Tuesday, October 28, 2014

SEE EVERYTHING YOU DO AS EXPERIMENTS
                                      SEE EVERYTHING YOU DO AS EXPERIMENTS

Do you sometimes judge yourself to harshly? Are you sometimes afraid of making a decision . . . which might be wrong? Do you feel your mistakes unbearable and a sign of your own imperfection . . . you should of course be smarter and know better – even know best.

As a child – did you judge your self every day? Or were you just testing yourself, looking at all your deeds as experiments . . . for example the first steps you took, of putting a spoon in your mouth, babbling into the air using your smile as a language . . . the language everyone understands.
Fortunately you knew not to judge anything during your first years – otherwise you would still be in the crib with a bottle . . . and couldn´t even wipe your ass ( and yes - you had to practice that ).

Surprisingly, but once we grow up we seem to loose this normal tolerance. Sometimes Gegga judges herself for not being good enough in English . . . feels more comfortable about saying nothing rather than being wrong.

I therefore sometimes need to remind her ( and you too ) that she is a child of God – FULLKOMIN as she is – as she is always learning and doing her best at every given moment.LÍTTU Á ALLT SEM ÞÚ GERIR SEM TILRAUNIR
Dæmir þú þig stundum harkalega?  Óttastu stundum að taka ákvörðun . . . sem gæti reynst röng? Finnst þér mistök þín vera ólíðandi og merki um ófullkomleika þinn . . . þú ættir auðvitað að vera klárari og vita betur – jafnvel best?

Sem barn - dæmdir þú þig alla daga? Eða varstu bara að prófa þig áfram og leist á allar gjörðir sem tilraunir . . . t.d. er þú tókst fyrstu sporin, settir skeið upp í þig og bablaðir út í loftið með brosið sem aðal tungumálið . . . málið sem allir skilja.
Sem betur fer hafðir þú vit á að sleppa öllum dómum fyrstu árin – annars værir þú enn í vöggu með pela . . . og kynnir kannski ekki að skeina þér ( og já - það var æfing ).

Merkilegt nokk, en er við slítum barnaskónum virðumst við missa þetta eðlilega umburðarlyndi. Stundum dæmir Gegga sig t.d. fyrir að vera ekki nógu góð í ensku . . .  finnst stundum betra að þegja en segja eitthvað “vitlaust”.

Ég þarf því af og til að minna hana á ( og þig í leiðinni ) að hún er barn Guðs - FULLKOMIN eins og hún er  - enda alltaf að læra og gera sitt besta á hverju andartaki.


Hug and a smile


Tuesday, October 21, 2014

SMILE AND SET YOURSELF FREE


                                                  SMILE AND SET YOURSELF FREE

Feel sometimes you're in prison?

Well you don’t have to be in a real jail to feel that way.  When you believe you are a victim in any circumstances you might experience the same lack of freedom as a person who are locked up in a jail... isolated and helpless without connection to love and joy.

So what to do? You could for instance focus on your thinking and notice that you have ALWAYS a choice. Your perspective is what creates your experience!

Smile and set yourself free!


BROSTU OG GEFÐU ÞÉR FRELSI.

Finnst þér stundum að þú sért í fangelsi?

Þér getur nefnilega liðið þannig þótt þú sért ekki læst(ur) inni.  Þegar þú trúir því að þú sért fórnarlamb í aðstæðum þá gætir þú upplifað sömu frelsisskerðingu og sá sem er læstur inni í fangaklefa... einangraður, hjálparlaus án allrar ástar og gleði.

Svo hvað er hægt að gera?  Þú gætir einbeitt þér að hugsunum þínum og tekið eftir að þú hefur ALLTAF val. Viðhorf þitt er það sem skapar upplifun þína!

Brostu og gefðu þér frelsi! Hug and a smile


Tuesday, October 14, 2014

SORRY - I DIDN´T MEAN TO HURT YOU
                                            SORRY - I DIDN´T MEAN TO HURT YOU

When Gegga was 23 she had her first child, a beautiful and loving boy. The motherhood was not easy and she did many things “wrong” even though she tried her best... considering what she belived would work.  Somtimes she did even "horrible" things in her frustration, like once when her son (around 5 years old)  kicked her leg so she hurt a lot. He had done that quite often and she didn´t understand he was behaving that way because he felt unhappy (nobody hurt another human being if they are not in pain themselves).  She got angry and for a nanosecond she believed the only way she could teach him was to kick him back – so she did. Not quite the way Jesus taught and not quite working.

For years Gegga felt guilt over this, until she learned that the only way to feel peace within and forgive herself was to take responsibility and ask for forgiveness – tell her son that she didn't mean to hurt him, not then and not ever –  she’s just not perfect - trying her best in every moment without succeeding all the time.

When your ego and its fear is in control and you are not connected to your soul you might do things you would give your arms for having not done.

It´s good to remember that people don´t hurt each other if they are feeling good themselves - because it hurts to hurt.

We learn as long as we live... most of us do anyway ;-) SORRY - ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ SÆRA ÞIG

 Gegga var 23 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, fallegan og yndislegan dreng. Henni fannst móðurhlutverkið erfitt og gerði margt “rangt” þótt hún reyndi sitt besta miðað við hvað hún vissi og trúði að myndi virka. Stundum gerði hún "skelfilega" hluti - í paniki, sem hún sá mikið eftir - eins og þegar sonur hennar (þá 5 ára) sparkaði í hana og hún fann mikinn sársauka. Hann hafði gert þetta nokkuð oft áður og hún var ekki að fatta að þessa hegðun mátti rekja til þess að honum leið illa (enginn meiðir annan ef honum líður sjálfum vel). Hún varð reið og á nanosekúndubroti trúði hún að eina leiðin til að kenna honum að hætta að sparka væri að sparka á móti. Svo hún gerði ákkurat það. Ekki alveg það sem Jesús kennir okkur og ekki alveg það sem virkar. 

Árum saman fann Gegga til mikillar sektarkenndar yfir þessu, þar til að hún áttaði sig á að eina leiðin til að öðlast frið og fyrirgefa sjálfri sér væri að axla ábyrgð á eigin hegðun og biðjast almennilega fyrirgefningar. Segja syni sínum að hún vilji hvorki meiða hann né særa, ekki í þá daga né nokkurn tíma síðar. Hún er ekki fullkomin og reynir sitt besta á hverjum tíma... með misjöfnum árangri.

Þegar egóið og ótti þess eru við stjórn og þú ert ekki tengdur sálu þinni gætir þú gert hluti sem þú gæfir handlegginn fyrir að hafa látið vera að gera.


Gott er að muna að enginn meiðir annan ef honum líður vel í eigin skinni – það meiðir mann nefnilega að meiða. 

Við lærum svo lengi sem við lifum... á við um flest okkar ;-)


Big hug and a smile


Tuesday, October 7, 2014

LOVING THE STORM


                                                          LOVING THE STORM

Have you tried to change the weather? Did you succeed? Can you change rain into sunshine... or stop the wind?

When you fight with the reality it’s like fighting with the weather – it’s never win win. Sorry, but the reality will always be the winner.

The good news are you DON’T have to suffer and feel like a looser. You can change your perspective to what is happening in that NOW, and the next now will then be easier and even lovely. Try to love life as it is in every moment - become it’s friend – and you will experience the relive of not have to control and know what is best in every situation.

Life knows what's best... you will see. ;)AÐ ELSKA STORMINN

Hefur þú reynt að breyta veðrinu? Hvernig tókst til? Getur þú breytt regni í sólskin... eða stöðvað vindinn?

Þegar þú berst við veruleikann er það svipað og að berjast við veðrið – það er aldrei win win – sorry en það er raunveruleikinn – lífið eins og það er – sem er alltaf sigurvegarinn.

Það góða er að þú þarft EKKI að þjást og upplifa þig sem tapara. Þú getur breytt viðhorfi þínu til þess sem er að gerast í tilteknu NÚI og næsta verður þá auðveldara og jafnvel elskulegt. Prófaðu að elska lífið eins og það er á hverju augnabliki – vertu vinur þess – og þú munt finna til léttis þegar þú áttar þig á að þú þarft ekki að stjórna öllu og vita hvað er best í öllum aðstæðum.

Lífið veit sínu viti... vittu til. ;) 


Hug and a smile