Tuesday, December 3, 2013

A LITTLE STORY OF A BALD SPOT


                                      A LITTLE STORY OF A BALD SPOT 

Sadly, the answers to our prayers do not always arrive in shiny packages.
There was a time when I had a note stuck up on my kitchen wall with the words: “I eat wholesome, nutritious food.” Yet I did not do that at all – not then, and not for a long time afterwards. I was careless, I did not feel like changing my ways... and I forgot about the note.

One day I was sitting at my hairdresser’s having my hair done, when she suddenly jolted. She had found a bald spot – more than one, in fact, on my pretty head. I was able to smile a sincere smile and to give thanks for this kick in the butt that my higher power was giving me. I knew my prayers were being answered (in an extreme fashion, mind you) because I am vain and could never accept going bald – in fact, I would do anything to avoid it!

I quickly booked an appointment with a nutrition guru who measured my physical condition using a variety of magical devices. The result was not pretty. Nutritionally I was dry as a desert and my body was literally starving for vitamins. A completely absurd condition, considering that I was living in a country with vast abundance in all things, not to mention
the best water in the world… which moreover is free! 
The evening before this shocking discovery, I had by complete chance been to a sales demonstration of a fascinating gadget that was supposed to smooth wrinkles, rejuvenate the skin, and stimulate hair growth. That evening I had no use for such a device, which cost an arm and a leg. The following day, however, I desperately needed it, and decided to splurge. I made a decision that six weeks hence, all signs of balding would be gone. To emphasise this I drew a circle (a face with a lot of hair) around a specific date on the calendar. I subsequently pumped my system with healthy foods, drank copious amounts of water, and systematically applied the magic gadget to the bald spots.

Exactly six weeks later I sat in the hairdresser’s chair once more... and witnessed her amazement. Where before there had been barrenness, there was now a dense growth of hair. Yes – out of the greatest desperation, miracles are born.

Today, much later, I realize that I keep my storage of vitamins, along with the delicious wholesome crackers that I now bake regularly, on the kitchen table, right beneath the place where the aforementioned not is stuck to the wall. Thank goodness for the bald spot.

(From the book: Smiler can change it all )                                               SÚRSÆT SKALLASAGA 

Ekki berast öll bænasvör á silfurfati – því miður.
Eitt sinn límdi ég miða á eldhúsvegginn hjá mér sem á stóð: „Ég borða næringarríka og holla fæðu“ – sem ég gerði alls ekki – hvorki þá né lengi á eftir. Ég var kærulaus, nennti ekki að taka mig á og gleymdi miðanum.

Einn dag sem oftar sat ég í stólnum hjá klippidömunni minni, þegar hún fékk áfall. Hún fann skallablett og það fleiri en einn, á mínu fagra höfði. Mér tókst að brosa
– af einlægni og þakka fyrir þetta spark frá almættinu. Ég vissi að það var verið að svara bænum mínum (harkalega að vísu) því að ég er þokkalega hégómagjörn og yrði aldrei sátt við að vera sköllótt – myndi gera hvað sem er til að forðast það!

Ég pantaði með hraði tíma hjá gúrú í næringarfræðum, sem mældi líkamsástand mitt með nútímagaldratækjum. Niðurstaðan var miður falleg. Ég var bókstaflega í svelti, skorti flest vítamín og var þurr sem eyðimörk. Ótrúlega fáránlegt ástand í landi allsnægta og besta vatns í heimi... sem er í ofanálag ókeypis! Kvöldið fyrir áfallið hafði ég fyrir einskæra tilviljun (sem er ekki til) mætt á sölukynningu á merkilegu töfratæki sem átti samkvæmt sögn að slétta úr hrukkum, endurnýja húð og örva hárvöxt. Það kvöld hafði ég ekkert við slíkan grip að gera, enda kostaði hann formúu. Nú þurfti ég nauðsynlega á honum að halda og splæsti í tækið.
Ég ákvað að sex vikum síðar yrðu öll skallamein horfin og því til staðfestingar teiknaði ég hring (andlit með mikið hár) utan um ákveðna dagsetningu á dagatalinu. Í framhaldinu dældi ég í mig heilsufæði, vökvaði mig ríkulega og notaði töfratækið kerfisbundið á skallablettina.

Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, nákvæmlega sex vikum síðar sat ég aftur í stól klippidömunnar... og henni brá – ótrúlega þéttur nýgræðingur hafði orðið á fyrrum berangri.
Já – kraftaverk berst, þegar neyðin er mest. Það er sennilega engin tilviljun, en ég áttaði mig á því löngu síðar, að á eldhúsborðinu undir veggnum með miðanum góða geymi ég lagerinn minn af vitamínum, ásamt ljúffenga heilsukexinu sem ég baka nú reglulega – þökk sé skallanum.

( Úr bókinni Smiler getur öllu breytt )No comments: