Tuesday, February 2, 2016

I'M OUT OF THE SHADOWI'M OUT OF THE SHADOW

My nature is to jump into the unknown when exiting idea take over. Although I'm often scared and try to talk me out of things - wishing I could just relax and let be. I can sometimes be confused about myself ;-)
But here I am – the pen behind the SMILER blog. I’m gonna be more visible and sign with my real nickname.

I’m 55 year, young nice lady who got strong need to connect to my inner spirit 16 years ago. I made some changes in my life to heal the sufferings I had felt since I was a child. I had just one problem (big enough to poison all my life); I found myself never good enough, even though I had accomplished many things, had graduate as a nurse, a midwife and got a BA degree as an artist.  I also had two wonderful kids, a husband, a dream house (big with great view and studio for my artwork) and a nice car. But no degree, no person and no-thing can make you happy if you don´t love yourself. 

When I was 42 I made some changes. I said good by to my man for 22 years and my perfect dream house. Kept the car though . . . and the kids. I began my spiritual journey which influenced me to create the SMILER (www.smiler.is) – Instrument of Joy! His role is to remind me that I’m my own Powerful Creator with my thoughts, words and action. We are all smiler within and we show it with our love and courages. 

I’m practicing showing up, being my true self and finding it easy and normal, even enjoying it without fear – one day at a time. Since I remember, I’ve been co-dependent and often anxious about people not liking me all the time. My perfectionism stopped me from following my dreams – worrying if somebody might not like what I’m being and doing.
I’ve learned that all the fun in life has some challenges involved. And I don´t grow unless I step a little bit out of my comfortsone. I can’t be a winner if there is no battle to win.

I had a lecture on stage for a big group of people the other day, and afterwards I judged myself for not being more than perfect on stage. I was chatting with a good friend and telling her about my feelings.  I said I wanted to disappear – find a little villages somewhere out on a little island – and count raisins into package – from nine to five – then go home - read a book and go to sleep – repeat the same program the day after – and the day after that.  I wouldn't even ask for a salary – just food and a place to sleep. NEVER again would I fear rejection (right!), since nobody would make a fuss if there was one or two raisins less or more in the packages.

“Please God, keep my life simple without nervousness.” This is the scary side of me which I need to punch or talk nicely to now and then (depends on my mood).
It’s no heroism to do things when you are not scared, but when you are scared shitless and doing it anyway because you know doing what you are doing will make difference for yourself or others – makes you a hero!

You’re fear is your only stopper – and when it rules, you miss all the fun!

If you don´t like counting raisins then get out of your jail – now!  

Anyway – what is your BIG dream?
ÉG ER KOMIN ÚR SKUGGANUM

Ég stekk oft út í hið óþekkta. Ég er þeim eiginleikum gædd að vera hvatvís og stökkva til þegar einhver hugmynd grípur mig. Oft er ég samt skíthrædd og reyni að tala mig burt frá hugmyndinni, vildi bara geta slakað á og leyft öllu að vera óbreytt.  Þannig séð er ég oft klofin í hugsun og ekki alltaf að átta mig á sjálfri mér.

Ég hef frá upphafi skrifað undir bloggið sem SMILER og fundist það henta vel. Nú ákvað ég að prófa nýja leið og hér er ég mætt – penninn á bak við SMILER bloggið. Ætla mér að vera sjáanleg og kvitta sjálf undir.
Ég er nefnilega að æfa mig í að vera ég sjálf og að finnast það auðvelt og sjálfsagt, ætla jafnvel að njóta þess - einn dag í einu.  

Ég er 55 ára skvísa sem fékk mikla þörf fyrir að rækta andann minn um síðustu aldamót, eftir að hafa stokkað upp líf mitt og ákveðið að finna lausn á vanlíðan og ófullnægju sem hafði hrjáð mig frá bernsku. Ég hafði bara eitt mein – en það var nóg til að eitra allt mitt líf; Mér fannst ég aldrei vera nógu góð, þó ég stæði mig aldeilis vel út á við, fékk mér nokkrar prófgráður, er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og með BA gráðu í myndlist. Ég eignaðist líka tvö börn og átti mann, draumahús ( stórt með flottu útsýni og vinnustofu fyrir list mína) og bíl. En engin prófgráða, ekkert fólk og enginn hlutur getur gert mann hamingjusaman ef maður elskar ekki sjálfan sig.  

42 ára sagði ég skilið við manninn minn (til 22 ára) og draumahúsið, hélt þó bílnum. . . og börnunum. Ég hóf andlega leit sem varð til þess að ég skapaði SMILER – hljóðfæri gleðinnar. SMILER (www.smiler.is) er hjálpartæki gleðinnar og minnir okkur á að við erum sjálf máttugir skaparar með hugsun okkar, orðum og gjörðum. Við erum öll smiler hið innra – kjörkuð, kærleiksrík og skapandi. 

Frá því ég man eftir mér hef ég verið meðvirk og oft verið á taugum yfir því að einhverjum líki illa við mig. Fullkomnunaráráttan var slík að ég setti oft drauma mína á “hóld” – hrædd um að einhverjum gæti mögulega fundist lítið til verka minna koma og ég sjálf ekki vera nógu góð
Ég hef þó lært að allt sem er skemmtilegast í lífinu felur í sér áskorun. Ég þroskast ekki og vex ekki nema stíga aðeins út fyrir þægindaramman, þ.e. “gömlu mig.” Það er ekki hægt að vinna sigra nema einhver barátta sé til að sigra.

Nýlega hélt ég fyrirlestur fyrir stóran hóp af fólki og upplifði óánægju með sjálfa mig eftir á – var ekki eins fullkomin og ég vildi hafa verið. Ég átti spjall við vinkonu og sagði henni frá tilfinningum mínum. Ég sagðist vilja láta mig hverfa – finna þorp á lítilli eyju og telja rúsínur í pakka, á bak við tjöldin – frá níu til fimm - fara síðan heim, lesa bók og sofna – endurtaka það sama daginn eftir – og það sama daginn þar á eftir.  Ég þyrfti ekkert kaup – einungis fæði og húsnæði. Þetta yrði fullkomið - ALDREI framar þyrfti ég að óttast höfnun (einmitt!), því enginn færi að fjargviðrast þó það væri einni rúsínu til eða frá í pökkunum.

“Elsku besti  Guð, gerðu líf mitt einfalt án taugatitrings.” Þetta er hrædda hliðin á mér, sem ég þarf að kýla í kaf eða tala fallega við (fer eftir skapinu þann daginn).
Það er engin hetjuskapur að gera eitthvað stórkostlegt ef þú óttast það ekki – en að vera skithrædd(ur) og gera það samt vegna þess að þú telur það vera þér og öðrum til góðs - það er hetjuskapur!


Ótti þinn er eini stopparinn og það sorglega er að þegar hann stjórnar þá missir þú af öllu gamninu!

Ef þú elskar ekki að telja rúsínur þá kýldu burt hindranir þínar – núna!

Hver er annars þinn STÓRI draumur?Smile and love 

No comments: