Tuesday, October 8, 2013

"smilerstory" from Kristinn


                                                         COUNTLESS GIFTS !

Coming to terms with an inability in one’s life can often lead to an internal struggle in a person, a struggle that can prove costly, physically and spiritually. At 23 years old I had to admit that I had lost control of my life, the reason being dependence to alcohol and other mind altering drugs. In a few short years I had lost most of my friends, my family’s trust, and even the will to live. My addiction had gotten the best of me and the only thing left for me to do was giving up. To my surprise, giving up was the best decision I could have taken. Seeking help for my problems, keeping an open mind and having the will to work for a better life has completely turned my life around. 

The gifts that I have received in 3 short years are countless, the trust of my family, a higher education, a healthy relationship and a connection to a higher power, to mention a few. But the most important gift I have gotten is probably the ability to meet each new day with a smile.

Giving up and letting go has allowed me to rebuild my life the way I always wanted to live it, and by doing that, snatching victory from the jaws of defeat. One day at a time. ÓTELJANDI GAFIR! 

Að sætta sig við eigin vanmátt getur valdið gífurlegri togstreitu innra með manni, togstreitu sem getur reynst dýrkeypt, bæði fyrir líkama og sál. 23 ára að aldri var ég að viðurkenna að ég hafði misst stjórn á eigin lífi vegna fíknar minnar á áfengi og öðrum fíkniefnum. 
Á fáeinum árum hafði mér tekist að missa flesta vini mina, traust fjölskyldu minnar og jafnvel lífslöngunina. Fíkn mín hafði sigrað mig og það eina sem ég átti eftir var uppgjöfin. Mér til furðu var það einmitt uppgjöfin sem reyndist lífsbjörgin mín. Með því að leita hjálpar við vandamálum mínum, að halda huganum opnum fyrir nýjum hugmyndum og vilja til þess að vinna í átt að betra lífi hefur mér tekist að breyta lífi mínu til batnaðar.

Gjafirnar sem ég hef öðlast á 3 stuttum árum eru fleiri en ég fæ talið, traust fjölskyldu minnar, háskólamenntun, heilbrigt samband og tengsl við æðri mátt standa þar framarlega. Stærsta gjöfin er þó sennilega sú að geta mætt hverjum nýjum degi með bros á vör.


Að gefast upp og sleppa takinu hefur gefið mér tækifæri til að byggja líf mitt upp að nýju, á þann hátt sem ég hef alltaf viljað lifa því, og með því tókst mér að snúa ósigri mér í hag. Einn dag í einu.

Kristinn Marinósson


No comments: