Tuesday, September 24, 2013

TO DO - OR TO BE!
                                                      TO DO - OR TO BE!

Do I rather want to Do something – or Be something?

For my part I rather choose to be; happy, giving, rich, in love, clean, relaxed, loving, enthusiastic, funny, patient, optimistic, satisfied, beautiful, skinny (so says fashion), healthy and everything else that can be perceived as “good”. Everything I do should therefore get me closer to experiencing exactly that. Feeling is all I seek with everything I do... and why not start at the right end and create.

Do I necessarily need to do something about it? What comes first, to do or to be? If I for instance decide to be loving and caring then it is smart to think about something that produces and nurtures that feeling but it can differ what works for different people. What warms your heart; to think about a baby infant or sex with the one you love? Babies are of course made with sexual intercourse... which is indeed the most beautiful gift that God gave us. So beautiful and perfect that we reproduce ourselves while we enjoy it.

Maybe it is best to be loving and do exactly that! :)
AÐ GERA - EÐA VERA!

Hvort vil ég frekar gera eitthvað - eða vera eitthvað?

Fyrir mitt leyti þá kýs ég fremur að vera; hamingjusöm, glöð, gjafmild, rík, ástfangin, hrein, slök, ástrík, áhugasöm, skemmtileg, þolinmóð, bjartsýn, fullnægð, vinnusöm, falleg, mjó (svo segir tískan), heilbrigð og allt annað sem “gott” þykir. Allt sem ég geri ætti því að færa mig nær þannig upplifun, ef vitrænt á að vera. Tilfinning er það sem ég sækist eftir með öllu sem ég geri... og af hverju ekki bara að byrja á réttum enda og skapa hana.

Þarf ég að endilega að gera eitthvað í málinu? Hvort kemur á undan að gera eða vera? Ef ég ákveð t.d. að vera ástrík þá er gagnlegt að hugsa um eitthvað sem framkallar og nærir þá tilfinningu en það getur verið misjafnt hvað virkar fyrir hvern og einn. Hvort fær hjarta þitt til að bráðna; að hugsa um ungabarn eða fallegt kynlíf með þeim sem þú elskar? Ungabörn eru að vísu búin til með kynlífi ... enda er það fallegasta gjöf sem Guð gaf okkur. Svo falleg og fullkomin að við fjölföldum okkur sjálf á meðan við njótum!

Kannski er best að vera ástrík(ur) og gera einmitt það!  :)
Tuesday, September 17, 2013

WHAT IF MONEY GREW ON TREES? - smilerstory Geggu


                                                      WHAT IF MONEY GREW ON TREES?

What would it be like to own a money tree? How would life be if you only had to go to your backyard and pick up a few bills and go to the next store? It would most likely be effortless but rid of excitement and fun challenges. The mind would be of little use and perhaps little progress would be made in many fields... Or would we still continue to innovate and run businesses if we did not get anything in return?

I often contemplate what I like to do… and what it is that drives me in doing what I do. Is it hope of financial gain or gain in better and more fun experiences? How do I prioritize?

Aristotle once said that man’s only purpose was to find and experience HAPPINESS! According to that, most of the things I should do or even all of them should give me more happiness. Therefore, I should work at something that I love… and I would even do it for free for that matter!  I am so lucky that is exactly what I am doing. I love my job and have passion for it. I am an entrepreneur and can often simply forget myself in eagerness... sometimes even forget to eat.. and sleep enough, not that I recommend it.

Smiler, a product of mine, recommends that we work towards our dreams and points out that those who do that are healthier and live longer than the ones that don’t do it!


P.S. Indeed I have my own “money tree” that I tend to lean up against and ask for help when I am already tired of eating oatmeal for every meal… I recommend that everyone finds their own money tree!HVAÐ EF PENINGAR YXU Á TRJÁM ?

Hvernig skyldi vera að eiga peningatré? Hvernig væri lífið ef maður þyrfti bara að kíkja út í garð - tína nokkra seðla – og skunda svo í næstu búð? Það væri sennilega áreynslulítið... en gæti orðið steindautt af allri spennu og skemmtilegum áskorunum. Lítið þyrfti að nota hugann og kannski myndu litlar framfarir verða á ýmsum sviðum... eða myndum við halda áfram að skapa nýjungar og reka verslanir ef við þyrftum ekkert kaup?

Ég velti oft fyrir mér hvað mér finnst skemmtilegt að gera ... og hvað það er sem drífur mig áfram í að gera það sem ég geri. Er það von um fjárhagslegan hagnað eða hagnað í betri og skemmtilegri upplifunum. Hvernig forgangsraða ég?

Aristoteles sagði á öldum áður að eini tilgangur mannsins væri að finna og upplifa HAMINGJU! Samkvæmt því þá ætti flest ef ekki allt sem ég geri að geta mögulega stuðlað að meiri hamingju hjá mér.  Ég ætti því ef vel á að fara að starfa við vinnu sem ég elska að vinna... myndi vinna við hana kauplaust ef út í það færi! Ég er svo asskoti heppin að ég geri ákkurat það. Ég elska vinnuna mína og hef ástríðu fyrir henni. Ég er frumkvöðull og get oft hreinlega gleymt mér í ákefð... gleymi jafnvel stundum að borða... og sofa nóg... ekki það að ég mæli með því.

Smiler, sem er mín hugarsmíð, mælir einmitt með að við sinnum draumum okkar og bendir á að þeir sem gera það eru heilsuhraustari og lifa lengur en hinir sem gera það ekki!


P.S. Ég á mitt “peningatré” sem ég halla mér gjarnan upp að og bið um aðstoð þegar ég er orðin leið á að borða hafragraut í öll mál... mæli með að allir finni sér eitt slíkt!

Gegga
Tuesday, September 10, 2013

SMILING FACES - BEAUTIFUL PLACES - smilerstory from Birgir


                                               SMILING FACES - BEAUTIFUL PLACES

   When I was 24 years old, I moved to the United States - to South Carolina to be exact. A funny thing about the East Coast in America, is that the further south you travel, the worse the public transportation is. Thus, one of the first things a man needs to do in the southern states is to find a car to get from point A to B. Also, in my experience, the further south you travel the more friendly the people are. But back to my point about the cars. Within three days of my stay there I bought a vehicle. For those who don't know, license plates in USA are designated to certain states and those states have slogans that they come up with to put on the license plates. My car had a license plate from South Carolina and on it read: "Smiling Faces - Beautiful Places. "That is a nice idea" I thought to myself. Funnily enough, getting adjusted to the famous southern hospitality coming from an isolated and "cold" island was not particularly easy. Smiles on every corner, small talk in every store. During my four years there, I never had to open a door myself if there was a person in front of me. Even at restaurants I thought the waiters wanted to befriend me. All this kindness can be weird in the beginning, and sometimes made me feel uncomfortable since I was not used to receiving it, let alone giving it. However, it was nice and soon I was small talking with strangers and smiling randomly (sometimes I faked it though). Some have told me that this is superficial, but to be honest I will rather take a fake smile than no smile.


The point of the story is that now, two years after I moved from South Carolina, hardly a day passes that I don't think back with a smile about my time there. I do not live in space or anything right now, but the fact is when you get accommodated with the etiquette in a particular culture you become one of them after some time. Daily business in Carolina such as a visit to the bank or to the grocery store becomes much lighter and easier. When people smile at you, you are more likely to smile back. But someone needs to step forward and spark it. After living there for some time I just smiled at people regardless of whether they smiled back or not, but most of the time they did. So I was pretty sure I would get a smile back - which is a good deal! This is learned behavior. The reason for that is that either my smile sparked their smile or they were going to smile at me anyways but I was first! Either way, it does not matter. People start to feel better around you automatically. And the more people that do it, the easier it gets. That is the logic behind all the smiley faces in the South. You give and you get, that is how it works. No exceptions.

Do not wait for someone else to always cheer you up or smile at you first. When I don't feel like smiling and a person smiles at me, I immediately feel better - even though I do not show it. I assume the same goes for others. In the end, we are all responsible for being smilers and givers and making the world better, because it is very hard to be nice when you never get it back. This is a chain reaction. The sooner people realize that smiling and being nice is a free investment that pays well... well the more joy will be put into this world :)

Birgir Sverrisson

BROSANDI ANDLIT - FALLEG PLACE

     Þegar ég var 24 ára þá flutti ég til Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Það fyndna er varðandi austurströnd Bandaríkjanna að því sunnar sem maður ferðast því verr verða almenningssamgöngur. Þar af leiðandi eru bílakaup einn af fyrstu hlutunum sem maður framkvæmir. Staðreyndin er líka sú að því sunnar sem þú ferðast á austurströndinni því vingjarnlegra verður fólkið. En aftur að bílakaupunum. Innan þriggja daga var ég búinn að kaupa bíl. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru númeraplötur í Bandaríkjunum tileinkaðar ríkjunum þar sem bíllinn er skráður og öll ríkin hafa sitt slagorð. Bíllinn minn hafði númeraplötu frá Suður-Karólínu og á henni stóð "Smiling Faces. Beautiful Places." "Þetta er frábær hugmynd" - hugsaði ég. En á einhvern skringilegan hátt þá var ekki svo auðvelt að aðlaga sig að þessari menningu komandi frá eingangraða og "kalda" Íslandi. Það voru bros á allra vörum og "small talk" í öllum búðum. Öll mín fjögur ár sem ég bjó þar þá þurfti ég varla að opna hurð sjálfur ef einhver fór inn um hana rétt á undan mér. Fólk bókstaflega beið eftir mér - haldandi hurðinni opinni fyrir manni. Og þannig gekk það koll af kolli. Á veitingastöðum hélt maður líka að þjónarnir væru að reyna að vingast við mann. Öll þessi yfirgengilega góðmennska getur verið óþægileg því maður er ekki vanur að þiggja hana, og hvað þá gefa hana sjálfur. Hvað sem því líður, þetta var fínt og fljótlega var ég sjálfur farinn að brosa til ókunnugra og tala við þá um veðrið eða leikinn í gær. Fólk hefur sagt við mig að þetta sé yfirborðskennd hegðun þeirra í Bandaríkjunum, en satt best að segja þá tek ég frekar gervibrosi heldur en engu.

Tilgangur sögunnar er sá að núna, tveimur árum eftir að ég flutti frá Suður-Karólínu þá líður varla sá dagur að ég líti ekki til baka og brosi út í annað við tilhugsunina. Ég er ekki einn úti í geimnum núna eða neitt slíkt, en staðreyndin er sú að þegar maður venst lifnaðarháttum og venjum þeirrar menningar sem maður býr í þá mótast maður eftir því. Daglegt líf í Suður-Karólínu svo sem að fara í banka eða fara út í búð varð einhvern veginn auðveldara og skemmtilegra. Þegar fólk brosir til þín þá ertu líklegri til að brosa til baka. En það þarf einhvern til þess að knýja fram brosið, einhver þarf að stíga fram og láta ljós sitt skína. Eftir að hafa búið þar í nokkurn tíma þá brosti ég til fólks óháð hvort það brosti til baka eður ei, en lang oftast kom bros til baka. Þannig að það var nokkuð öruggt að ég myndi fá bros til baka - sem er mjög góður díll! Þetta er ekkert annað en lærð hegðun. Ástæðan fyrir þessu er að annað hvort kreisti mitt bros þeirra bros fram eða þau ætluðu hvort sem er að brosa líka en ég var hreinlega á undan! Hvort sem það var, þá skiptir það ekki máli. Fólki fer ósjálfrátt að líða betur í kringum þig ef þú brosir. Og því fleiri sem gera það því auðveldara verður þetta. Þetta eru vísindin bakvið öll brosandi andlitin í Suður-Karólínu. Það sem þú gefur af þér færðu til baka, þannig virkar það. Engar undantekningar.

