Tuesday, January 13, 2015

MY CHILD IS MY TEACHER!


                                                         MY CHILD IS MY TEACHER!Who is teaching whom? What is life for? About learning or playing? . . . Or can it be both?

I often wonder were my "inner child" is  – I know I’m sometimes too hard and grumpy, so no surprise it hides. 

It’s a fact that even though I’m a famous SMILER, I can forget (luckily not very often though) to enjoy and smile enough to create my wellbeing and erase my power.  I find it just sometimes so important to study - even things I don´t enjoy, but others convince me I "should". And I work to much . . . so much duties – poor me, I’m often overwhelmed and see no way out ;-)

Children are clever, they are more connected to Joy –  they just play and have fun . . . without any excuse! Playing is VERY VERY IMPORTANT – your life can depend on it. When you play you nurture the creative part of your brain and you produce wonderful happy hormones, which helps your immune system and heal your body and mind – and it's all for FREE!

I keep a nice photo of myself, as a kid, and I talk to it now and then –  sometimes I even turn on my favorite music and dance with the photo . . . arm in arm . . . and love it! 

I recommend we all take at least half a day, in every week, and play.  Welcome our inner child – invite it out to play and do something funny and “foolish” :-)BARNIÐ MITT ER KENNARI MINN!

Hver kennir hverjum? Til hvers er lífið gert? Snýst það um að læra eða leika? . . . eða gæti það verið hvoru tveggja?

Oft velti ég fyrir mér hvar "barnið" sem býr innra með mér er, veit að ég er stundum of hörð og mygluð í huga mér, og því engin furða að það feli sig. 

Það er staðreynd að þrátt fyrir að ég sé þekktur SMILER, þá get ég gleymt að brosa og leika mér nægilega til að skapa vellíðan og efla orku mína. Stundum finnst mér of mikilvægt að læra eitthvað – jafnvel hluti sem mér finnst hundleiðinlegir, en aðrir segja mér að ég “ætti” að gera. Ég vinn of mikið - svo miklar skyldur – aumingja ég er oft yfirbuguð og sé enga leið út ;-)  

Börn eru klár, þau eru tengdari gleðinni – þau elska að leika sér og hafa gaman . . . án alls samviskubits! Að leika sér er MJÖG MJÖG mikilvægt – líf þitt getur oltið á því. Þú nærir skapandi hluta heilans og framleiðir dásamleg hamingju - og vellíðunar hormón sem styrkja ónæmiskerfið og heila líkama þinn og sál –  og allt er þetta FRÍTT! 

Ég geymi fallega mynd af mér sem barni, tala við hana af og til, og þegar ég er í stuði set ég góða tónlist á og dansa við myndina . . . arm í arm . . . og elska það!

Ég mæli með að við tökum amk. hálfan dag í hverri viku, og leikum okkur. Bjóðum barnið okkar velkomið, förum með það út að leika . . . hlæjum og látum eins og fífl!  :-)Hug and a smile


No comments: