Tuesday, April 15, 2014

BEYOND ALL HOPE - smilerstory from Katrín Björk
                                                             BEYOND ALL HOPE

For little over 7 years ago me and my husband finally became parents. It took us 5 years to reach this goal. We had been through three ICSI were I became pregnant after the first one. But I had a miscarriage. In our third ICSI circle we had to switch to donor sperm. Most of us expect to become parents and this battle is very hard, when you see people constantly take your place in the line, even people that wasn't trying to have a baby.

We were very absent minded people when we walked out from the doctor, after the first ultrasound. We had had two embryos transferred that had been frozen, and were now expecting triplets! Later we found out that we were expecting identical boys and a girl.
Before the pregnancy was half way through, we found out there was a problem called Twin-to-Twin transfusion Syndrome. My identical boys shared a placenta and now one got almost all of the blood flow and the other almost nothing. This meant a trip to Belgium for a laser surgery on the placenta. The surgery went well but shortly after we came home both of the boys had a growth inhibition. 
A few weeks post surgery one boy had water around his heart. That meant that this could go either way. I decided to not worry beforehand, but rest a sure that I would get three healthy children in my arms. Two weeks later the little heart had stopped beating. I concentrated on the fact that I still carried two children that where alive, along with the deceased one. The positive thing about my little boys death is that his brother started growing normally. They where all born four weeks later, three months premature. We had finally become parents, but our babies were very tiny and the next step was a long time in the NICU, but it was a time without any major crisis. They are now active elementary school kids, which are very clear about the fact that they are triplets, even though the third brother is absent.

Little over three years later I became pregnant again. This time I became pregnant after IUI (then the fertilization happens within the body) with sperm from the same donor that was used for the older kids. It was a multiple pregnancy again but this time only with twins. That pregnancy was wonderful and a boy and a girl where born after 39 weeks. These children would probably not exist if their brother had lived. 

I still have trouble believing that I carried five children in two pregnancies and that we have four active children, who give us so much each and every day.FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM

Fyrir rúmum 7 árum síðan urðum ég og eiginmaður minn loksins foreldrar. Það hafði tekið 5 ár að ná þessum áfanga. Við höfðum farið í þrjár smásjárfrjóvganir, þar sem ég varð ólétt eftir fyrstu meðferðina sem endaði í fósturláti. Svo var skipt í gjafasæði í þriðju meðferðinni. Við göngum langflest út frá því að verða foreldrar og þessi barátta er lýjandi, þegar maður horfir á hverja manneskjuna á fætur annarri fara fram fyrir mann í röðinni, jafnvel án þess að hafa nokkuð verið að reyna að eignast barn.

Við vorum heldur betur utanvið okkur þegar við gengum út frá læknisstofunni eftir fyrstu sónarskoðunina. Eftir uppsetningu tveggja frystra fósturvísa áttum við von á þríburum! Síðar kom í ljós að þetta voru eineggja strákar og ein stelpa.
Áður en meðgangan var hálfnuð kom í ljós að upp var komið vandamál hjá strákunum, en þar sem þeir voru eineggja deildu þeir fylgju. Annar fékk megnið af blóðflæðinu og hinn nánast ekki neitt. Þetta þýddi ferð til Belgíu í lazeraðgerð á fylgjunni. Aðgerðin gekk vel en fljótlega eftir heimkomu fór að bera á vaxtarskerðingu hjá þeim báðum. Nokkrum vikum eftir aðgerð kemur í ljós vatn í kringum hjartað hjá öðrum þeirra. Þarna gat brugðið milli beggja vona. En ég ákvað að fara ekki að hafa áhyggjur fyrirfram, heldur ganga út frá því að ég fengi þrjú heilbrigð börn í fangið. Eftir tvær vikur var litla hjartað hætt að slá. Ég gekk þó enn með tvö lifandi börn ásamt því látna og ég einbeitti mér að þeirri staðreynd. Það jákvæða var að við lát litla guttans míns fór bróðir hans að stækka eðlilega. Þau fæddust öll fjórum vikum seinna, þremur mánuðum fyrir tímann. Við vorum orðnir foreldrar en börnin okkar voru pínulítil kríli og við tók langur og strangur tími á vökudeildinni, án stóráfalla þó. Þau döfnuðu vel og eru núna hressir skólakrakkar, sem eru með það alveg á hreinu að þau eru þríburar þó þriðja bróðurinn vanti.

Rúmum þremur árum síðar varð ég ólétt aftur. Sú ólétta kom eftir tæknisæðingu (þá á frjóvgunin sér stað innan líkamans) með sæði frá sama gjafa og hafði verið notaður þegar eldri börnin urðu til. Aftur voru það fjölburar en einungis tvíburar í þetta sinn. Sú meðganga gekk frábærlega og drengur og telpa fæddust fullburða eftir 39 vikna meðgöngu, sem hefðu líklega ekki orðið til, hefði bróðir þeirra lifað. 

Ég stend sjálfa mig enn í dag að því að eiga bágt með að trúa að ég sé virkilega búin að ganga með fimm börn í tveimur meðgöngum og að við séum með fjögur hress börn hjá okkur, sem gefa okkur svo mikið á hverjum degi.

Katrín Björk BaldvinsdóttirHug and a smile


  

No comments: