Tuesday, June 9, 2015

WHAT IS NEEDED TO FEEL THAT YOU ARE ENOUGH?

WHAT IS NEEDED TO FEEL THAT YOU ARE  ENOUGH?

Gegga, my lovely Creator, is experiencing success in her life now. Yes - doors are opening into the BIG world. . .  So she should be veeeeryyy. . . happy and also thankful! And she is - no misunderstanding here - she really is.

 People love her project - ME SMILER! (no wonder) . . . and they are giving her credit for what she has managed to create! She gets even thanks for the changes I am making in the world! Great - but why is she then feeling empty and frustrated? How is it possible to not being relaxed and satisfied in life when things are going well?

She had a talk with a good friend and admitted she feels overwhelmed and is afraid of not being 120% perfect in her job. . . even afraid she'll fail from what others expect of her, which is of course, if she is honest, just her own expectations.  

It might be healthy to ask ourselves: 
Why am I doing what I'm doing? 
Can it be to run away from my uncomfortable feelings and find me important? Do we need complement to feel ourselves worthy? Does the final "outcome" matter more than the journey itself? Is it ok to take one day at a time and just enjoy? Does the outcome matter the most - if we are doing our best all the time - or at least 80% of the time?

What is my motive? Is it coming from love and compassion . . . or my EGO?

Could I be happy if I do "nothing" - just exist? Or do I need to do something to be worthy of happiness and love? 
When I was a newborn I just slept, ate and shit - and everybody really adored me! ;) 

Why "in the hell" do I have to proof myself?
I believe "hell" doesn't exist except as a state of mind who is feeling painfully rejected and lonely. 

Just some innocents thoughts here . . . ;)HVAÐ ÞARF TIL AÐ FINNA SIG NÓG?

Gegga, minn elskulegi skapari, er að upplifa dásamlega velgengni í lífinu. Jebb - dyr eru að opnast út í hinn stóra heim. . . svo hún ætti nú aldeilis að vera þakklát og hamingjusöm - og ekki miskilja mig - hún er það svo sannarlega. 

Fólk elskar verkefnið hennar - MIG SMILER ;-) - og gefur henni þakkir og hrós fyrir allt það góða sem hún hefur skapað. Hún fær meira að segja þakkir fyrir þær breytingar sem ég geri í heiminum. Frábært! - en af hverju er hún þá stundum eitthvað svo innantóm og frústreruð? Hvernig er hægt að vera ekki slakur og ánægður í lífinu þegar allt gengur vel?

Gegga átti samtal við góðan vin og viðurkenndi að hún upplifir sig ekki ráða við allt, finnst verkefnin yfirþyrmandi og er skíthrædd um að standa sig ekki 100% í jobbinu . . . jafnvel hrædd um að standa ekki undir væntingum annarra. . . sem eru að sjálfsögðu bara hennar eigin væntingar, ef heiðarlega er skoðað. 

Það gæti verið hollt að spyrja sig: 
Af hverju er ég að gera það sem ég geri? Getur það verið til að flýja frá óþægilegum tilfinningum og finnast ég vera mikilvæg/ur? Þurfum við á hrósi annarra að halda til að finnast við vera mikilvæg? Skiptir endanleg útkoma meira máli en ferðalagið sjálft? Er í lagi að taka einn dag í einu og bara njóta? Skiptir útkoman öllu máli ef við gerum okkar besta allan tímann - eða svona næstum allan? 

Hver er drifkraftur minn? Á hann uppruna sinn í kærleika og umhyggju eða EGÓI mínu? 

Get ég verið hamingjusöm/samur ef ég geri "ekkert" - bara er? Eða þarf ég að gera eitthvað til að eiga skilið hamingju og ást? 
Þegar ég var nýburi þá svaf ég, drakk, pissaði og kúkaði - og allir dáðust að mér!! ;-)  

Af hverju "í helv. . ." þarf ég að sanna mig? 
Ég trúi að helvíti sé ekki til nema sem hugarástand þegar óttinn við höfnun og einmanaleiki er allsráðandi. 

Bara saklausar hugleiðingar hér. . .  ;)Hug and a smileNo comments: