveikja á SKÖPUNARKRAFTI þess með KÆRLEIK, ÞAKKLÆTI  og GLEÐI – líkt og  vinkona mín gerði.

 Takk kæra vinkona fyrir KÆRLEIKSFRÆIN sem þú sáðir í jörðina - og í hjörtun okkar.

Ég sendi öllum syrgjendum samúðarkveðjur og ljós.
     Sérstaklega vil ég senda kærleik og ljós til hennar dásamlega ektamaka. En hann er jú maðurinn sem hefur líf mitt í lúkum sér - er hann mótar mig úr tini!  Tuesday, July 16, 2013

DRAW SMILERS INTO YOUR LIFE


                                            DRAW SMILERS INTO YOUR LIFE

 Laugh and smile as often as you can over the course of the day. This will cause you to relax and your positive energy will become magnified… which in turn will attract good things to you. Your positive radiance will draw to you all the right people, as well as the best opportunities.
(From the forthcoming book about Smiler... )  

Very soon, I, Smiler, will deliver a new and even more good looking homepage. I´m so exited I can hardly wait. 
As most of you know (I hope), I'm famous for being almost always  POSITIVE and THANKFUL, and having the desire to spread LOVE and JOY over the whole world. And because of those strong creative tools of feelings, I draw easily to me the very best people to work with; Bjarney Ludviksdottir at www.brandit.is ... and many, many more! 
On this photo Bjarney is "shooting" with her camera Eirik Hauksson, a famous singer and a wonderful guy with a BIG heart.  I'm so proud of knowing him - we two are for sure in the same team!


LAÐAÐU AÐ ÞÉR SMILERA

Brostu og hlæðu sem oftast yfir daginn. Þannig slakar þú á og eflir jákvæða orku þína... sem síðan mun draga að þér ýmislegt gott. Jákvæð útgeislun þín mun laða til þín rétta fólkið og bestu tækifærin.
(Úr væntanlegri bók um Smiler...)

Fyrr en síðar fæðist endurnýjuð heimasíða mín, Smilers, jafnvel enn flottari en hún er núna. Ég er mjög spenntur og get varla beðið.
Eins og þið flest vitið (vonandi), er ég frægur fyrir að vera nærri alltaf JÁKVÆÐUR og ÞAKKLÁTUR, og með óendanlega löngun til að spreða ÁST og GLEÐI yfir allan heiminn. 
Ákkurat þess vegna vegna laða ég til mín allra besta fólkið til að vinna með; Bjarney Ludvíksdóttir hjá www.brandit.is ... og marga, marga fleiri!
Á myndinni "skýtur" Bjarney á Eirík Hauksson, frægan söngvara og frábæran gæja með STÓRT hjarta. Ég er svo stoltur af að þekkja hann - við tveir erum sko í sama liði!
     

Tuesday, July 9, 2013

"smilerstory" from Þoranna


A TRIP TO THE DEEPEST CORNER OF MY SOUL!

You won’t know it to look at me but I have travelled to the deepest corners of my soul. It was not a trip I chose, but a trip that happened to me. I am not, and was not, alone, but I felt, like everyone else who takes this trip, like I, was travelling alone. And we don’t tell anyone about the trip, or that we have taken it. We don’t post our travel photos on Facebook. We don’t share travel stories with friends and family. Because this is a trip that people are not impressed with. And no one less so that we ourselves. Because no one goes on this trip unless they are in some way flawed, right? Those that can’t refuse? Those that are strong, smart, beautiful and great don’t take this trip, do they?

Well, there are a lot more people than you know that take a trip like this. And it has nothing to do with whether they are strong, smart, beautiful or great. There are actually a lot of people who we all consider very strong, smart, beautiful and great, on this trip. Because the travel organiser does not judge. He is not prejudice. He seems to choose the travellers at random, wherever and whenever he wants.

The good thing though is that you can return from this awful trip. It is not easy and not everyone makes it, but it is possible. It is important to get help getting home. Find your ruby slippers, click your heels and say “there is no place like home”. Whether you get help from those specialised in getting people back from these kinds of trips, and even use magic potions, you can get home. And smiling helps light the way. It produces your own magic potion. Find something to be happy about, each day. Look forward to things. Focus on the good and positive things in your life. Don’t make constant demands on yourself. For me, the way home is the way to my children. It is because of them that today, when the travel organiser comes to me, I can smile and say, “no thank you, not today, not tomorrow or the day after...” I have made my trip, and I will not be repeating it.

Thoranna K. Jonsdottir, MBA
Marketing nerd and human beingÉg FERÐAÐIST NIÐUR Í DÝPSTU SÁLARKIMA!

 Þú sérð það ekki utan á mér og fæstir vita það en ég hef ferðast niður í dýpstu sálarkima. Þetta var ekki ferðalag sem ég kaus, heldur ferðalag sem ég lenti í. Ég er ekki, og var ekki, ein en mér og öllum öðrum sem hafa farið þessa ferð finnst við fara hana ein. Og við segjum helst engum frá ferðinni, eða bara yfir höfuð að við höfum farið í hana. Þetta er ekki ferð sem við sýnum myndir úr á Facebook. Þetta er ekki ferð við segjum ferðasögur úr. Því að þetta er ferð sem margir líta hornauga. Ekki síst við sjálf. Því að það lætur enginn fara með sig í svona ferð nema þeir sem eru eitthvað gallaðir, eða hvað? Þeir sem ekki geta spyrnt á móti? Þeir sem eru sterkir og klárir og fallegir og frábærir, þeir fara ekki svona ferð, er það?

En veistu, það eru mun fleiri en þú heldur sem fara svona ferð. Og það hefur ekkert með það að gera hvort að þeir eru sterkir, klárir, fallegir eða frábærir. Meira að segja eru ansi margir sem fara þessa ferð sem okkur finnst vera ofsalega sterkir, klárir, fallegir og frábærir. Því að ferðaskipuleggjandinn fer ekki manngreinarálit. Hann sýnir enga fordóma. Hann virðist velja ferðalangana handahófskennt, hvar og hvenær sem honum sýnist.

Það sem er svo gott er að það er hægt að fara heim úr þessari ömurlegu ferð. Það er ekki auðvelt, og það komast ekki allir heim, en það er hægt. Þá er mikilvægt að fá hjálp við að komast heim. Finna rúbínskóna, skella saman hælunum og segja “there is no place like home”. Hvort sem það er með hjálp sérfróðra aðila sem kunna á svona heimferðir, og jafnvel með hjálp töfralyfja, þá er hægt að komast heim. Það hjálpar líka við að lýsa leiðina heim að brosa. Það framleiðir þitt eigið töfralyf. Að finna alltaf eitthvað til að gleðjast yfir, á hverjum degi. Að hlakka til. Að horfa á það sem er jákvætt og gott. Að gera ekki sífelldar kröfur til sjálfrar sín. Fyrir mig er leiðin heim leiðin til barnanna minna. Það er vegna þeirra sem, þegar ferðaskipuleggjandinn mætir á svæðið, ég get sett upp brosið og sagt, “nei takk, ekki í dag, ekki á morgun og ekki hinn heldur...” Ég er búin með mína ferð og ég ætla ekki í hana aftur.

Ef þú færð boð í svona ferð, afþakkaðu þá pent og ef þú þarft hjálp við að vera kyrr heima, biddu um hana. Ég hef nefnilega lært það líka, að ef maður biður um hjálp, þá fær maður hana. Og byrjaðu á þínu eigin töfralyfi með því að brosa.

Þóranna K. Jónsdóttir, MBA
markaðsnörd og manneskjaTuesday, July 2, 2013

WANT TO FEEL SECURE... OR CREATIVE ?
                                    WANT TO FEEL SECURE... OR CREATIVE ?

For a very long time I made security a priority in my life. This was certainly true when it came to my finances. That is why it suited me well to work in the health care sector. I did it for years, collecting my wages at the end of each month. Yet I am also trained as a visual artist, and since graduating from the Iceland Academy of the Arts in 2001 I have dreamed about working exclusively on my art.
     After Iceland’s financial meltdown in 2008, I summoned my courage and quit my job. Many people were astonished at my timing… but I followed my heart, without further hesitation. I made a decision to devote myself to my art and to trust what is written in the Scriptures: “The Lord is my shepherd, I shall not want.” My life has been wonderful almost every day since then, and my level of material comfort has not changed.
     I choose not to sacrifice my dreams for a “security” that is unreliable in any case. I would rather try my dreams on for size and find out how they feel. If they fit badly, I can always take them off – I hope. :)
(from the forthcoming book: Be a smiler...)

P.S. And talking of security, I feel the most secure when I read studies showing that people occupying their "dream-jobs", live longer and are healthier than average : )VILTU FINNA ÖRYGGI... EÐA SKÖPUNARKRAFT?

Ég leitaðist lengi við að hafa öryggið á oddinum í lífi mínu, t.a.m. á fjármálasviðinu. Það hentaði mér því vel að starfa í heilbrigðiskerfinu. Þar var ég í áratugi og fékk útborguð laun um hver mánaðamót. En ég er einnig menntuð myndlistarkona og alla tíð frá því ég útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 hef ég átt mér þann draum að starfa óskipt að list minni.

     Eftir kreppuskellinn á Íslandi árið 2008 safnaði ég kjarki og sagði upp starfi mínu. Margir undruðust tímasetninguna... en ég lét hjartað ráða för - án frekari tafar. Ég ákvað að gefa listinni allan minn tíma og treysta á orð Biblíunnar:  „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Líf mitt hefur verið skemmtilegt flesta daga síðan og lífsþægindi mín haldist óbreytt
     Ég vel að fórna ekki draumum mínum fyrir ,,öryggi” sem er fallvalt hvort sem er. Frekar vil ég máta drauma mína og finna hvernig mér líður í þeim. Ef þeir passa mér illa,  get ég alltaf klætt mig úr þeim – vona ég.  :)
( Úr væntanlegri bók um Smiler)

P.S. Talandi um öryggi, þá fyllist ég því, er ég les rannsóknir sem sýna fram á að fólk sem vinnur í "draumajobbinu" er heilsuhraustara og lifir lengur. :)