Tuesday, December 10, 2013

WHAT KIND OF GIFT IS HIDDEN WITHIN THE SITUATION WHERE MY PANTS ARE TORN?WHAT KIND OF GIFT IS HIDDEN WITHIN THE SITUATION WHERE MY PANTS ARE TORN?

Me and Gegga had an exciting day today. We visited an elementary school and had a conversation with youngsters from age 14 -16. One of the biggest dreams of Gegga was to visit schoolchildren and introduce them to me… so I remind you that dreams often come true!

Gegga told the youngsters that there is a hidden GIFT IN  EVERYTHING... even when your favorite pants get holes in them. One of the girls had a problem understanding it and asked how come that could be true? Gegga didn’t hesitate with an answer; She tripped over herself this past summer and her brand new pants tore – and they were quite expensive. They were nonetheless usable still.

Later Gegga was walking by the store that sold the pants and thought about the incident and how nice it would be to have new ones... without thinking about buying at that time. She looked inside though, and came across the same pants and now on sale! Now Gegga has two nice pants of the same kind and doesn’t have to spare them!

However, best of all is to realize that we are the ones that decide what the gift is at each time. With our free will we create our future; new pants, appreciation for not having broken a leg when tripping, appreciation for just having legs to put the pants on... the possibilities are endless.
HVER ER GJÖFIN Í ÞVÍ EF BUXURNAR MÍNAR RIFNA? 

Ég og Gegga áttum spennandi dag í dag. Við heimsóttum skóla og áttum spjall við hóp af  14 – 16 ára unglingum. Einn af stóru draumum hennar Geggu var einmitt að heimsækja skólakrakka og kynna mig – Smiler - fyrir þeim.... svo ég minni nú á að draumar rætast ansi oft!

Gegga talaði m.a. um að það FELIST GJÖF Í ÖLLU... jafnvel þegar uppáhaldsbuxurnar okkar rifna. Ein stúlknanna átti erfitt með að skilja það og spurði þvi hvernig það mætti vera? Gegga var ekki lengi að svara: Hún datt nefnilega á hausinn í sumar og það kom smá gat á nýju flottu buxurnar hennar – sem höfðu verið ansi dýrar. Þær voru nú samt alveg brúklegar áfram.

Þó nokkru eftir óhappið átti Gegga leið fram hjá versluninni sem seldi buxurnar og varð hugsað til þess hve gaman væri nú að eiga einar heilar – stóð samt ekki til að splæsa í nýjar. Hún kíkti inn og viti menn, buxurnar voru enn til og nú á dúndurútsölu! Svo nú á Gegga tvennar æðislegar buxur og þarf ekkert að spara notkunina.

Best af öllu er þó að hafa í huga að það erum við sjálf sem ákveðum hver gjöfin er hverju sinni – með okkar frjálsa vilja sköpum við áframhaldið; nýjar buxur, þakklæti fyrir að hafa ekki fótbrotnað í fallinu, þakklæti fyrir að hafa yfirhöfuð fætur til að troða í buxnaskálmar... möguleikarnir eru endalausir.No comments: