Tuesday, October 28, 2014

SEE EVERYTHING YOU DO AS EXPERIMENTS
                                      SEE EVERYTHING YOU DO AS EXPERIMENTS

Do you sometimes judge yourself to harshly? Are you sometimes afraid of making a decision . . . which might be wrong? Do you feel your mistakes unbearable and a sign of your own imperfection . . . you should of course be smarter and know better – even know best.

As a child – did you judge your self every day? Or were you just testing yourself, looking at all your deeds as experiments . . . for example the first steps you took, of putting a spoon in your mouth, babbling into the air using your smile as a language . . . the language everyone understands.
Fortunately you knew not to judge anything during your first years – otherwise you would still be in the crib with a bottle . . . and couldn´t even wipe your ass ( and yes - you had to practice that ).

Surprisingly, but once we grow up we seem to loose this normal tolerance. Sometimes Gegga judges herself for not being good enough in English . . . feels more comfortable about saying nothing rather than being wrong.

I therefore sometimes need to remind her ( and you too ) that she is a child of God – FULLKOMIN as she is – as she is always learning and doing her best at every given moment.LÍTTU Á ALLT SEM ÞÚ GERIR SEM TILRAUNIR
Dæmir þú þig stundum harkalega?  Óttastu stundum að taka ákvörðun . . . sem gæti reynst röng? Finnst þér mistök þín vera ólíðandi og merki um ófullkomleika þinn . . . þú ættir auðvitað að vera klárari og vita betur – jafnvel best?

Sem barn - dæmdir þú þig alla daga? Eða varstu bara að prófa þig áfram og leist á allar gjörðir sem tilraunir . . . t.d. er þú tókst fyrstu sporin, settir skeið upp í þig og bablaðir út í loftið með brosið sem aðal tungumálið . . . málið sem allir skilja.
Sem betur fer hafðir þú vit á að sleppa öllum dómum fyrstu árin – annars værir þú enn í vöggu með pela . . . og kynnir kannski ekki að skeina þér ( og já - það var æfing ).

Merkilegt nokk, en er við slítum barnaskónum virðumst við missa þetta eðlilega umburðarlyndi. Stundum dæmir Gegga sig t.d. fyrir að vera ekki nógu góð í ensku . . .  finnst stundum betra að þegja en segja eitthvað “vitlaust”.

Ég þarf því af og til að minna hana á ( og þig í leiðinni ) að hún er barn Guðs - FULLKOMIN eins og hún er  - enda alltaf að læra og gera sitt besta á hverju andartaki.


Hug and a smile


No comments: