Wednesday, October 4, 2017

WHY NOT FORGIVE AND LOVE UNCONDITIONALLY?WHY NOT FORGIVE AND LOVE UNCONDITIONALLY?

God, the world would be such a nice place if everybody in it where friends!  It's an uplifting thought - everyone would want the best for all, nobody would be envious or wish someone to burn in hell although that same someone was the reason for you being bankrupt or cheated on.  But - maybe it 
isn´t that simple, at least we are not very successful in living by that rule.

For me personally I would want to learn how to love unconditionally. And why would I want that? Because it's the only way to experience bliss - real bliss where there is total peace in body and mind. But how do I get there? The route is to forgive everyone - always! Including myself.

While I still have the longing to try to change other's and sometimes to blame other's for what isn't working in my life, I suffer - the amount of suffering varies from time to time, but I suffer for sure.  I give my power away to others and become a victim in my own life, a victim who depends on other peoples opinions of me. I let some people in my life become like God himself who judge the living and the dead. I become a victim when I fall into the struggle off finding scapegoats (often very easily) and forget that I am The Creator in my own life, and by playing the victim role I create bad things in my reality. Who wants that?

God is good and often dilution of suffering is exactly just that - a dilution that the ego spins in your mind and in-powers it. Fear itself throws all logic, wisdom and compassion out of the window. 

When friends and relatives, politicians, priests, businessmen and others, don't act from compassion they are not connected to their higher selves - they are misguided and suffer themselves from their own thoughts. They really don't know what they're doing, as Jesus pointed out on the cross. They themselves are misguided in that sense that they haven't jet learned that their way of finding happiness is not a successful one.  We should have in mind that people often don't have an inkling of understanding of what they're really doing - that's not to be taken personally on my part!

Have you ever wished bad things on others - or harmed someone deliberately and been happy and peaceful on the inside about it afterwards?  If the answer is yes my question is; did you really find true' peace of mind in doing so?
Have you at some point hurt a person, because you were in a bad place at that moment - and that same person didn't forgive you, although you had all the right intentions and wanted to mend your wrong doing. How did that make you feel? Have you forgiven yourself? 

I often have discussions with my clients at the mental hospital - people that are angry and can't forgive themselves or others, and the statement " I don't deserve"... is quite often mentioned. Not to forgive oneself is like digging your own grave and nothing good comes out of it.  To think that your suffering and punishing yourself is a way to resurrect your soul and in so doing have inner peace is a misunderstanding.  To think that you don't deserve anything good is insane. All life is sacred. This destructive way of thinking only result in anxiety, depression and morale deterioration.
No wonder that people stuck in that way of thinking want to take their own lives,  to betray yourself in that way can be unbearable. 

To forgive is an action of love that gives you delicious peace. In humbleness we make amends when we have hurt others... and we let others take care of their own shit ;-) 

We are holy spirits in bodies with creative minds - often very confused because we've forgotten  WHO WE really ARE.   

It's so true that you are made of love - and LOVE is all that is needed! 

Much love

AF HVERJU EKKI AÐ FYRIRGEFA OG ELSKA SKYLYRÐISLAUST? 

Guð, hvað heimurinn væri næs ef allir væru vinir í skóginum.  Eitthvað svo einfalt að hugsa það – allir vildu öðrum vel, enginn abbó eða óskaði öðrum þess að stikna í hell þó sá hinn sami hefði féflett þig eða stungið undan þér. En, – kannski er þetta ekki svona einfalt, amk. er okkur illa að takast að lifa eftir þessu.

Persónulega langar mig að læra að elska skilyrðislaust. Af hverju skyldi mig langa tl þess?
Af því að það er eina leiðin að alsælu – alvöru sælu þar sem friður ríkir í hug og hjarta.
Hvernig fer ég svo að því? Leiðin er að fyrirgefa öllum - alltaf! Líka sjálfri mér.

Á meðan ég hef löngun til að breyta öðrum og kenni öðrum um það sem miður fer í lífi mínu þá kvelst ég – mismikið þó, en ég þjáist, svo mikið er víst. Ég gef máttinn frá mér – til annarra. Ég gerist fórnarlamb sem á hamingju sína undir því komið hvað öðrum finnst um mig – eins og aðrir séu Guðir sem komnir eru til að dæma lifendur og dauða.
 Ég verð fórnarlamb þegar ég rembist við (oft með of lítilli áreynslu) að finna blóraböggla og gleymi þá að ég er sjálf Skaparinn í lífi mínu og þannig er það nú að þegar orka mín er lengi neikvæð þá er hættara við að ég skapi (ómeðvitað) ömurleika í veruleika minn.

Guð er góður og mikið af þessari þjáningarvitleysu er ákkurat bara það - 'vitleysa' sem egóið spinnur til að halda sér á lífi. Ótti egósins hendir visku okkar og kærleika á haugana og við verðum ringluð. 

Þegar vinir og vandamenn, stjórnmálamenn, prestar, kaupsýslufólk og bara hver sem er, framkvæma út frá öðru en kærleika þá eru þeir ekki tengdir sínu æðsta sjálfi – þeir vaða í villu og uppskera sjálfir þjáningu. Þeir vita hreint ekki hvað þér gjöra eins og Jesús benti á á krossinum fræga. Þeir eru ‘óvitar’ að því leiti að þeir hafa ekki enn lært að aðferð þeirra til að upplifa hamingju er ekki að gagnast þeim. Við gætum minnt okkur á að fyrirgefa því viðkomandi hefur ekki hugmynd um hvað hann/hún er að gera  – svo ekki taka neinu persónulega!

Hefur þú einhvern tíma viljað að öðrum líði illa  - valdið öðrum skaða viljandi eða óviljandi og verið hamingusamari og fundið frið hið innra eftir á?  Ef svarið er já þá spyr ég; hefur þú virkilega fundið ‘sannan’ frið á þann hátt?
Hefur þú einhvern tímann sært aðra manneskju af því þú varst ekki fær um að gera betur þá stundina – og viðkomandi fyrirgaf ekki, þó þú vildir af öllu hjarta bæta fyrir brot þitt? Hvernig leið þér?  Hefur þú fyrirgefið sjálfum þér´?

Ég á oft umræður við skjólstæðinga mína á geðsviði – fólk sem er reitt og í sársauka, getur ekki fyrirgefið, hvorki öðrum né sjálfum sér og staðhæfingin “Ég á ekki skilið.... “ heyrist oft. Að fyrirgefa ekki sjálfum sér er að grafa sína eigin gröf - engum til gagns. Að trúa því að þjáning manns og það að hegna sjálfum sér, m.a. með skömm, sé leið að uppreisn æru og innri friði er misskilningur. Að halda að maður eigi ekkert gott skilið er vit-laust, allt líf er heilagt. Svona ranghugmyndir leiða af sér kvíða, þunglyndi og niðurrif. Og engan skyldi undra að þeir sem eru fastir í þannig sjálfsímynd langi stundum að svipta sig lífi, því það að svíkja sjálfan sig er of óbærilegt.

Fyrirgefning er framkvæmd sem gefur okkur sætan frið. Við tökum ábyrgð, bætum fyrir brot okkar í auðmýkt þegar því er við komið... og leyfum öðrum að díla við sitt. ;-)

Við erum öll heilagir andar í líkama með skapandi huga - sem er oft ringlaður af því við höfum gleymt því HVER við ERUM í reynd. 

Það er svo mikið satt - þú ert kærleikur  - og hann sigrar allt!  


Með kærleika og gleði 

Monday, August 21, 2017

I FAILED
                                                Photo of me 

I FAILED

Why in hell did I fail in the interview and be so stressed out? I should have succeeded - I know I could have. This was supposed to be piece of cake.  But no -  Instead I was sweating, shaking like a chicken on the way to the slaughterhouse and would have paid millions (maybe a bit exaggerated) to be able to turn myself off at that moment. I felt like my life was crumbling and I looked like a nervous nobody being interviewed by Trump, the President of the United States.

The circumstances where as totally different to the Presidents home as you could imagine (not that I have been there).  I was in a delightful Yoga facility in Reykjavik called Sólir and the interview was conducted by Andrea Pennington a wonderful angel of a person who only wants the best for me.  She is helping me promote SMILER around the world - Make his Mark Global!  The interview was filmed under heavy lights and with a cameraman.  The  nightmare was that the interview was conducted in English and it sometimes happens when I try to express myself in that language that I get very nervous - and at that precise moment I felt it very strongly.  

I totally messed up... I thought afterwards sitting in my car (the car has the license plate SMILER and I was far away from smiling) and I felt like a total fool that would never accomplice my goals.

I strongly belife that there is a gift in everything we experience (as SMILER preaces) and that helped me at that moment. I immediately began trying to find the gift in what I had gone through, I also used guidelines from The Work (www.thework.com) ), looked at myself and the mess I felt I‘d made very carefully to see if it was 100% correct that I had failed so miserably.  The answer was NO, far from it - I saw that I hadn‘t failed at all – and that reality was the total opposite.

I didn’t “fail” because I did show up for the interview knowing that chances where I could lose my cool and be paralyzed by stress -  that in itself takes a lot of courage!

I finished the interview and did my best - I didn’t give in to my fears (The recording wasn’t on line, so I could have stopped and left).

I saw this experience as a wonderful opportunity to work on loving myself unconditionally and to understand who I really am, instead of tearing myself to shreds for making a mistake. I learned how to be humble – who do I think I am anyway –  superwoman!?

It’s more than enough to do your best, show courage and to step into fear and out of your comfort zone. You don’t control the outcome - But you do survive... hopefully. J

Who wants fear of rejection to control you, all your life!?

In time I got over this experience and saw all the good gifts I was given and I wouldn't have wanted to change them out for a perfect interview.

Sooo... I wouldn’t have wanted to miss this (horrible) interview for the world J

Smile and my very best to you...

ÉG KLÚÐRAÐI

Af hverju í asskot. þurfti ég að klúðra viðtalinu og vera svona stressuð Ég hefði átt að standa mig – veit ég hefði getað það. Hefði átt að rúlla þessu upp. En, nei  – þess í stað svitnaði ég, titraði inn í mér eins og kjúklingur á leið til slátrunar og vildi gefa milljón (smá ýkjur) til að hægt væri að slökkva á mér. Mér leið eins og líf mitt væri að molna, sem taugaveiklað rekald í viðtali við Trump Bandaríkjaforseta.

 Aðstæður voru þó eins ólíkar heimavelli forseta Bandaríkjanna og hægt er (ekki það að ég hafi heimsótt hann og þekki aðstæður). Ég var stödd á dásamlegri jógastöð í Reykjavík sem ber nafnið Sólir og var í viðtali hjá Andreu Pennington, yndislegum engli... sem vill mér allt hið besta. Hún hjálpar mér að kynna SMILER út um víða veröld – Make his Mark Global! Viðtalið var kvikmyndað með sterkum ljósum og myndatökumanni. Martröðin var að ég þurfti að tala á ensku og stundum verð ég alveg skítnervus þegar ég á að tjá mig á því máli og þarna gerðist það sterklega!

Ég klúðraði öllu!... hugsaði ég eftir á, er ég sat í bílnum mínum (sem ber nafnið SMILER á skráningarplötunni) og upplifði mig eins og kjána sem myndi aldrei ná markmiði sínu.

Mér til bjargar hef ég þá óbilandi trú að það felist gjafir í öllu (svo segir boðskapur SMILER ;-) ) og ég fór strax að leita að henni. Ég studdist við aðferðina The Work (www.thework.com) og skoðaði trú mína um klúður mitt - hvort það væri nú 100 % rétt að ég hefði staðið mig illa.
Niðurstaðan var NEI, svo langt frá því  – ég sá að svo sannarlega hafði ég ekki 'fallið á prófinu' – heldur þvert á móti.

Ég hafði ekki ‘fallið’ því ég hafði mætt í viðtalið, þó ég ætti á hættu að klikka á kúlinu og lamast af stressi - þarf nú kjark í það!

Ég kláraði viðtalið og gerði mitt besta – gafst ekki upp þótt ótti minn vildi flýja (viðtalið var ekki í beinni útsendingu og ég hefði getað hætt og farið heim).

Ég sá þetta sem dásamlega æfingu í að elska mig skilyrðislaust og samþykkja mig eins og ég er, í stað þessa að rífa mig niður fyrir misstök. Ég lærði auðmýkt – hvað held ég eiginlega að ég sé - superwoman!?

Það er fullkomlega nóg að gera sitt besta, sýna kjark og stíga inn í óttann. Útkomunni stjórnar maður aldrei - En maður lifir af... vonandi. J

Hver vill að ótti við höfnun stýri sér allt lífið!?

Eftir smástund jafnaði ég mig og sá mjög skýrt allar þessar góðu gjafir.
Hefði aldeilis ekki viljað missa af þeim fyrir fullkomið viðtal. J


Bros og mínar allra bestu til þín...