Tuesday, May 3, 2016

WHY ON EARTH SHOULD I FORGIVE EVERYTHING?
WHY ON EARTH SHOULD I FORGIVE EVERYTHING?

Why should I forgive people who have made my life difficult, caused me pain and even hurt me beyond repair. WHY? It’s not fare! People need to understand that I’m suffering and they should be ashamed, they should feel bad and they need to learn their lesson - and it’s MY duty to teach them, . . . or is that really so? 

On the other hand can I be sure that the person I’m dealing with will feel bad if I don’t forgive him - or even hate him? No, we have no control over other peoples feelings, specially those who are not around us. 
Forgiving person is much easier to be around than unforgiving one and your happiness depends very much on your relationships. Why should you spend your energy creating more suffering when you can use it to attract love and abundance? 

Do I really feel better when others feel bad? If the answer is yes - doesn’t that make me just as ‘bad’ as the one who hurt me? 

For whom is forgiveness . . . if not for me? Do I really want to forget about forgiveness and try revenge instead by holding on to resentment, which is like wanting someone dead but drinking the poison yourself. I’m sorry to say (or not) you will never feel better by holding on to resentment or hatred - NEVER!  It will just create war within.
Your emotions are always yours and for you alone - much less for the other person in question. Positive thinking will create positive feelings which will improve your health and happiness, and negative thinking can make you week mentally and physically. Which path do you choose? You have the choice - thank God. 

If you are not healthy you might ask yourself if there is someone/something you need to forgive, because anger and resentment tune up your stress factors.    
Forgiveness, however, calms stress levels, leading to improved health. You would unlikely want to promote heart disease, diabetes, arthritis, allergy, depression or other uncomfortable diseases. . . if you are sane. ;-) 

Some say everything is done for us and not to us. It can be difficult to see in some cases and admit it, but if we look at challenges with honesty we might see how difficulties in our lives has often lead to positive changes - even though it comes at a much later dates. When I look deeply into my own life I can see how this is true. For instance, I wouldn’t  have met many of my good friends if my life had been like a pink dream, and I would probably never have created my SMILER. I wouldn’t be writing this blog and I wouldn’t understand my clients so well. 

Sometimes it can be hard as hell to forgive, forgive yourself for that ;-) The first step is to  be willing to forgive, even though it might take time, that is to say if you’re goal is to be to be healthy and happy. Forgiveness doesn’t happen by speed of light. 

I need to remind myself that everybody is doing their best according to their knowledge, experience and emotions at any given moment and time. Some people just don’t know better - they have no idea how their behaviour is influencing or hurting others. Some people really believe that happiness is about avoiding lack; in money, respect or love, so they do almost anything - even try to steel those things from others.  

Jesus got it; “Father forgive them - they don’t know what they’re doing”. Isn’t piece worth forgiveness? 

At least you are! 
AF HVERJU Í ASSKOT... ÆTTI ÉG AÐ FYRIRGEFA ALLT?

Af hverju ætti ég að fyrirgefa fólki sem hefur gert líf mitt erfiðara, valdið mér sársauka og jafnvel varanlegum skaða? Af hverju? Það er ekki réttlátt! Fólk þarf að skilja að ég þjáist og það þarf að læra að skammast sín - og því á að líða illa - það þarf að læra sína lexíu - og MÉR ber að kenna því. . .  eða hvað?

En, . . . get ég verið viss um að viðkomandi líði illa þó að ég fyrirgefi honum ekki - hati hann jafnvel? Nei - maður stýrir ekki líðan annarra og alls ekki þeirra sem eru víðsfjarri. 

Líður mér í alvöru betur þegar öðrum líður illa? Ef svarið er já, er ég þá mögulega jafn slæm(ur) og sá sem særði mig? 
Það er mun ánægjulegra að vera í samneyti við manneskju sem á auðvelt með að fyrirgefa heldur en þeirrar sem er full af gremju og hamingja þín stendur og fellur með samskiptum þínum við aðra. Af hverju ættir þú að eyða orku þinni í að skapa meiri þjáningu þegar þú getur nýtt hana í að laða til þín ást og allsnægtir? 

Fyrir hvern er fyrirgefningin. . . ef ekki fyrir mig? Vil ég sleppa því að að fyrirgefa og frekar reyna að hefna mín með því að halda í gremju, sem er eins og að vilja einhvern annan dauðan en drekka eitrið sjálf(ur). Því miður (og þó) þá getur þú aldrei gert þér gott með því að halda í gremju og hatur - ALDREI! Þú skapar ófrið hið innra. Tilfinningar þínar skapa þína líðan og þínar þjáningar og snerta lítið hinn aðilann - og þá sérstaklega þegar hann er víðsfjarri.  Góðar tilfinningar efla heilsu þína og hamingju og slæmar tilfinningar valda vanlíðan og veikja þig líkamlega og andlega. Hvort viltu? - þitt er valið, Guði sé lof.

Ef þú átt við veikindi að stríða gætur þú spurt þig hvort það sé einhver/eitthvað sem þú þarft að fyrirgefa, því reiði og gremja tjúna upp streituviðbrögð líkamans. 
Fyrirgefning, aftur á móti, dregur úr streituviðbrögðum og bætir þannig heilsuna. Varla viltu stuðla að því að þú fáir hjartasjúkdóm, sykursýki, gigt, ofnæmi, þunglyndi og fleiri miður skemmtilega sjúkdóma. - þú ert jú með fullu viti. ;-)   

Sumir segja að allt sem hendi okkur sé gert fyrir okkur, en ekki gegn okkur. Erfitt að kyngja þessu, en oft má sjá ef grannt er skoðað hvernig töff reynsla leiðir til þess að eitthvað jákvætt gerist - jafnvel þótt löngu síðar sé. Þegar ég skoða erfiðustu augnablikin í lífi mínu á heiðarlegan hátt, sé ég að þau leiddu til einhvers góðs. Ég myndi t.a.m. ekki eiga vinina sem ég á í dag ef líf mitt hefði alltaf verið dans á rósum og ég hefði sennilega aldrei skapað SMILER. Ég væri ekki að skrifa þetta blogg og ég myndi ekki skilja skjólstæðinga mína eins vel. 

Það getur þó stundum verið asskoti erfitt að fyrirgefa og maður skal fyrirgefa sér það ;-) Fyrsta skrefið er þó að vera meðvitaður um að vilja fyrirgefa, þó það taki sinn tíma, þ.e. ef manni langar til að hafa góða andlega og líkamlega heilsu. Fyrirgefning gerist sjaldnast á ljóshraða. 

Ég þarf að minna mig á að allir gera sitt besta m.t.t. þekkingu þeirra, reynslu og líðan þá stundina. Sumir vita ekki betur og eru ómeðvitaðir um hve hegðun þeirra hefur mikil áhrif á aðra og getur verið særandi. Sumir halda einfaldlega að leiðin að hamingunni sé að passa svo mikið upp á að þá skorti ekkert (peninga, virðingu, ást) að þeir hrifsa það frá öðrum. 


Jesú var alveg með’etta; “Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra”. Fyrirgefning er tilvinnandi til að öðlast frið hið innra . . .  

. . . og Þú ert sannarlega þess virði!! Hug and smile!No comments: