Tuesday, September 30, 2014

CAN NEVER DO ANYTHING RIGHT


                                                      CAN NEVER DO ANYTHING RIGHT

I, Smiler and my creator Gegga are pretty used to show up in public, both when holding lectures and in the media.  Few days ago Gegga was in an interview at one of the big TV stations in Iceland. No big deal if Gegga could just relax and let herself enjoy it. No, no – afterwards she got obsessed and started to criticize herself to hell... for things she should have said in the interview but didn’t, and for things she said and should better have dropped. It would have been ok if she hadn´t lost sleep and concentration for three days... until the show got in the air.

It wasn’t the first time this happened... too often it does. In the interview she talked about the EGO and its fear of being judged by others - not looking good enough. But Gegga couldn´t fix her own fear. She followed one rule; not watch herself on TV. What is the matter? This deep fear: You are not good enough – you are not perfect - were does it come from?  "Can’t you see you are a failure, pretending you can help others while the truth is you can’t even help yourself... you are just a fake..." a voice in her head repeated.

Outs... this hurts.

An old memory klinked in to her head. A memory when she was in primary school and wrote a story which was so good it was selected to be published in the school magazine. When the teacher had read the story and handed it back to Gegga, he said: It’s obvious you didn´t write it without help – it’s too good. Gegga didn’t argue but these words were marked in her mind and they hurt... a lot. She had written the story all by herself and no one had helped her. And now when Gegga has grown up as strong, clever and loving woman this little child within was feeling insecure and not worthy. 

Well on last Sunday Gegga decided to face herself and support her inner child. She had been studying in The School for The work with Byron Katie and there she learned a technic to let go of stressful thoughts and false beliefs.  Now this technic could help, so she took her thoughts to the inquiry and as result she felt much more relaxed and had courage to watch the TV show - smiling - and she’s still alive.

Most surprising were some wrinkles she saw on her face – wrinkles which don‘t exist in reality - Amazing!  :-)GERI ALDREI NEITT RÉTT

Gegga og ég - Smiler, erum orðin nokkuð sjóuð í að koma fram fyrir almenning bæði á fyrirlestrum og í fjölmiðlum. Nýlega var Gegga í viðtali á einni af stóru sjónvarpsstöðvunum (nánar tiltekið í þættinum Eyjan). Væri flott ef Gegga gæti verið slök og notið þess. Nei, nei – hún fór í kerfi eftir á og reif sjálfa sig í spað – fyrir allt sem hún hefði átt að segja en sagði ekki og sumt sem hún sagði og hefði betur sleppt. Væri í lagi ef hún hefði ekki misst svefn og einbeitingu í 3 sólarhringa eða þar til þátturinn var sýndur.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þetta gerðist...  er alltof algengt.
Í viðtalinu talar hún um EGÓIÐ og ótta þess við álit og dóma annarra. SAMT er hún ekki að tækla það sjálf að sleppa þessum ótta.  Hún hafði það að reglu að horfa ekki á viðtöl við sig (sem eru orðin allmörg). Hvað er eiginlega í gangi? Hvaðan kemur þessi djúpstæði ótti við að vera ekki nóg – vera ekki fullkomin? "Þú ert nú meiri misheppnaði gripurinn – þykist geta hjálpað öðrum með góðum ábendingum en getur ekki einu sinni slakað á gagnvart sjálfri þér... þú ert eins og hvert annað fake..." endurtók rödd í hausnum á henni. 

Æ - Æ hvað þetta var vont.

Gömul minning skaut upp í kolli hennar. Minning um það þegar hún var í barnaskóla og skrifaði sögu sem þótti það góð að hún var valin í skólablaðið. Er kennarinn afhenti henni söguna eftir að hafa lesið hana og gefið einkunn segir hann: Það er augljóst að þú hefur ekki skrifað þessa sögu án hjálparhún er of góð til þess. Gegga þrætti veiklulega en var ekki trúað, hún sem hafði ALEIN skrifað söguna, lagt sig alla fram og enga hjálp fengið. Þetta var sárt... og dómurinn brenndist inn í kollinn á henni. Og nú þegar Gegga er orðin fullorðin, sterk, klár og elskuleg persóna þá koma aðstæður þar sem "litla Gegga" sem býr innra með henni höndlar illa.   

Nú á sunnudaginn ákvað Gegga að “feisa sig” og hjálpa litlu Geggu. Hún hafði nýlega verið í The School for The Work með Byron Katie og lært þar aðferð til að vinna sig frá streituhugsunum og villutrú. Hún tók hugsun sína í "yfirheyrslu" og fékk í framhaldi kjark og mátulegt kæruleysi til að horfa á þáttinn... brosandi -  og er enn á lífi.

Mest var hún hissa á að sjá hrukkur á eigin andliti – hrukkur sem ekki eru til í raunveruleikanum – merkilegt!  :-)


Hug and a smile
Tuesday, September 23, 2014

IS THERE MORE SPACE IN YOUR GRAVE?


                                                IS THERE MORE SPACE IN YOUR GRAVE?

 Really... is there more space in your coffin?

If you had to put your most pressure things in just one bag and everything else would be lost - what would you choose?

If your home caught on fire what would you choose to save from the fire? Of course I don't count your family members... assuming you would put them first, rather then your new TV or computer (... well, if you don't put them first, you might consider why).

Is there something you value enough to give a space in your coffin when you leave this planet... that is, if you were clever enough to convince God or other spirits to give you permission to bring something over with you?
Gegga would choose me - Smiler - lucky me! But her reason wouldn't be to save me from this planet and its inhabitants, she loves the earth and (almost) everything on it.  She would just love to hold up with her dream, which is of course - me. She believes strongly she is never going to “die”, she will keep on living and she will always be creating....

Gegga is though more and more opening her eyes to the fact that it really doesn't matter if I'm a thing or NO-THING (and in that way spearing a space in her coffin). It is her THOUGHTS and INTENTION of me which lives and creates my future. 

Once created and given life – I can never ever die – I hope. 

And for God's sake bring your smile with you to Heavens door - It's the key.ER MEIRA PLÁSS Í GRÖFINNI ÞINNI?

 Í alvöru... er meira pláss í kistunni þinni?

Ef þú ættir að setja það dýrmætasta sem þú átt i eina tösku og öllu öðru yrði fargað - hvað myndir þú velja?

Ef það kviknaði í húsinu þínu hverju myndir þú helst vilja bjarga? Þá er ég auðvitað ekki að tala um fjölskyldu þína... geri ráð fyrir að þú veljir hana fram yfir nýja flatskjáinn og tölvuna (... en ef fjölskyldan er ekki í fyrsta sæti ættir þú kannski að pæla í hversvegna).

Er eitthvað þess virði að þú vildir troða því með í kistuna þegar þú kveður þessa jörð... þ.e. ef þú gætir samið við Guð (eða aðra vætti) um að fá að flytja eitthvað með þér “yfir um”?
Í Geggu tilfelli þá væri það ég - Smiler – heppinn! En tilgangurinn væri ekki að bjarga mér frá jörðinni og íbúum hennar - hún elskar jörðina og flest (ekki þó allt) sem á henni býr. Það væri til þess að hún gæti haldið áfram með drauminn sinn - þ.e. mig. Hún trúir nefnilega að líf hennar haldi áfram eftir þessa jarðvist – og að hún muni að eilífu halda áfram að skapa...

Gegga er þó smá saman að átta sig á að það skiptir þó litlu hvort ég er efnislegur eða ekki á einhverjum tímapunkti – Ég get verið EKK-ERT (og þrengi þá ekki að henni í kistunni). Því það er HUGSUN hennar og ÁSETNNGUR varðandi mig sem lifir og skapar framtíð mína. 

Þegar ég hef verið skapaður og gefið líf þá get ég aldrei að eilífu dáið – vona ég. 

Og í guðanna bænum taktu brosið með þér til Himna - þér verður þá pottþétt hleypt inn.


Hug and a smile
Tuesday, September 16, 2014

PNEUMONIA AND GRANDMA'S LEG


                                                PNEUMONIA AND GRANDMA'S LEG

Stupidity or heroism?

What‘s going on with Gegga? She preaches about people taking care of themselves, to respect their body and their well being. Treat themselves with dignity – like a queen. But for some reason she has problems doing it herself.

She has worked as a nurse at the University Hospital for 30 years – and is pretty good at that! On the contrary she is really bad at being a patient – even when she has a reason to.
Despite having a high fever and sore throat resulting in a bad cough that almost torn her lungs apart for three weeks – she would not go to the doctor‘s. No, no, no.. this will be all right, I am no sissy – I don‘t need anyone – I can take care of this myself.
It is fortunate that this 54 year old little girl has a mom and dad that stopped listening to her and basically forced her to go to the hospital, i.e. her mother ordered her dad to go pick her up and drive her there. There she underwent tests and was told she had pneumonia.

Could this stubbornness been inherited? Her grandmother was the same but only worse. One of these years she did not show up to a Christmas party because she broke her femur bone when she was washing her toes in the bathroom sink earlier the same day. She refused to go to a hospital so she was taken there with force! She did not even let anyone know that she had a broken leg – was just suffering by herself all day long. Did she complain? O no, she rather bite her false teeth so tight that they almost broke.
Maybe this has something to do with that having difficulties receiving help from others and being prone to being humble.

It’s good to be reminded that when family members are controlling - they care and are often instigated by love... so it‘s healthy to listen and even comply – it could save your life.


THE TRUTH CAME
After having written the article above, Gegga woke up (way too early because of cough) the morning after thinking: why did she behave like this – why didn't she listen to her body when it was crying for help?

"No one cares and you will be humiliated" – she heard the voice of the little girl within her say. She laid in bed and cried a little, she was reminiscing when she was bullied in school back in the day. During one of the breaks she was pushed over by a group of boys and her leg broke.  She sat still in silence in the classroom despite excruciating pain until she couldn't take it anymore and was taken by her teacher to the school‘s nurse. Gegga’s parents were at work and the nurse was very bothered by her visit but reluctantly agreed to take her to the hospital still fuming about that she had to spend her lunch time doing this instead of eating her lunch. She strolled in front of her down the million steps from the top floor to the bottom without offering any assistance but instead told Gegga to hurry up.

When Gegga came back to school after a sick leave the boys booed her and called her a loser. The teacher hushed them a little bit and told them to not disturb the class.

Well, well... this happened more than forty years ago but still up to this day it affects Gegga‘s life.

Gegga went last summer to the School for The Work with Byron Katie and learned that all sufferings comes from BELIEVING your negative thoughts and the best way to wellness is to interrogate every thought that causes stress. That way you find the truth that gives you PEACE and trust me nothing is as exciting as peace.

Thought: „No one cares and you will be humiliated

Questions:
1. Is it true?
2. Can you absolutely know that it is true?
3. How do you react, what happens, when you believe the thought?
4. Who would you be without the thought?

Turnarounds: Then you turn the thought around which will open your eyes for the TRUTH.
 Example: Everybody cares and you will not be humiliated. You need to find few specific examples for that.

Now Gegga is starting to work on this statement, because she hates to be a victim when she can choose freedom.

Check more about The Work; www.thework.comLUNGNABÓLGA OG LÆRLEGGUR ÖMMU.

Heimska eða hetjuskapur? 

Hvað er í gangi  hjá Geggu? Hún predikar yfir fólki að fara vel með sig, virða líkama sinn og líðan sína. Tríta sig með lotningu – eins og drottningu. En einhverra hluta vegna þá á hún erfitt með þetta sjálf.

Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í 30 ár – og er bara asskoti góð í því.  Hún er aftur á móti hundléleg í að svissa yfir í að vera sjúklingur – þó tilefni sé til.
Þrátt fyrir að hafa verið með með háan hita, mikla vanlíðan og hósta sem ætlaði að rífa úr henni lungun í þrjár vikur - þá skyldi hún ekki til læknis. Nei og aftur nei, þetta jafnar sig, ég er enginn aumingi – þarf ekki á neinum að halda –  redda mér sjálf.
Sem betur fer á þessi litla 54 ára stelpa mömmu og pabba sem hættu að taka mark á henni og tóku hana nánast með valdi, þ.e. móðir hennar sagði henni til syndanna og sendi föður hennar á hana – sem flutti hana á spítalann. Þar fór hún í myndatöku og henni sagt að hún væri með lungnabólgu.

Getur þetta verið arfgeng þrjóska? Amma hennar (og nafna) var nefnilega enn nú verri. Ein jólin er hún mætti ekki í jólaboð var farið heim til hennar og hún borin út með valdi – lærbrotin! Hún vildi hafa hreinar tær á jólunum og hafði lyft þeim, ásamt öllum fætinum, upp í baðvaskinn. Gamla krúttið ætlaði sér sko alls ekki á sjúkrahús, lét engan vita og lá brotin og kvalin allan aðfangadaginn. Og að hún kvartaði – ó nei. Hún beit bara fast á jaxlinn svo fölsku tennurnar nærri brotnuðu.
Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að eiga erfitt með að þiggja aðstoð og vilja láta fara lítið fyrir sér... en fyrr má nú vera.
Gott að minna sig á að stjórnsemi ættingja er oftast sprottin út frá ást... því getur verið hollt að hlusta og jafnvel hlýða – gæti bjargað lífi þínu.

SANNLEIKURINN BIRTIST
Eftir að hafa skrifað ofangreindan pistil þá vaknaði Gegga upp morguninn eftir (alltof snemma vegna hósta).  Af hverju lét hún svona – hlustaði ekki á líkama sinn þegar hann bað um hálp?

Öllum er sama og það verður gert lítið úr þér heyrði hún rödd litlu stelpunnar innra með henni segja. Hún lá í rúminu og grét pínu, það rifjaðist upp fyrir henni þegar hún var lögð í einelti í skóla. Í einum frímínútanna þá fótbrotnaði hún við að vera hrint harkalega af hóp drengja. Hún sat kvalin allan skólatímann á eftir án þess að segja orð en gat ei leynt lengur er hún þurfti að standa upp í hádegishlénu. Enginn krafðist skýringa. Foreldrar hennar voru önnum kafnir í vinnu  svo skólahjúkkan sem var að virtist náskyld frú “Grimmhildi” neyddist til að eyða hádegishlénu sínu og fara með hana á slysó. Hún var mjög pirruð yfir þessu vesini og Gegga fékk að heyra það. Hún strunsaði á undan henni niður milljóna trappa frá efstu hæð skólans (engar lyftur í þessu húsi), bauð Geggu engan stuðning heldur rak á eftir henni að flýta sér.
Þegar Gegga mætti í skólann eftir veikindafrí þá púuðu strákarnir á hana og kölluðu hana aumingja – kennarinn sussaði lítilega á þá og bað þá um að trufla ekki kennsluna.

Sei... sei, þetta gerðist fyrir meira en fjörutíu árum og samt truflar þetta líf Geggu enn í dag.

Síðastliðið sumar fór Gegga í the School for The Work með Byron Katie og lærði þar að öll þjáning stafar af því að þú TRÚIR neikvæðum hugsunum þínum og að besta leiðin til bata er að yfirheyra hverja hugsun sem veldur þér streitu. Þannig finnur þú sannleikann sem gefur þér FRIÐINN og trúðu mér ekkert er eins spennandi og friður.

Hugsun:Öllum er sama og það verður gert lítið úr mér

Spurningar:
1. Er það satt?
2. Ertu algjörlega viss um að það sé satt?
3. Hvernig líður þér og hvernig hagar þú þér er þú trúir þessari hugsun?

4. Hver myndir þú vera ef þú tryðir ekki hugsuninni?

Viðsnúningur: Þú snýrð hugsuninni í andhverfu sína sem opnar augu þín fyrir sannleikanum sem gefur þér FRIÐINN... og trúðu mér ekkert er eins spennandi og friður.
Dæmi: "Engum er sama og það verður ekki gert lítið úr mér" Síðan finnur þú nokkur dæmi því til sönnunar.

Gegga ætlar að vinna með upphaflegu staðhæfinguna, því hún hatar að vera fórnarlamb þegar frelsi og vellíðan er í boði.

Tékkið á: www.thework.com


Hug and a smile


Tuesday, September 9, 2014

KNOCKING ON HEAVENS DOOR

                                                        
                                                   KNOCKING ON HEAVENS DOOR


Knock knock... is someone there?

Were is this heaven anyway? And were is this door some people have mentioned?

Well you don´t have to go far – just go WITHIN.  Heaven on earth is right inside YOU!

Heaven or hell is a state of mind and have absolute nothing to do with your surroundings, your prosperity, your partner or what is happening in your life.

It's your PERSPECTIVE about all those things that matters.

Do you know people who have less money than you and poorer health – BUT are happier? What about people who have more money than you and perfect health - BUT are complaining most days and are less happy?

For Heaven's sake knock on your heavens door, open up and let the love flow... It might feel like heaven ;)
BANKAÐ Á DYR HIMNARÍKIS

Bank bank... er einhver þarna?

Hvar er þetta himnaríki eiginlega og hvar eru þessar dyr sem margir hafa minnst á?

Í sannleika sagt þá þarftu ekki að leita langt – einungis inn á við. Himnaríki á jörðu er inni í ÞÉR!

Himnaríki og helvíti eru hugarástand og hafa ekkert að gera með umhverfi þitt, eignir þínar, maka þinn eða hvað er að gerast í lífi þinu.

VIÐHORF þitt um alla þessa hluti er það eina sem skiptir máli.

Þekkir þú einhvern sem á minna af peningum en þú og hefur lélegri heilsu – EN er hamingjusamari? Og hvað um þá sem eru ríkari en þú og eru fullkomlega hraustir - EN kvarta meira og eru óhamingjusamari?


Í guðanna bænum bankaðu á dyr himnaríkis... opnaðu upp á gátt og leyfðu kærleikanum að flæða - It might feel like heaven! 


Hug and a smile


Tuesday, September 2, 2014

SICK AS A DOG

                     
                                                                 SICK AS A DOG       


Gegga is sick as a dog today and feels like she has been hit by a train.
Despite that she had planned to show up for work tomorrow – nothing should be with her to complain about! She always stands her shift and has not missed out a day at work for over two years. 

However, she got a smart idea for a second and stuck a thermometer in her mouth and measured 39.4 C fever. The cough was also driving her mad. Her daughter was nearby and pointed out to her mother not to play hero... no one to any good use. Was she also going to transmit the fever over to her clients – like they did not have enough on their plates already?

This EGO of ours can surely take different shapes and forms...HUNDLASIN
Gegga er hundlasin og líður eins og sleggju hafi verið slengt í hausinn á henni. 
Þrátt fyrir það ætlaði hún að mæta á vakt á spítalann morguninn eftir  – engu skyldi vera klagað upp á hana – stendur alltaf sína plikt og ekki vantað dag í vinnu í yfir 2 ár.

Fékk þó skynsama hugsun eitt sekúndubrot og stakk hitamæli upp í sig sem sýndi 39.4 C. Hóstinn var líka að æra hana. Dóttir hennar var nærri og benti mömmu sinni á vera ekki að leika hetju... engum til gagns. Ætlaði hún að smita alla skjólstæðinga sína – eins og þeir hefðu ekki nóg á sinni könnu?

Þetta EGÓ okkar getur aldeilis klætt sig í dulargervi...


Hug and a smile