Tuesday, August 20, 2013

HAPPINESS GROWS ON TREES!

                     

                          


HAPPINESS GROWS ON TREES!

Is happiness just luck – something that happens to us accidentally? Or is it a question of making a decision – an attitude that one learns to adopt? Happiness as an attitude is a far more realistic and useful concept than happiness as luck, and gives us power over our own lives. After all, different people experience different levels of happiness, even when their circumstances are similar. 
     Some years ago I decided that nothing is a coincidence, and that is one of the smartest decisions I have made to this day. I am the Captain on my ship and if I want to bring some fun and joy into my life – I’d better behave as if everything is going my way.
     If you are happy, it has a great impact on other people. It makes you better able to radiate love and caring out to the world, and to help others. Others will probably be infected by your happiness and positive attitude. That way you give those who come into your life a precious gift. 
     The greatest thing about happiness is that it has an amazing tendency to multiply when it is shared. The more you give - the more you get! 
     Happiness, joy, love, and laughter are emotional states that people love to experience and express. Take a little time to think about how you have shared those emotions recently... and how you could do it today.HAMINGJAN VEX Á TRJÁM!

Skyldi hamingjan vera heppni - eitthvað sem hendir mann fyrir tilviljun? Eða er hún spurning um  ákvörðun – viðhorf sem þú getur tileinkað þér?  Að hamingjan sé viðhorf er mun raunsærri og hagnýtari hugmynd sem gefur okkur vald yfir lífi okkar, enda sýnir það sig að ólíkt fólk upplifir mismikla hamingju þrátt fyrir að vera í svipuðum aðstæðum
     Ég ákvað fyrir nokkrum árum að líta ekki á neitt sem tilviljun og er það ein gáfulegasta ákvörðun mín hingað til. Ég er skipstjórinn á mínu fleyi og ef ég ætla að hafa gaman í lífinu – er betra að haga sér eins og allt sé mér í hag.
      Hamingjan þin skiptir annað fólk miklu máli, það gerir þig hæfari í að hjálpa öðrum, gefa og geisla kærleik þínum út til alls umheimsins. Það eru líka sterkar líkur á að þú smitir aðra með gleði þinni og jákvæðni. Þannig skilur þú eftir dýrmæta gjöf hjá öllum þeim sem líf þitt snertir. 
     Það allra besta við hamingjuna er það að hún hefur tilhneygingu til að vaxa því meira sem henni er útdeilt. Því meira sem þú gefur-  því meira færðu!
     Hamingja, ást, gleði og hlátur eru tilfinningasvið sem fólk hreinlega elskar að tjá og upplifa. 
Taktu þér smátíma og hugleiddu hvernig þú hefur deilt þessum tilfinningum nýlega... og hvernig þú gætir gert það í dag. No comments: