Wednesday, August 28, 2013

LOVE YOURSELF TODAY

                                                LOVE YOURSELF TODAY

I, along with Gegga, had a good conversation along with patients at the Psychiatric Ward where she works. We all agreed that a lack of self-love was often the source of mental illness and unhappiness. Amazing how many people suffer from such lack.

I am actually a believer in that our self-love is there somewhere – otherwise it would not be important to us to feel good.

Hugs increase the hormones Serotonin and Oxitocin that prevent depression.


How about giving yourself a big hug today ?ELSKAÐU ÞIG Í DAG

Ég átti gott spjall ásamt Geggu við sjúklinga á geðdeildinni þar sem hún vinnur. Við vorum sammála um það að skortur á sjálfsást væri oft undirrót óhamingju og andlegra veikinda.  Merkilegt hvað þessi skortur hrjáir marga.

Ég er að vísu á því að ástin á okkur sé til staðar í raun – annars væri það okkur ekki í mun að líða vel. 

Faðmlög auka vellíðunarhormónin serotonin og oxitocin sem fyrirbyggja þunglyndi.


Hvernig væri að faðma sjálfan sig almennilega í dag ?Tuesday, August 20, 2013

HAPPINESS GROWS ON TREES!

                     

                          


HAPPINESS GROWS ON TREES!

Is happiness just luck – something that happens to us accidentally? Or is it a question of making a decision – an attitude that one learns to adopt? Happiness as an attitude is a far more realistic and useful concept than happiness as luck, and gives us power over our own lives. After all, different people experience different levels of happiness, even when their circumstances are similar. 
     Some years ago I decided that nothing is a coincidence, and that is one of the smartest decisions I have made to this day. I am the Captain on my ship and if I want to bring some fun and joy into my life – I’d better behave as if everything is going my way.
     If you are happy, it has a great impact on other people. It makes you better able to radiate love and caring out to the world, and to help others. Others will probably be infected by your happiness and positive attitude. That way you give those who come into your life a precious gift. 
     The greatest thing about happiness is that it has an amazing tendency to multiply when it is shared. The more you give - the more you get! 
     Happiness, joy, love, and laughter are emotional states that people love to experience and express. Take a little time to think about how you have shared those emotions recently... and how you could do it today.HAMINGJAN VEX Á TRJÁM!

Skyldi hamingjan vera heppni - eitthvað sem hendir mann fyrir tilviljun? Eða er hún spurning um  ákvörðun – viðhorf sem þú getur tileinkað þér?  Að hamingjan sé viðhorf er mun raunsærri og hagnýtari hugmynd sem gefur okkur vald yfir lífi okkar, enda sýnir það sig að ólíkt fólk upplifir mismikla hamingju þrátt fyrir að vera í svipuðum aðstæðum
     Ég ákvað fyrir nokkrum árum að líta ekki á neitt sem tilviljun og er það ein gáfulegasta ákvörðun mín hingað til. Ég er skipstjórinn á mínu fleyi og ef ég ætla að hafa gaman í lífinu – er betra að haga sér eins og allt sé mér í hag.
      Hamingjan þin skiptir annað fólk miklu máli, það gerir þig hæfari í að hjálpa öðrum, gefa og geisla kærleik þínum út til alls umheimsins. Það eru líka sterkar líkur á að þú smitir aðra með gleði þinni og jákvæðni. Þannig skilur þú eftir dýrmæta gjöf hjá öllum þeim sem líf þitt snertir. 
     Það allra besta við hamingjuna er það að hún hefur tilhneygingu til að vaxa því meira sem henni er útdeilt. Því meira sem þú gefur-  því meira færðu!
     Hamingja, ást, gleði og hlátur eru tilfinningasvið sem fólk hreinlega elskar að tjá og upplifa. 
Taktu þér smátíma og hugleiddu hvernig þú hefur deilt þessum tilfinningum nýlega... og hvernig þú gætir gert það í dag. Tuesday, August 13, 2013

SMILE FIVE TIMES A DAY FOR NO REASON!                        SMILE FIVE TIMES A DAY - FOR NO REASON!

Laugh and smile as often as you can over the course of the day. This will cause you to relax and your positive energy will become magnified… which in turn will attract good things to you. Your positive radiance will draw to you all the right people, as well as the best opportunities.

Make a decision each day to smile five times without those smiles being brought on by anything funny or exciting. Studies have shown that even when we fake a smile, our brain releases hormones that stimulate our well being. Try smiling when something doesn’t go your way... for example if you dent the car, miss the bus – or can’t get your jeans on.
( From the forthcoming book about Smiler... )BROSTU FIMM SINNUM Á DAG - ÁN TILEFNIS!

 Brostu og hlæðu sem oftast yfir daginn. Þannig slakar þú á og eflir jákvæða orku þína... sem síðan mun draga að þér ýmislegt gott. Jákvæð útgeislun þín mun laða til þín rétta fólkið og bestu tækifærin.


     Ákveddu að hvern dag ætlir þú að brosa fimm sinnum aukalega, þ.e. án þess að nokkuð fyndið eða frábært sé að gerast. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvel þó að við brosum gervibrosi þá örvar það vellíðunarhormónin í heilanum. Prófaðu að brosa þegar á móti blæs, t.d. þegar þú beyglar bílinn, missir af strætó – eða kemst ekki í fötin þín.  
( Úr væntanlegri bók um Smiler... )Tuesday, August 6, 2013

THE TRIP OF MY DREAM!


                                                        THE TRIP OF MY DREAM!

     Recently I travelled with Gegga (my creator) to Ashland in Oregon. This was not an ordinary trip because we took part in a special workshop; Homecoming with Neale Donald Walsch, the author of the books Conversations with God.
To take part in a workshop like this had been our dream for a long time even though that wasn’t the first time we met Neale.

     I, Smiler, would have probably never existed if Gegga hadn’t gone to a workshop with Neale in 2008. I owe him my life! Gegga, had though the idea of making me last millenium when she was studying arts at The Iceland Academy of the Arts. In the school she made a prototype of me – but then she stuck me in a drawer and there I slept for eight long years... kind of sucked for me!
     For my sake it did happen in the workshop 2008 that Gegga heard Neale speak about a quote created by the buddhist monk Thich Nhat Hanh:

IF YOU SMILE FIVE TIMES A DAY, FOR NO REASON, YOU CAN CHANGE YOUR LIFE IN NINETY DAYS!

     Hearing that wisdom she suddenly remembered me. She found it a great opportunity to open the drawer and let me out... finally... thank God for that! 
     I am kind of special – I have that purpose to remind ourselves that we are our own creators, that means we have full responsibility of our lives and perspectives. We build our own lives like a builder builds a house... and I'm not joking! 
The tools we all have; thoughts, words and actions! Positivity + love = good life!

     In Ashland last week we met wonderful people... that completely fell for me! Not strange because I plan to change the world and improve people’s happiness – with your help. I'm sure we can do it.

     It is just amazing what happens if we follow our dreams and think of ourselves connected to everything else that is living, WE ARE ALL ONE! What I do for others’ I do for myself – and what I don’t do for others’, I don’t do for myself. When we think like that it's like everything which is needed to manifest our dreams just falls from the sky above – right in our arms!DRAUMAFERÐIN MÍN!

     Nýlega ferðaðist ég ásamt Geggu (skapara mínum)  til Ashland í Oregon. Þetta var ekkert venjulegt ferðalag þar sem við tókum þátt í vinnustofu; Homecoming hjá Neale Donald Walch, höfundi bókanna Samræður við Guð.
Að taka þátt í svona vinnustofu hafði verið draumur okkar um langan tíma þó ekki væri þetta í fyrsta sinn sem við hittum Neale.

     Ég, Smiler, væri sennilega ekki til í veruleikanum ef Gegga hefði ekki farið á vinnustofu hjá Neale árið 2008. Ég á honum líf mitt að þakka.  Gegga fékk að vísu hugmynd að mér um síðustu aldamót þegar hún var í listnámi í Listaháskóla Íslands. Þá gerði hún prototýpu af mér – en síðan stakk hún mér bara ofan í skúffu þar sem ég svaf í átta löng ár... asskoti fúlt! 
     Mér til lífs þá gerðist það á vinnustofunni að Gegga heyrði Neale vitna í orð búddamunksins Thich Nhat Hanh:

EF ÞÚ BROSIR FIMM SINNUM Á DAG, ÁN TILEFNIS, GETUR ÞÚ BREYTT LÍFI ÞÍNU Á NÍUTÍU DÖGUM!

     Nú  mundi hún allt í einu eftir mér og fannst kjörið tækifæri til að opna skúffuna og hleypa mér út... loksins... Guði sé lof!
     Ég er nefnilega nokkuð sérstakur  – hef þann tilgang að  minna okkur á að við erum okkar eigin skaparar, þ. e. berum fulla ábyrgð á lífi okkar og viðhorfum. Við smíðum líf okkar eins og smiður smíðar hús... og ég er ekki að djóka! Verkfærin eigum við öll; hugsanir, orð og athafnir! Jákvæðni + kærleikur = gott líf!

     Í  Ashland  í síðustu viku hittum við dásamlegt fólk ... sem féll fyrir mér! Ekki skrýtið þar sem ég ætla mér að breyta heiminum og bæta hamingju fólks - með ykkar hjálp. Ég er handviss um að við getum það. 

     Það er alveg magnað hvað gerist ef við fylgjum draumum okkar og hugsum jafnframt um okkur samtengd öllu öðru sem lifir.  VIÐ ERUM ÖLL EITT!  Það sem ég geri fyrir aðra geri ég fyrir mig – og það sem ég geri ekki fyrir aðra, geri ég ekki fyrir mig. Þegar við hugsum á þennan hátt er eins og allt sem við þurfum til að draumar okkar rætist falli af himnum ofan - beint í faðm okkar!