Ekki bíða alltaf eftir því að einhver annar hughreysti þig eða brosi til þín fyrst til þess að þér líði betur. Þegar mig langar ekki að brosa en einhver önnur manneskja brosir til mín þá líður mér strax betur, jafnvel þótt ég sýni það ekki. Ég geri ráð fyrir því að það sama gildi um aðra. Á endanum erum við öll ábyrg fyrir því að vera smiler og gefa af okkur og gera heiminn betri, því það er mjög erfitt að vera góður og sýna kærleik þegar maður fær það aldrei til baka. Þetta er keðjuverkun. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir því að bros og kærleikur er ókeypis fjárfesting sem ávaxtar mjög vel, því meiri hamingja verður til í þessum heimi sem við lifum í :)

Birgir SverrissonWednesday, September 4, 2013

OUT OF THE COMFORT ZONE - smilerstory from TaraOUT OF THE COMFORT ZONE

Making big changes has sometimes been hard for me from time to time, particularly because I’ve had to deal with my share of anxiety in the past. Sometimes it seems that knowing what lies around the corner would be an ideal life, especially when it comes to feeling secure, but  somehow security often comes to me once I’ve stepped outside of my comfort zone, and it has brought me to the amazing place were I am now in my life.
      My goal in life has become to refuse fear or stress from stopping me in doing new and exciting things.

      Challenging yourself can be one of the toughest things you do in life, but it can also become one of the best experiences of your life – at least later on!
            In the beginning of the year 2013 I had to make a decision whether I should keep living in Reykjavík or move out into the countryside, to a place I barely knew, my boyfriend was the bait.
      If I was going to go for it, it would mean I had to move hundreds of kilometers, over multiple mountain passes, away from my family and friends. I’d also have to change universities, losing a lot of credits I had gained in the previous year. It meant that I was moving away from practically everything I knew. Making such big changes can easily stir feelings inside of someone like me, and idea of the unknown anxious and, I admit, even brought a tear to my eye.            
      At the same time I had become tired of the daily routine in Reykjavík and didn’t feel altogether happy about the course I was on at school, and the idea of new adventures with my boyfriend was tantalizing. Having been afraid of changes in the past, this huge alteration of my life was certainly a test on the smiler in me. I packed my things and moved west, in the darkest time of the year – in January!  I had no idea what waited for me, in regards of the coming school semester and I had no idea if I would find a job in a town with the population of 300.

      Today I think this is one of the best decisions of my life and I’m extremely proud that I didn’t let anything stop me. This year I have experienced so many precious moments that I would never have done if I had stayed inside my comfort zone (which can often become gray and mundane). Before I knew it I had landed two fantastic jobs and I flourished in school. The people I have gotten to know are all so wonderful and are ready to bend over backwards to help me, or anyone else for that matter. Trusting that good things would come to me if I kept an open to them seems to have worked like a charm.
       A year ago I didn’t even know this town existed, today I live in surroundings that inspire and nourish my spirit every day, and know I cannot imagine living with out it.

      Taking a leap of faith can be a maturing experience and offer a new view on life, and it seems to me now that life can be the adventure I want it to be. I believe that everyone can benefit from challenging him/herself, even in a small way, and trust that new directions – no matter how big or small – will lead to happy ending. Even though the sacrifices may seem great, the benefits are never far away. 

      We only have one life now and I believe that we should use it to experience as much as we can. I recommend stepping outside of your comfort zone and taking a look, you might find that there’s a whole world waiting for you on the other side. Just remember to take your Smiler along for the ride.
 ÚT FYRIR ÞÆGINDAHRINGINN 

Að gera stórar breytingar hefur mér ekki þótt auðvelt í gegnum tíðina, sérstaklega þar sem hef stundum þurft að glíma við meiri kvíða en góðu hófi gegnir. Oft væri ljúft að geta vitað ýmislegt fyrirfram, upp á öryggið að gera, en þegar ég hef notað kjarkinn og stigið inn í óttann þá hef ég öðlast meira öryggi og þess vegna er ég stödd á þeim dásamlega stað sem ég er á í dag.
      Markmið mitt í lífinu er að láta hvorki ótta né kvíða stoppa mig í að framkvæma nýja og spennandi hluti.

       Að stíga út fyrir þægindahringinn er oft hrikalega erfitt en getur líka verið  besta reynslan –  að minnsta kosti eftirá!

      í byrjun árs 2013 stóð ég frammi fyrir því að ákveða hvort ég ætti að búa áfram í Reykjavík eða flytja yfir fjöll og dali vestur á land, á sl vokallaðar þægindahringstilfinningar! ægð er ig gera. óðir sem ég þekkti lítið. Kærastinn minn er frá Tálknafirði og það var tálbeitan.
      Ef ég ætlaði að kýla á það, þurfti ég að skipta um háskóla sem var töluvert svekkelsi þar sem ég fékk lítið metið fyrra háskólanám mitt í Reykjavík. Einnig flytti ég burt frá fjölskyldu, vinum og því umhverfi sem ég þekkti. Þetta olli  kvíðahnút í maganum og jafnvel tárum á kinn.  
       Á sama tíma var ég orðin leið á sömu rútínunni í Reykjavík og var ekkert sérstaklega hamingjusöm í því sem var að gerast þar. Ég var til í að upplifa ævintýri með kærastanum mínum svo ég sló til. Ég hef alltaf verið svolítið formföst í ákvörðunum sökum kvíðans svo nú reyndi á smilerinn í mér. Ég pakkaði niður dótinu mínu og flutti vestur á dimmasta tímanum – í janúar! Vissi hvorki hvað beið mín í skóla né hvort ég fengi starf í bæ sem hélt 300 íbúa.

     Í dag finnst mér þetta vera ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég er ótrúlega stolt af að hafa ekki látið neitt stoppa mig. Ég er búin að upplifa margt dýrmætt sem ég hefði ekki gert hefði ég ákveðið að dvelja í þægindahringnum (sem oft er hundleiðinlegur). Mér fannst fyrst svolítið óþægilegt að komast inn í svona lítil samfélag, allt nýtt og allir þekktust en fyrr en varði var ég komin með tvö góð störf og gekk glimrandi vel í skólanum. Fólkið sem ég kynntist var yndislegt og vildi allt fyrir mig gera.
     Að treysta því að það góða kæmi upp í hendurnar á mér svínvirkaði.  Umhverfið sem ég lifi í er einstaklega fallegt og heilnæmt.
     Einu sinni vissi ég varla af firðinum sem ég bý í, – í dag gæti ég ekki án hans verið!

     Að kýla á hið óvænta gefur manni þroska og nýja sýn á lífið, lífið er eins mikið ævintýri og ég ákveð að það sé.  Ég trúi að allir hafi gott af því að ögra sjálfum sér pínulítið og treysta því að nýjar ákvarðanir – sama hversu skrítnar þær virðast – muni verða til góðs á endanum. Þó ýmsu sé “fórnað” kemur svo margt annað gullið í staðinn!

     Við höfum aðeins eitt líf núna. Ég mæli með að prófa að kýla á hið óvænta. Það gæti leynst heill ævintýraheimur þarna úti. Og á því ferðalagi er gott að hafa Smilerinn með í för.

Tara Sverrisdottir