Tuesday, July 29, 2014

FREEDOM IN LOVE


                                                              FREEDOM IN LOVE        

Love is a wonderful feeling which is possible to experience every moment in every second, if your mind allows you.

To belive that someone else need to love you is like a chains and save prescription to unhappiness. You don´t need what you are already made of - love.

Feel freedom in giving love without condition to everyone and everything... and in that way experience deep pleasure and endless happiness within.
FRELSIÐ Í ÁSTINNI

Ást er dásamleg upplifun sem hægt að ástunda hverja stund – hverja sekúndu ef hugur þinn leyfir.

Að trúa því að einhver annar þurfi að elska þig er eins og hlekkir og pottþétt uppskrift að óhamingju. Þú þarfnast ekki þess sem þú hefur nú þegar - ást er kjarni þinn. 

Finndu frelsið í skylirðislausri ást til allra og alls sem er og upplifðu á þann hátt  ánægjuna og endalausa ást hið innra.


Hug and a smile
Tuesday, July 15, 2014

SMILE - YOU HAVE FEET TO TRAVEL ON

                                                       

                                            SMILE - YOU HAVE FEET TO TRAVEL ON

Gegga and I are going for a trip to Germany were we will participate in The School of The Work with Byron KatieIn the school we will study about how we can practice; LOVING WHAT IS and never argue with life.

We are looking forward to go... BUT Gegga has been little bit irritated because of some big mistakes she did when she bought the flights, and because of that the whole trip is more expensive than it "should" have been. We need also to take few trains to get us to the right place. Gegga was far from being happy about it all. 

When she was complaining, her daughter Tara politely reminded her on my (Smilers) philosophy and what she is preaching so often to others. She told her she should be GRATEFUL for having healthy feet to travel on!

Hopefully will Gegga learn something useful to calm herself down in that school. ;)
BROSTU - ÞÚ HEFUR FÆTUR TIL AÐ FERÐAST Á

Við Gegga erum að leggja í ferðalag til Þýskalands, höfum skráð okkur í The School of The Work hjá Byron Katie. Þar ætlum við að stúdera aðferðir sem kenna okkur að vera sátt við ALLT SEM ER og hætta að rífast við lífið eins og það birtist.

Hlökkum mikið til... EN eitthvað hefur Gegga verið að pirra sig yfir mistökum sem hún gerði er hún bókaði flugin... mistök sem kostuðu óþarfa formúgu og leiðinda lestarferðir til að redda okkur á milli staða. 

Hlustandi á þetta kvart þá benti Tara dóttir hennar henni vinsamlega á að nota hugmyndafræði mína (Smilers) - sem hún boðar öðrum hikstalaust - á sjálfa sig - brosa og ÞAKKA FYRIR að hún hafi fætur til að ferðast á!

Vonandi lærir Gegga eitthvað gagnlegt til að róa sig niður í skólanum. ;)Hug and a smile
Tuesday, July 8, 2014

MAGIC SMILER - IN LOVE


                                                          MAGIC SMILER - IN LOVE


Gegga never believed that objects could do magic – until she tried it on Smiler.

Gegga once went for a visit to a medium who was able to let wise people from the spirit world talk to her... and even give her advise if she wanted. It was no surprice that the focus was on Smiler. The spirit told that all doors were open for Smiler and he would go out to the world and bless everything he touched – no surprise, he was designed to do exactly that!

But the spirit had more to say – he said that Smiler could do so much, much more than Gegga had ever imagined he was able to do, and she could get so much good out of him. Gegga told him she was wearing Smiler around her neck every day and believed one hundred percent in his philosophy. “No, no, you are not getting it, you are not using his power nearly enough. He has gained magical power because of all the energy you have given him over the years”.

Well, well,  Gegga was not quite getting it – did he mean that Smiler could do magic?

A few days later she got the chance to test that idea on her own skin.
Gegga had been in a relationship for years with a man she loved, but they broke up and she hadn’t heard from the guy for four months. Her problem was that when ever she looked out of her kitchen window she saw his three big flower pots standing in her backyard. Gegga knew he liked those pots a lot but she found it too difficult emotionally to call him.

One winter evening, Gegga decided to get it over with but then she noticed that all of the pots were full of ice, frozen from the bottoms all the way up.  She might as well  drop it and was in fact relieved... lucky to have a reason to procrastinate once again. Gegga went to bed, happy and thankful to God. The following morning (for some strange reason) she took Smiler in her hand and asked him for help in all this. Then she got out of bed and walked to the window expecting to see the pots looking the same as before. But there they were STANDING UPSIDE DOWN – with the bottom pointing to heaven, and the big ice cubes were LYING BY THEIR SIDE! She couldn´t understand how that could happen – the backyard was sheltered and hidden from the street and there was no wind that night.

Gegga could picture the smirk on Smiler, which was, as usual, hanging around her neck; “Now you finish the job my lady”. And she did. The man came and left, all within two hours. She is forever grateful for the chat they had at her kitchen table, which set their souls free.
GALDRA SMILER OG ÁSTIN

Gegga trúði aldrei að hlutir gætu gert kraftaverk - fyrr en hún reyndi það á Smiler.

Gegga heimsótti eitt sinn miðil sem var flunkufær í að flytja henni skilaboð frá vitringum að handan... og gefa henni heilræði ef hún vildi. Það kom ekki á óvart að focusinn var á Smiler og “andinn” sagði alla vegi vera færa fyrir hann.  Smiler myndi gera víðreist um heiminn og blessa allt sem hann snerti – ekki að spyrja að, enda gripurinn skapaður með það í huga.

EN andinn sagði meira – hann sagði Smiler geta gert svo miklu, miklu meira en Gegga hafði talið hann færan um og hún skyldi notfæra sér það til góðs. Gegga sagðist vera með Smiler dinglandi á sér alla daga og tryði hundrað prósent á boðskap hans. “Nei, nei, þú ert ekki að nýta þér kraft hans nándar nærri nóg. Hann er kominn með magnaðan kyngikraft vegna allra orkunnar sem þú hefur sett í hann undanfarin ár”.  

Ja, sei sei, Gegga var ekki alveg að fatta – átti andinn við að Smiler gæti galdrað?

Nokkrum dögum síðar kom að því að hún prófaði gripinn á þennan hátt.
Gegga hafði verið í ástarsambandi við mann er hún unni mjög en þau höfðu slitið sambandinu og hún hafði ekki heyrt í gæjanum í fjóra mánuði. Vandamál hennar var, að í hvert sinn er hún leit út um eldhúsgluggann þá horfði á þrjá stóra blómapotta sem gæinn átti.  Hún vissi að hann var hrifinn af pottunum en kveið fyrir að ganga frá málum við hann – tilfinningalega of erfitt fannst henni.

Eitt vetrarkvöld ákvað Gegga þó að drífa í þessu og hafa samband, en sá þá að pottarnir voru fullir af klaka – gaddfreðnum frá botni og upp á brúnir. Hún gæti gleymt því að reyna að losa þá og var mjög fegin að hafa skothelda ástæðu til að fresta þessu enn og aftur. Hún fór að sofa glöð og þakklát Guði. Morguninn eftir (einhverra hluta vegna) þá greip Gegga um Smiler og bað hann um hjálp í þessu öllu. Síðan reis hún úr rekkju og lallaði sér að glugganum. Átti von á að sjá pottana í sömu mynd og kvöldið áður. En þarna stóðu þeir allir Á HVOLFI með botninn vísandi upp til himins og klakarnir í heilum klumpum VIÐ HLIÐINA á þeim! Það var óskiljanlegt hvernig þetta gat gerst – enda pottarnir í lokuðum bakgarði og logn um nóttina.

Gegga gat nánast heyrt góðlátlegt glottið í Smiler sem hékk eins og venjulega um hálsinn á henni; “kláraðu nú dæmið skvís”.  Og hún gerði það. Maðurinn var kominn og farinn á innan við tveimur klukkutímum. Hún segist ævarandi þakklát fyrir spjallið sem þau áttu við eldhúsborðið hennar - spjall sem sætti sálir þeirra.Hug and a smile

Tuesday, July 1, 2014

THE MERCHANT ON THE CORNER

                                                          
                                                     THE MERCHANT ON THE CORNER

At the end of the street were we Gegga live is a wonderful store called Rangá. The store is 80 years old and was the first of its kind to have opening hours in evenings and on weekends. You can find almost anything inside the shop, from cream (Gegga’s favorite) to socks made of wool and all kinds of gift wares.

The biggest magnet for the shop is though how personal and good service you get there, were the staff chats with the customers, while putting their things in bags for them... with a smile!
Guðrún Þorbjörnsdóttir the sales lady is there in front – she has become a personal symbol for Rangá and you could say she is famous for that.

No one is in hurry and it’s like the NOW has grown half as big.

If you are in business and you want to make money in a good way – make sure  your staff SMILES a lot!


KAUPMAÐURINN Á HORNINU

Í enda götunnar sem við Gegga búum er dásamleg lítil verslun sem heitir Rangá. Verslunin er 80 ára gömul og var fyrst búða í Reykjavík til að hafa opið á kvöldin og um helgar. Þar innan dyra kennir margra grasa og hægt er að finna allt frá rjóma (uppáhald Geggu) upp í lopasokka og gjafavöru af ýmsum toga.

Það sem dregur Geggu þó aðallega að búðinni er persónuleg og góð þjónusta, þar sem spjallað er við kúnnann á meðan vörunum er raðað í poka... með brosi.
Guðrún Þorbjörnsdóttir afgreiðsludama fer þar fremst í flokki og er nokkurskonar tákn Rángá og má segja að hún sé fræg fyrir það.

Enginn er að flýta sér, og líkt og NÚIÐ stækki um helming.

Ef þú ert í viðskiptum og vilt græða á góðan hátt – gættu þess að staffið þitt sé örlátt á BROSIN!Hug and a smile