Tuesday, August 26, 2014

BIRD OR FISH?

                                                                  BIRD OR FISH?

If I had to choose I‘d answer; don‘t know, let me think that over for a while. And then I‘d ponder forever which would be better, more fun, beneficial, interesting and would give me a more meaningful life; being a bird or a fish. I‘m certain neither existence would be lucrative... and I probably wouldn't care at all.

Is it better to live in the sky or the sea?


It's often good not to have to decide. The simplest and most peaceful existence is my own – Being a Smiler – Putting the focus on my self, be thankful for myself and not having to think about anything else.


FUGL EÐA FISKUR?

Ef ég ætti að velja þá væri svarið; veit það ekki, leyfðu mér að hugsa það aðeins. Og síðan myndi ég velta því endalaust fyrir mér hvort væri betra, skemmtilegra, hagstæðara, áhugaverðara og gæfi mér innihaldsríkara líf; að vera fugl eða fiskur.  Ég er nokkuð viss um að hvorugt þessara hlutverka gæfi mér pening... og sennilega væri mér alveg sama.

Er betra að vera á himni en í hafi?

Oft gott að þurfa ekki að ákveða. Einfaldast og friðsælast að vera ég sjálfur – Smiler - Setja focusinn á mig, þakka fyrir mig og vera ekkert að pæla í öðru.


Hug and a smile
Tuesday, August 19, 2014

I CAN - STAND BY MYSELF!


                                                    I CAN - STAND BY MYSELF! 

For just a week ago I wouldn't have imagined that I could stand on my feet – all by myself.

From my birth I was told I would never be able to stand - by myself. Just humans and animals could do that, not poor me who was designed as a necklace. 
BUT last week, on a wild cost at Tálknafjörður in Iceland, I got that crazy idea to try – had nothing to loose... and all to win.
 
In the beginning Gegga was holding me and supporting. And when I had practiced over and over and raise me up after falling, I made it – I COULD stand ALL BY MYSELF!

Don't even think of that you can not...
ÉG GET - STAÐIÐ MEÐ SJÁLFUM MÉR!

Hefði ekki getað ímyndað mér fyrir viku síðan að ég gæti staðið í lappirnar – sjálfur.

Alveg frá fæðingu var mér sagt að ég myndi aldrei geta staðið - sjálfstæður. Það væru bara menn og dýr sem gátu það... ekki aumingja ég sem var hannaður sem hálsmen.  
EN í síðustu viku, á villtri strönd á Tálknafirði, fékk ég þá flugu í hausinn að prófa - enda engu að tapa... og allt að vinna. 

Gegga studdi mig í byrjun... og eftir endurteknar tilraunir og margar “dettur” þá tókst það – ÉG GAT staðið ALVEG SJÁLFUR!

Láttu þér ekki detta í hug að þú getir ekki...
Hug and a smile
Tuesday, August 12, 2014

SEE THE BEAUTY


                                                                 SEE THE BEAUTY                  

 Flowers or sand – which is more beautiful?  

Beauty is relative and it can be difficult for us to experience it if we do not have something to compare it with... we think. 

Our judgement are often learned ways of thinking and without realizing that we could easily miss so much of the beauty in the world.

Wouldn't it be wonderful to see everything as a child would see it, notice the beauty, excitement and creation in everything – also in the “ugly” things. 
SJÁÐU FEGURÐINA

Blóm eða sandur – hvort  er fallegra? 

Fegurð er afstæð og það getur verið erfitt að upplifa hana ef ekki er til eitthvað viðmið... að við höldum.

Oft eru viðmið okkar dómar og hugsanir sem við höfum lært og ef við áttum okkur ekki á því gætum við misst af mikilli fegurð.

Væri ekki dásamlegt að skynja allt með forvitnum augum barnsins og sjá fegurð, spennu og sköpunina í öllu – líka þessu “ljóta”. Hug and a smile

Tuesday, August 5, 2014

COFFE AND A CAT


                                                               COFFEE AND A CATYesterday was Gegga’s birthday and she started the day by having a cup of coffee in her favorite park. 
Among things that  Gegga love the most is Cafe Latte with thick, coffeebrown, artistic foam... which lasts to the last sip at the bottom of the cup. The lady is very stylish in all aspects of her life, so she was quite lucky to find a wandering cat to match the artistic foam of her latte.

The day was perfected with another visit to Café Flóra in her lovely park where she had a wonderful dinner and received free hugs from kind people.

If you think about it – we are all reborn every morning...

So Happy Birthday today to all of you out there.
KAFFI OG KÖTTUR

Gegga átti afmæli í gær og byrjaði daginn á kaffibolla í uppáhaldsgarðinum sínum – Grasagarðinum góða. 
Það er fátt sem Gegga elskar meira en fullkominn latte með þykkri, kaffibrúnni og listrænni froðu... sem helst niður í botn fram yfir síðasta sopa. Daman er líka ægilega stíliseruð í öllu sínu og því asskoti heppin að finna kött á kaffihúsinu sem passaði fullkomlega við litinn á froðunni.

Dagurinn fullkomnaðist endanlega með annarri ferð á Cafe Flóru í garðinn góða, en þar fékk hún sér dásemdar dinner og tók á móti ókeypis knúsum frá góðu fólki.

Ef þú hugsar út í það – þá endurfæðumst við öll á hverjum morgni...

Svo til hamingju með fæðingardaginn ykkar í dag.


Hug and a smile