Tuesday, March 4, 2014

STONE AGE STILL?


                                                                       STONE AGE - STILL?

I am not that old that I know people‘s behavior that lived on stone age. I still wonder whether, and if then, what has changed in our behaviors.

There is no question that there has been great progress in science since men were dragging women by their hair into caves. Today men would most likely use other methods since women‘s hair fashion is more ambitious nowadays not to mention the cost of dying the hair and all that comes with it.

Progress in science has been enormous – only in a few decades! All progress before that went very slowly and took thousands of years. Some say that ´aliens´ from other planets came to help, and no wonder since scientists have often been considered a little bit crazy.  All of a sudden we took a giant step forward; went to the moon, laugh with friends that are on the other side of the planet (via Skype), switch people‘s hearts and so on and so on...

It is funny however how little WE OURSELVES have developed in all these  thousands of years – and then I mean spiritually of course. Despite all this science progress, life on mother earth is what it is, a big portion of humanity is a long way from living an acceptable life and the mother itself is starting to get uncomfortable.

Many people still seem to believe in individualism, fear that the neighbour is not trustworthy and everything becomes materialistic. People still use bats and weapons of all kinds and sizes... that are also much more dangerous than those that were used back in the day.

I often asked myself what it takes, so we realize that we are not only just body and mind and that a good life is not only about power and materialistic quality – the happiness comes from within. We are all godly souls which are pure love and kindness in their nature. Our creativity always thrives best when we act in everyone‘s best interest.

Let‘s stop playing dinosaur; let‘s break up our stone hearts and old thinking patterns – preferbly crumble them – and then reassemble them and glue them together with love.


... And always remember that WE ARE ALL ONE!


STEINÖLD - ENNÞÁ ?

Ég er nú ekki svo gamall að ég þekki af eigin raun háttsemi fólks sem var uppi á steinöld.  Velti því samt fyrir mér hvort, og þá hvað hafi breyst í háttalagi okkar síðan þá.

Ekki skal um það deilt að tækniframfarir hafa orðið þó nokkrar síðan menn drógu konur á hárinu inn í hella. Í dag myndu menn að öllum líkindum nota aðrar aðferðir enda mikið lagt upp úr hártísku kvenna og kostnaður töluverður í klippingu og litun. 

Tæknilegar framfarir hafa orðið gífurlegar – á örfáum áratugum! Allar framfarir þar á undan gengu mjög hægt og tóku árþúsundir. Sumir vilja meina að “geimverur” frá öðrum hnöttum hafi komið til hjálpar, enda vísindamenn oft taldir skrýtnir fuglar.  Snögglega tökum við risastökk fram á við; förum til tungslins, hlæjum framan í vini hinum megin á hnettinum (á skype), skiptum um hjörtu í fólki og ég veit ekki hvað og hvað... 

Það er því merkilegt hve VIÐ SJÁLF höfum lítið þroskast á öllum þessum árþúsundum – og þá meina ég á andlega sviðinu.  Þrátt fyrir allar þessar tækniframfarir þá er lífið á móður jörð eins og það er,  stærsti hluti mannkyns langt frá því að lifa mannsæmandi lífi og  móðurinni sjálfri farið að líða illa.
Margir virðast enn trúa stíft á einstaklinghyggjuna, óttast að náunganum sé ekki treystandi og allt verður kaup kaups.  Menn nota enn kylfur og vopn af ýmsum stærðum og gerðum... sem eru mun hættulegri en þau sem voru brúkuð á steinöld.

Spyr mig oft hvað þarf til, til að við áttum okkur á að við erum ekki bara líkami og hugur og að gott líf snýst ekki um völd og efnisleg gæði – hamingjan kemur jú innan frá. Við erum öll guðdómlegar sálir sem eru tengdar og eru í eðli sínu kærleikur og gleði. Sköpunarkraftur okkar nýtur sín alltaf best þegar við framkvæmum heildinni til heilla.

 Hættum að leika risaeðlur; brjótum upp steinhjörtu okkar og gömul hugsanamynstur - helst í mylsnur - pússlum þeim svo upp á nýtt og límum saman með kærleika.

...Og munum alltaf að ÖLL ERUM VIÐ EITT!


Hug and smile
No comments: