Tuesday, March 25, 2014

SMILER IN A NEW UNIFORM

                                                       SMILER IN A NEW UNIFORM


Put some color into your life... with your dreams.

I, Smiler himself, celebrate new innovation and show myself in all kinds of colors these days. I’m stepping out in yet another brand new version of myself, I want to be realistic and know that life is best when it is colored.

Few things are as important as accepting and appreciating diversity. Each one of us has our own characteristics, in terms of looks, opinions, behavior, humor and taste. The world needs all our dreams (aside from dreams that are based on ego and fear and terminate and hurt – and yes some people have such dreams).

Could be a little tiring if everyone was the same and no diversity.

Would it be fun to go to a concert where there was only one instrument for two hours? Perhaps not. Well, or go to a party where everyone was dressed alike and said the same joke? What if everyone was like you? What if all women had a crush on the same guy and vice versa? Would it be good if all politicians had the same opinion? And all restaurants offered the same dish?

It is diversity that gives life meaning!

The beauty and specialty of each and everyone multiplies when they can flourish in collaboration with others – like when instruments are finely tuned to play together, although you can distinguish between them.

I, Smiler, now offer myself in color and you are invited to come and adore my colorfulness in Listflettan at Laugavegur 1 (in Reykjavik) in Design March, between 27th -30th of March.
SMILER Í NÝJUM BÚNING
Litaðu líf þitt... með draumum þínum.

Ég, Smiler sjálfur, fagna nýrri sköpun og sýni mig þessa dagana í öllum regnboganslitum.  Stíg fram í enn einni útgáfu af sjálfum mér. Ég vill vera raunsær og veit að lífið er best í lit  - enda fátt sem er svart/hvítt nema þá  manngerðar ljósmyndir. 

Fátt er eins mikilvægt og að viðurkenna og kunna að meta fjölbreytileika. Hvert og eitt okkar hefur sín sérkenni; í útliti,  skoðunum, hegðun, húmor og smekk. Heimurinn þarf á öllum draumum okkar að halda (undanskil þá sem byggja á EGOI og ótta og tortíma og skaða - og jú, suma dreymir þannig drauma).
 
Gæti orðið ansi þreytandi ef allir væru eins og engin fjölbreytni væri til.
Væri gaman að fara á tónleika þar sem bara eitt hljóðfæri í hljómsveitinni spilaði í heila tvo klukkutíma? Nú eða vera í partý þar sem allir væru eins klæddir og segðu sama brandarann.  Allir væru eins og þú? Allar konur væru skotnar í sama manninum og allir menn í sömu konunni? Væri gott ef allir stjórnmálamenn væru á sömu skoðun? Og allir matsölustaðir biðu upp á sama “besta” réttinn?

Það er fjölbreytileikinn sem gefur lífinu lit!!

Fegurð og sérstaða hvers og eins margfaldast líka þegar hún fær að njóta sín í samspili með öðrum – líkt og þegar öll hljóðfærin í hljómsveitinni spila saman, en þú greinir samt hljóðið í hverju og einu þeirra.

Ég, Smiler, býð nú upp á mig í lit og þér er boðið að koma og dást að litríki mínu í Listfléttunni Laugavegi 1 (Reykjavik) á Hönnunarmars 27- 30. Mars.


Hug and a smileTuesday, March 18, 2014

THE JOURNEY smilerstory from Ingólfur Harðarson
                                               THE JOURNEY
„The child within me must be able to trust me, in the now, to handle its problems. It needs to see and trust that I can handle what is buried within. That I can resolve what happened to it, deliver it through pain and set it free. I know that it loves me and has protected me all these years, otherwise it would have told me what happened to it a long time ago. I will do my best to be capable to deal with its story and set it free from pain. I will show it the same love as it has shown me. There is a solution to everything.“

Life is an amazing journey. All of us are really looking for love in our lives. We are always trying to be better, have more, feel better, more than last year, more than the others, more than that guy.... We fill ourselves with something that we feel is right and good for ourselves. What we choose has a different effect in our lives. We are always doing our best, every time, always. Our capabilities and abilities is just different every step of the way.
I was disconnected from myself and it didn't really matter what I put into my life. I had nothing to compare it to because I didn't know what to compare it to. I was lost... I borrowed other people‘s judgements because mine was lost. I didn't know how to feel because I didn't feel myself. I kept going and going, trying this and that...some things worked, others didn't... didn't give me the love that I was looking for...didn't feed my heart... Then one day I figured out that I was looking for myself because the other things didn't work, gave me nothing because I was nothing without myself.
In fact I was looking for myself, looking for a place I belonged because I didn't belong with me. My subconscious kept me going and I didn't know... I was in fact lost, searching for myself. My subconscious was good enough to send me here and there. I found a place and matured there a little bit. When I couldn't mature more there, it sent me some place else. Little by little I matured more and found myself piece by piece. I realized that every place, every person, every life has a meaning. We are always giving others gifts of maturity, developing each other, become more and better than yesterday. Sometimes the gifts are a little bit strange, the packaging complex, hurt you, cut you, almost break you because of their weight, but they always have a purpose...a new vision, new depth, new growth, a new life, bigger than it was yesterday. My life is always brimming with the rest of my life.... this morning, during lunch... tonight I fall asleep and can‘t drink more, I am alive... I have drained yesterday‘s cup and it will never fill up again... but tomorrow I will get a new filled cup. In fact the only option that I have is to enjoy the rest of my life... one day at a time....

From the book Von - Frelsi frá ofbeldi (meaning Hope - freedom from violence)


 FERÐALAGIÐ

„Barnið sem er grafið innra með mér þarf að geta treyst mér, í núinu, til að fara með þess mál. Það þarf að fá að sjá og treysta því að ég geti höndlað það sem er grafið innra með því. Að ég  geti unnið úr því sem henti það, komið því út úr sársaukanum og veitt því frelsi. Ég veit að það elskar mig og hefur verndað mig öll þessi ár, annars væri það búið að segja mér hvað kom fyrir það fyrir löngu. Ég ætla að gera mitt besta til að verða fær um að taka við sögu þess og veita því frelsi frá sársaukanum. Ég ætla að sýna því sömu ást og það hefur sýnt mér. Það er til lausn á öllu.“
Lífið er stórbrotið ferðlag. Við erum öll í raun að leita að kærleika fyrir okkar líf. Við erum alltaf að reyna að hafa það betra, hafa meira, líða betur, meira en í fyrra, meira en hinn, meira en þessi... Við fyllum okkur af einhverju sem við teljum rétt og gott fyrir okkur. Hvað við veljum hefur misjöfn áhrif inn í okkar líf. Við erum alltaf að gera okkar besta, í hvert skipti, alltaf. Okkar færni og geta er bara mismunandi á hverjum tíma.
Ég var aftengdur mér, það skipti í raun engu máli hvað ég setti inn í mitt líf. Ég hafði ekkert til að máta það við, því ég vissi ekki hvað ég átti að máta það við. Ég var týndur... ég fékk lánaðar dómgreindir af því að mín var týnd. Ég vissi ekki hvað mér átti að finnast, af því að ég fann mig ekki. Ég hélt áfram og áfram, prófaði þetta og hitt... sumt virkaði, annað ekki... gaf mér ekki þann kærleik sem ég var að leita að... nærði ekki hjarta mitt... einn daginn áttaði ég mig á því að ég var að leita að mér, hitt virkaði ekki, gaf mér ekkert... ég er ekkert án mín.
Í raun var ég að vafra um að leita að mér, að stað þar sem ég átti heima, af því að ég átti ekki heima hjá mér. Undirmeðvitundin rak mig í raun áfram, ég áttaði mig ekki á því... ég var í raun áttavilltur, týndur í leit að sjálfum mér. Undirmeðvitundin var svo góð að senda mig hingað og þangað. Ég fann stað og tók út einhvern þroska þar. Þegar ég náði ekki meiri þroska þar fyrir mig, þá sendi hún mig annað. Tók inn meiri þroska og smátt og smátt fann ég mig. Ég áttaði mig á því að hver staður, hver einstaklingur, allt líf hefur tilgang. Við erum stanslaust að gefa öðrum þroskagjafir, stækka hvort annað, verða meiri og betri en í gær. Stundum eru gjafirnar svolítið skrýtnar, umbúðirnar flóknar, meiða mann, skera mann, togna mann út af þyngslum sínum... en það er alltaf tilgangur með þeim... ný sýn, ný dýpt, nýr þroski, nýtt líf... stærra en það var í gær... glasið mitt er alltaf stútfullt af restinni af mínu lífi... í morgun, í hádeginu, í kvöld, ég sofna, meira fæ ég ekki þann daginn, ég er lifandi... það er búið að tæma úr glasi gærdagsins og það fyllist aldrei aftur... en þegar ég vakna morguninn eftir þá bíður eftir mér nýtt stútfullt glas... í raun er það eina sem ég get gert... er að eiga góða rest... einn dag í einu...

Úr bókinni Von - Frelsi frá ofbeldi
Ingólfur Harðarson

Hug and a smile
Tuesday, March 11, 2014

YES OR NO!


                                                          YES OR NO!

Never take no for an answer – unless the NO is for your own good and others’.

With that I mean of course that if you swim against the stream towards your dreams and not if you walk over people and ride roughshod over someone and that someone says “stop it”.

You should never ("never say never" is not always correct advise) give up on your dream but rather fight to the last breath.

Not everything is what it seems and it is good to know that NO is often YES in disguise.

I have gotten so many no’s in my lifetime that I couldn’t count them even if my math was twice as good as it is right now. Got yet another “no” just earlier – but decided to interpret it as another “yes”, i.e. yet another step in the right direction. God’s omnipotence is probably guiding me in another direction – the one that will benefit me the most. There are indeed gifts in all things – although they can sometimes be in quite bothering gift-wraps.

Try to recall the big no’s that you have gotten in the past five years and take a careful and honest look at where they have led you up until now!

Are you on the path that gives you joy and gives your life value?


Yes or...?JÁ EÐA NEI!

Aldrei taka nei sem gilt svar – nema NEIIÐ  sé þér og öðrum fyrir bestu.

Þá á ég að sjálfsögðu við þegar þú lendir í mótlæti á leiðinni að draumum þínum en ekki ef þú valtar yfir annan með frekju og yfirgangi og sá hinn sami segir; STOPP!

Maður ætti aldrei ("aldrei að segja aldrei" á ekki alltaf við) að gefast upp á draumum sínum og berjast til síðasta blóðdropa. 

Ekki er allt sem sýnist og gott að vita að NEI er oft JÁ í dulbúningi.

Ég hef fengið svo mörg nei um ævina að ég gæti ekki talið þau þótt ég væri helmingi betri í stærðfræði en ég er nú. Fékk áðan enn eitt "neiið" – en ákvað að túlka það sem enn eitt "jáið" þ.e. enn eitt skrefið í rétta átt. Almættið er sennilega að beina mér í aðra átt - þá átt sem verður mér til meiri farsældar.  Það eru nefnilega gjafir í öllu þótt stundum séu þær í "leiðinlegum" umbúðum.

Rifjaðu upp öll stóru neiin sem þú hefur fengið síðustu fimm árin og skoðaðu heiðarlega hvert þau hafa leitt þig!

Ertu á þeirri leið sem gefur þér gleði og gefur lífi þínu gildi?

Já eða...?Hug and a smile
Tuesday, March 4, 2014

STONE AGE STILL?


                                                                       STONE AGE - STILL?

I am not that old that I know people‘s behavior that lived on stone age. I still wonder whether, and if then, what has changed in our behaviors.

There is no question that there has been great progress in science since men were dragging women by their hair into caves. Today men would most likely use other methods since women‘s hair fashion is more ambitious nowadays not to mention the cost of dying the hair and all that comes with it.

Progress in science has been enormous – only in a few decades! All progress before that went very slowly and took thousands of years. Some say that ´aliens´ from other planets came to help, and no wonder since scientists have often been considered a little bit crazy.  All of a sudden we took a giant step forward; went to the moon, laugh with friends that are on the other side of the planet (via Skype), switch people‘s hearts and so on and so on...

It is funny however how little WE OURSELVES have developed in all these  thousands of years – and then I mean spiritually of course. Despite all this science progress, life on mother earth is what it is, a big portion of humanity is a long way from living an acceptable life and the mother itself is starting to get uncomfortable.

Many people still seem to believe in individualism, fear that the neighbour is not trustworthy and everything becomes materialistic. People still use bats and weapons of all kinds and sizes... that are also much more dangerous than those that were used back in the day.

I often asked myself what it takes, so we realize that we are not only just body and mind and that a good life is not only about power and materialistic quality – the happiness comes from within. We are all godly souls which are pure love and kindness in their nature. Our creativity always thrives best when we act in everyone‘s best interest.

Let‘s stop playing dinosaur; let‘s break up our stone hearts and old thinking patterns – preferbly crumble them – and then reassemble them and glue them together with love.


... And always remember that WE ARE ALL ONE!


STEINÖLD - ENNÞÁ ?

Ég er nú ekki svo gamall að ég þekki af eigin raun háttsemi fólks sem var uppi á steinöld.  Velti því samt fyrir mér hvort, og þá hvað hafi breyst í háttalagi okkar síðan þá.

Ekki skal um það deilt að tækniframfarir hafa orðið þó nokkrar síðan menn drógu konur á hárinu inn í hella. Í dag myndu menn að öllum líkindum nota aðrar aðferðir enda mikið lagt upp úr hártísku kvenna og kostnaður töluverður í klippingu og litun. 

Tæknilegar framfarir hafa orðið gífurlegar – á örfáum áratugum! Allar framfarir þar á undan gengu mjög hægt og tóku árþúsundir. Sumir vilja meina að “geimverur” frá öðrum hnöttum hafi komið til hjálpar, enda vísindamenn oft taldir skrýtnir fuglar.  Snögglega tökum við risastökk fram á við; förum til tungslins, hlæjum framan í vini hinum megin á hnettinum (á skype), skiptum um hjörtu í fólki og ég veit ekki hvað og hvað... 

Það er því merkilegt hve VIÐ SJÁLF höfum lítið þroskast á öllum þessum árþúsundum – og þá meina ég á andlega sviðinu.  Þrátt fyrir allar þessar tækniframfarir þá er lífið á móður jörð eins og það er,  stærsti hluti mannkyns langt frá því að lifa mannsæmandi lífi og  móðurinni sjálfri farið að líða illa.
Margir virðast enn trúa stíft á einstaklinghyggjuna, óttast að náunganum sé ekki treystandi og allt verður kaup kaups.  Menn nota enn kylfur og vopn af ýmsum stærðum og gerðum... sem eru mun hættulegri en þau sem voru brúkuð á steinöld.

Spyr mig oft hvað þarf til, til að við áttum okkur á að við erum ekki bara líkami og hugur og að gott líf snýst ekki um völd og efnisleg gæði – hamingjan kemur jú innan frá. Við erum öll guðdómlegar sálir sem eru tengdar og eru í eðli sínu kærleikur og gleði. Sköpunarkraftur okkar nýtur sín alltaf best þegar við framkvæmum heildinni til heilla.

 Hættum að leika risaeðlur; brjótum upp steinhjörtu okkar og gömul hugsanamynstur - helst í mylsnur - pússlum þeim svo upp á nýtt og límum saman með kærleika.

...Og munum alltaf að ÖLL ERUM VIÐ EITT!


Hug and smile