Tuesday, September 17, 2013

WHAT IF MONEY GREW ON TREES? - smilerstory Geggu


                                                      WHAT IF MONEY GREW ON TREES?

What would it be like to own a money tree? How would life be if you only had to go to your backyard and pick up a few bills and go to the next store? It would most likely be effortless but rid of excitement and fun challenges. The mind would be of little use and perhaps little progress would be made in many fields... Or would we still continue to innovate and run businesses if we did not get anything in return?

I often contemplate what I like to do… and what it is that drives me in doing what I do. Is it hope of financial gain or gain in better and more fun experiences? How do I prioritize?

Aristotle once said that man’s only purpose was to find and experience HAPPINESS! According to that, most of the things I should do or even all of them should give me more happiness. Therefore, I should work at something that I love… and I would even do it for free for that matter!  I am so lucky that is exactly what I am doing. I love my job and have passion for it. I am an entrepreneur and can often simply forget myself in eagerness... sometimes even forget to eat.. and sleep enough, not that I recommend it.

Smiler, a product of mine, recommends that we work towards our dreams and points out that those who do that are healthier and live longer than the ones that don’t do it!


P.S. Indeed I have my own “money tree” that I tend to lean up against and ask for help when I am already tired of eating oatmeal for every meal… I recommend that everyone finds their own money tree!HVAÐ EF PENINGAR YXU Á TRJÁM ?

Hvernig skyldi vera að eiga peningatré? Hvernig væri lífið ef maður þyrfti bara að kíkja út í garð - tína nokkra seðla – og skunda svo í næstu búð? Það væri sennilega áreynslulítið... en gæti orðið steindautt af allri spennu og skemmtilegum áskorunum. Lítið þyrfti að nota hugann og kannski myndu litlar framfarir verða á ýmsum sviðum... eða myndum við halda áfram að skapa nýjungar og reka verslanir ef við þyrftum ekkert kaup?

Ég velti oft fyrir mér hvað mér finnst skemmtilegt að gera ... og hvað það er sem drífur mig áfram í að gera það sem ég geri. Er það von um fjárhagslegan hagnað eða hagnað í betri og skemmtilegri upplifunum. Hvernig forgangsraða ég?

Aristoteles sagði á öldum áður að eini tilgangur mannsins væri að finna og upplifa HAMINGJU! Samkvæmt því þá ætti flest ef ekki allt sem ég geri að geta mögulega stuðlað að meiri hamingju hjá mér.  Ég ætti því ef vel á að fara að starfa við vinnu sem ég elska að vinna... myndi vinna við hana kauplaust ef út í það færi! Ég er svo asskoti heppin að ég geri ákkurat það. Ég elska vinnuna mína og hef ástríðu fyrir henni. Ég er frumkvöðull og get oft hreinlega gleymt mér í ákefð... gleymi jafnvel stundum að borða... og sofa nóg... ekki það að ég mæli með því.

Smiler, sem er mín hugarsmíð, mælir einmitt með að við sinnum draumum okkar og bendir á að þeir sem gera það eru heilsuhraustari og lifa lengur en hinir sem gera það ekki!


P.S. Ég á mitt “peningatré” sem ég halla mér gjarnan upp að og bið um aðstoð þegar ég er orðin leið á að borða hafragraut í öll mál... mæli með að allir finni sér eitt slíkt!

Gegga
No comments: