Tuesday, July 8, 2014

MAGIC SMILER - IN LOVE


                                                          MAGIC SMILER - IN LOVE


Gegga never believed that objects could do magic – until she tried it on Smiler.

Gegga once went for a visit to a medium who was able to let wise people from the spirit world talk to her... and even give her advise if she wanted. It was no surprice that the focus was on Smiler. The spirit told that all doors were open for Smiler and he would go out to the world and bless everything he touched – no surprise, he was designed to do exactly that!

But the spirit had more to say – he said that Smiler could do so much, much more than Gegga had ever imagined he was able to do, and she could get so much good out of him. Gegga told him she was wearing Smiler around her neck every day and believed one hundred percent in his philosophy. “No, no, you are not getting it, you are not using his power nearly enough. He has gained magical power because of all the energy you have given him over the years”.

Well, well,  Gegga was not quite getting it – did he mean that Smiler could do magic?

A few days later she got the chance to test that idea on her own skin.
Gegga had been in a relationship for years with a man she loved, but they broke up and she hadn’t heard from the guy for four months. Her problem was that when ever she looked out of her kitchen window she saw his three big flower pots standing in her backyard. Gegga knew he liked those pots a lot but she found it too difficult emotionally to call him.

One winter evening, Gegga decided to get it over with but then she noticed that all of the pots were full of ice, frozen from the bottoms all the way up.  She might as well  drop it and was in fact relieved... lucky to have a reason to procrastinate once again. Gegga went to bed, happy and thankful to God. The following morning (for some strange reason) she took Smiler in her hand and asked him for help in all this. Then she got out of bed and walked to the window expecting to see the pots looking the same as before. But there they were STANDING UPSIDE DOWN – with the bottom pointing to heaven, and the big ice cubes were LYING BY THEIR SIDE! She couldn´t understand how that could happen – the backyard was sheltered and hidden from the street and there was no wind that night.

Gegga could picture the smirk on Smiler, which was, as usual, hanging around her neck; “Now you finish the job my lady”. And she did. The man came and left, all within two hours. She is forever grateful for the chat they had at her kitchen table, which set their souls free.
GALDRA SMILER OG ÁSTIN

Gegga trúði aldrei að hlutir gætu gert kraftaverk - fyrr en hún reyndi það á Smiler.

Gegga heimsótti eitt sinn miðil sem var flunkufær í að flytja henni skilaboð frá vitringum að handan... og gefa henni heilræði ef hún vildi. Það kom ekki á óvart að focusinn var á Smiler og “andinn” sagði alla vegi vera færa fyrir hann.  Smiler myndi gera víðreist um heiminn og blessa allt sem hann snerti – ekki að spyrja að, enda gripurinn skapaður með það í huga.

EN andinn sagði meira – hann sagði Smiler geta gert svo miklu, miklu meira en Gegga hafði talið hann færan um og hún skyldi notfæra sér það til góðs. Gegga sagðist vera með Smiler dinglandi á sér alla daga og tryði hundrað prósent á boðskap hans. “Nei, nei, þú ert ekki að nýta þér kraft hans nándar nærri nóg. Hann er kominn með magnaðan kyngikraft vegna allra orkunnar sem þú hefur sett í hann undanfarin ár”.  

Ja, sei sei, Gegga var ekki alveg að fatta – átti andinn við að Smiler gæti galdrað?

Nokkrum dögum síðar kom að því að hún prófaði gripinn á þennan hátt.
Gegga hafði verið í ástarsambandi við mann er hún unni mjög en þau höfðu slitið sambandinu og hún hafði ekki heyrt í gæjanum í fjóra mánuði. Vandamál hennar var, að í hvert sinn er hún leit út um eldhúsgluggann þá horfði á þrjá stóra blómapotta sem gæinn átti.  Hún vissi að hann var hrifinn af pottunum en kveið fyrir að ganga frá málum við hann – tilfinningalega of erfitt fannst henni.

Eitt vetrarkvöld ákvað Gegga þó að drífa í þessu og hafa samband, en sá þá að pottarnir voru fullir af klaka – gaddfreðnum frá botni og upp á brúnir. Hún gæti gleymt því að reyna að losa þá og var mjög fegin að hafa skothelda ástæðu til að fresta þessu enn og aftur. Hún fór að sofa glöð og þakklát Guði. Morguninn eftir (einhverra hluta vegna) þá greip Gegga um Smiler og bað hann um hjálp í þessu öllu. Síðan reis hún úr rekkju og lallaði sér að glugganum. Átti von á að sjá pottana í sömu mynd og kvöldið áður. En þarna stóðu þeir allir Á HVOLFI með botninn vísandi upp til himins og klakarnir í heilum klumpum VIÐ HLIÐINA á þeim! Það var óskiljanlegt hvernig þetta gat gerst – enda pottarnir í lokuðum bakgarði og logn um nóttina.

Gegga gat nánast heyrt góðlátlegt glottið í Smiler sem hékk eins og venjulega um hálsinn á henni; “kláraðu nú dæmið skvís”.  Og hún gerði það. Maðurinn var kominn og farinn á innan við tveimur klukkutímum. Hún segist ævarandi þakklát fyrir spjallið sem þau áttu við eldhúsborðið hennar - spjall sem sætti sálir þeirra.Hug and a smile

No comments: