Tuesday, October 1, 2013

INDIA - HERE WE COME!

 

                                                           INDIA - HERE WE COME!

I am in the “zone” nowadays, mainly because I am on my way to India with my creator Gegga. We are going to meet some wonderful young women who are indeed rarely seen heroes.

Those Indian women are the victims of acid attacks that have changed their looks quite a lot and sometimes enough so that others become afraid of them. Their pain is not only limited to the physical side, but also because of being rejected and helplessness because of almost no support from society. It must be terrible loneliness that is associated with being excluded from everything.

These women are however enormous SMILERS because they do not let others take the joy, courage and love from their hearts.

Gegga and me are going to have the honor to assist them to strengthen them mentally and financially with hosting a workshop and monetary gifts – with profits made from the sale of me!

We will also be traveling along with two other heroes from Iceland, Bjarney Ludviksdottir and Lina Thoroddsen who are working on a documentary film about these girls.


This trip will be “tough” because Gegga usually want to have it comfortable around her and is not a big fan of bugs, exotic food and neither heat nor humidity. If Gegga “bails” then I probably have to squeeze myself in between her lips and remind her why she created me ... to SMILE FIVE TIMES A DAY WITHOUT A REASON! 

It’s all about attitude! Right?INDLAND - HERE WE COME!

Ég er heldur betur í essinu mínu þessa dagana... er nefnilega á leið til Indlands á næstunni með Geggu, skapara mínum. Við ætlum að hitta yngismeyjar sem eru þvílíkar hetjur að leitun er eftir öðrum eins.

Þessar indverksku dömur eru þolendur grimmilegs sýruofbeldis  sem hefur breytt útliti þeirra allverulega og stundum það mikið að aðrir verða hræddir við þær. Sársauki þeirra er ekki bara vegna líkamlegra áverka, heldur ekki síst vegna höfnunar annarra og bjargleysis vegna nánast engrar aðstoðar frá þjóðfélaginu. Það hlýtur að vera hræðilegur einmanaleiki sem fylgir því að vera útskúfað.

Þessar stúlkur eru samt miklir SMILERAR því þær leyfa engum að stela gleðinni, kjarkinum og kærleikanum úr hjörtum þeirra.

Við Gegga ætlum að njóta þess heiðurs að fá að aðstoða þær og styrkja þær andlega og efnislega með vinnustofu og peningjagjöf til þeirra – með ágóða af sölunni á mér!

Ég og Gegga verðum í bandalagi með tveimur öðrum hetjum frá Íslandi, þeim Bjarney Lúðvíksdóttur og Línu Thoroddsen, en þær eru að vinna að heimildarmynd um stúlkurnar.

Þessi ferð verður “töff” því Gegga vill helst hafa pínu mikið notalegt í kringum sig og er hvorki hrifin af skordýrum, skrítnum mat, né hita og raka. Ef Gegga guggnar þá verð ég  sennilega að troða mér á milli munnvika hennar og minna hana á hvers vegna hún skapaði mig... til að BROSA FIMM SINNUM Á DAG ÁN ÁSTÆÐU! 

Allt snýst um viðhorf! Ekki satt?

No comments: