Tuesday, September 10, 2013

SMILING FACES - BEAUTIFUL PLACES - smilerstory from Birgir


                                               SMILING FACES - BEAUTIFUL PLACES

   When I was 24 years old, I moved to the United States - to South Carolina to be exact. A funny thing about the East Coast in America, is that the further south you travel, the worse the public transportation is. Thus, one of the first things a man needs to do in the southern states is to find a car to get from point A to B. Also, in my experience, the further south you travel the more friendly the people are. But back to my point about the cars. Within three days of my stay there I bought a vehicle. For those who don't know, license plates in USA are designated to certain states and those states have slogans that they come up with to put on the license plates. My car had a license plate from South Carolina and on it read: "Smiling Faces - Beautiful Places. "That is a nice idea" I thought to myself. Funnily enough, getting adjusted to the famous southern hospitality coming from an isolated and "cold" island was not particularly easy. Smiles on every corner, small talk in every store. During my four years there, I never had to open a door myself if there was a person in front of me. Even at restaurants I thought the waiters wanted to befriend me. All this kindness can be weird in the beginning, and sometimes made me feel uncomfortable since I was not used to receiving it, let alone giving it. However, it was nice and soon I was small talking with strangers and smiling randomly (sometimes I faked it though). Some have told me that this is superficial, but to be honest I will rather take a fake smile than no smile.


The point of the story is that now, two years after I moved from South Carolina, hardly a day passes that I don't think back with a smile about my time there. I do not live in space or anything right now, but the fact is when you get accommodated with the etiquette in a particular culture you become one of them after some time. Daily business in Carolina such as a visit to the bank or to the grocery store becomes much lighter and easier. When people smile at you, you are more likely to smile back. But someone needs to step forward and spark it. After living there for some time I just smiled at people regardless of whether they smiled back or not, but most of the time they did. So I was pretty sure I would get a smile back - which is a good deal! This is learned behavior. The reason for that is that either my smile sparked their smile or they were going to smile at me anyways but I was first! Either way, it does not matter. People start to feel better around you automatically. And the more people that do it, the easier it gets. That is the logic behind all the smiley faces in the South. You give and you get, that is how it works. No exceptions.

Do not wait for someone else to always cheer you up or smile at you first. When I don't feel like smiling and a person smiles at me, I immediately feel better - even though I do not show it. I assume the same goes for others. In the end, we are all responsible for being smilers and givers and making the world better, because it is very hard to be nice when you never get it back. This is a chain reaction. The sooner people realize that smiling and being nice is a free investment that pays well... well the more joy will be put into this world :)

Birgir Sverrisson

BROSANDI ANDLIT - FALLEG PLACE

     Þegar ég var 24 ára þá flutti ég til Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Það fyndna er varðandi austurströnd Bandaríkjanna að því sunnar sem maður ferðast því verr verða almenningssamgöngur. Þar af leiðandi eru bílakaup einn af fyrstu hlutunum sem maður framkvæmir. Staðreyndin er líka sú að því sunnar sem þú ferðast á austurströndinni því vingjarnlegra verður fólkið. En aftur að bílakaupunum. Innan þriggja daga var ég búinn að kaupa bíl. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru númeraplötur í Bandaríkjunum tileinkaðar ríkjunum þar sem bíllinn er skráður og öll ríkin hafa sitt slagorð. Bíllinn minn hafði númeraplötu frá Suður-Karólínu og á henni stóð "Smiling Faces. Beautiful Places." "Þetta er frábær hugmynd" - hugsaði ég. En á einhvern skringilegan hátt þá var ekki svo auðvelt að aðlaga sig að þessari menningu komandi frá eingangraða og "kalda" Íslandi. Það voru bros á allra vörum og "small talk" í öllum búðum. Öll mín fjögur ár sem ég bjó þar þá þurfti ég varla að opna hurð sjálfur ef einhver fór inn um hana rétt á undan mér. Fólk bókstaflega beið eftir mér - haldandi hurðinni opinni fyrir manni. Og þannig gekk það koll af kolli. Á veitingastöðum hélt maður líka að þjónarnir væru að reyna að vingast við mann. Öll þessi yfirgengilega góðmennska getur verið óþægileg því maður er ekki vanur að þiggja hana, og hvað þá gefa hana sjálfur. Hvað sem því líður, þetta var fínt og fljótlega var ég sjálfur farinn að brosa til ókunnugra og tala við þá um veðrið eða leikinn í gær. Fólk hefur sagt við mig að þetta sé yfirborðskennd hegðun þeirra í Bandaríkjunum, en satt best að segja þá tek ég frekar gervibrosi heldur en engu.

Tilgangur sögunnar er sá að núna, tveimur árum eftir að ég flutti frá Suður-Karólínu þá líður varla sá dagur að ég líti ekki til baka og brosi út í annað við tilhugsunina. Ég er ekki einn úti í geimnum núna eða neitt slíkt, en staðreyndin er sú að þegar maður venst lifnaðarháttum og venjum þeirrar menningar sem maður býr í þá mótast maður eftir því. Daglegt líf í Suður-Karólínu svo sem að fara í banka eða fara út í búð varð einhvern veginn auðveldara og skemmtilegra. Þegar fólk brosir til þín þá ertu líklegri til að brosa til baka. En það þarf einhvern til þess að knýja fram brosið, einhver þarf að stíga fram og láta ljós sitt skína. Eftir að hafa búið þar í nokkurn tíma þá brosti ég til fólks óháð hvort það brosti til baka eður ei, en lang oftast kom bros til baka. Þannig að það var nokkuð öruggt að ég myndi fá bros til baka - sem er mjög góður díll! Þetta er ekkert annað en lærð hegðun. Ástæðan fyrir þessu er að annað hvort kreisti mitt bros þeirra bros fram eða þau ætluðu hvort sem er að brosa líka en ég var hreinlega á undan! Hvort sem það var, þá skiptir það ekki máli. Fólki fer ósjálfrátt að líða betur í kringum þig ef þú brosir. Og því fleiri sem gera það því auðveldara verður þetta. Þetta eru vísindin bakvið öll brosandi andlitin í Suður-Karólínu. Það sem þú gefur af þér færðu til baka, þannig virkar það. Engar undantekningar.

Ekki bíða alltaf eftir því að einhver annar hughreysti þig eða brosi til þín fyrst til þess að þér líði betur. Þegar mig langar ekki að brosa en einhver önnur manneskja brosir til mín þá líður mér strax betur, jafnvel þótt ég sýni það ekki. Ég geri ráð fyrir því að það sama gildi um aðra. Á endanum erum við öll ábyrg fyrir því að vera smiler og gefa af okkur og gera heiminn betri, því það er mjög erfitt að vera góður og sýna kærleik þegar maður fær það aldrei til baka. Þetta er keðjuverkun. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir því að bros og kærleikur er ókeypis fjárfesting sem ávaxtar mjög vel, því meiri hamingja verður til í þessum heimi sem við lifum í :)

Birgir SverrissonNo comments: