Saturday, January 13, 2018

I BLAME IT ON THE SHAMEI BLAME IT ON THE SHAME  


Well, well. Nothing happens by chance and I take full responsibility for what happened to me on that cold November day. I fell a part, lack of self-care broke me to pieces, literally and in reality.

Some time ago I made the decision to take better care of myself in all aspects, physically and mentally. It has not worked out as planned, and really did not work out at all as I hoped for this fall.

Since midsummer I have worked very hard. I took all the extra shifts at the hospital (I work as a nurse in the mental health department) even taking sixteen hour shifts. Some would call me a workaholic and I won´t deny that. At the same time my very own daughter was very ill at the hospital. Those who know co-dependency know what it is like to fall into that role of the saviour in times of emergency and to simply HAVE TO save what it is one thinks needs saving. If it can´t be saved I´m not doing enough and even failing the purpose of my life. . . which of course is unforgivable. This comes with the need to control, life and people should be as I deem best, or else we have unnecessary sufferings (according to my believes). When the symptoms of co-dependency are worst, then all our self-esteem rests on how this journey adds up. In the end I collapsed and at the advice of friends and other wise people it was suggested that I take a temporary rest from work to re-charge my batteries. I was totally burned out and you could see smoke curled up from my head.

The rest period, which should have been well received, changed quickly into pain and suffering, even before it began (I had put it off for a long time). My conscience nagged me and a voice in my head said annoyingly „How can you just sleep late and relax, be of no use while the world and the workplace needs you? What sort of lazyness is this – and on full pay? You are turning into a loser, you, the saviour! People will, for sure, lose both trust and respect for you if you don´t pull yourself up on your ass and stop this whining”.

Jesus Christ, how guilt and shame could crush my mental wellbeing and it even appeared in my mind that it would even be better to be injured physically, at least that would show that I was not cheating. The guilt was my pain and I couldn't even sleep peacefully. And what then happened, I broke my elbow on a hike through beautiful nature, slipped on ice, unintentionally of course, backwards down a steep incline and crashed on some rocks on the beach. I screamed in pain. Shit! My right elbow smashed and the left ribs felt the same, at least I couldn´t move and of course I did not have my phone. In some mysterious way I managed to get on my feet and crawl and stumble a long way, back to the house before it got dark. I didn´t have to be told as, I lay there on my back watching the sky, that probably it was my thoughts that pulled the feet from under me and put me on the beach, not in heaven thankfully. Not that I was conscious about it, but as they say, it is better to be aware of what one thinks and wishes. My right elbow was, without doubt, the right bone to break, to STOP me acting out like a maniac, without resting.  Now, I wouldn't even be able to paint.  

God is always helping you to grow, in the way you understand, and what needs to be done is offered. Afterwards I was operated and wired tightly together, thanks God for the healthcare system.

It is said that shame and guilt can kill, and that makes a lot of sense. If all of us were in harmony with ourselves, exactly as we are, wouldn’t we be stronger in our own skin and less fragile? I am almost certain that forgiveness is the key to self-acceptance and other acceptance. So much damage is done due to people finding it difficult to forgive. But enough is enough and I broke up with the shame. I am learning to forgive and I have now, almost, forgiven myself for the stupid thoughts of my duty. And the wound heals before the spring come - hopefully ;-)


And also, we cannot forget the practice that I am getting better at, to ask others for help, even to dress and clean. Yes, even my ex . . . who doesn´t touch me, in that way,  under normal circumstances . . . well . . . what some people are put through ;-).

Hug and much love 


SKÖMMIN SÚ ARNA BRAUT MIG 

Sei, sei, ekkert gerist fyrir slysni og tek ég fulla ábyrgð á því sem ég lenti í kaldan haustdag nú í nóvember. Ég hrökk í mola, skortur á sjálfsást og umhyggju braut mig í bókstaflegri merkingu.

Ég hafði tekið þá ákvörðun, fyrir allnokkru, að hlúa betur að sjálfri mér í hvívetna, líkamlega og andlega. Það hefur gengið skrykkjótt, og gekk bara alls ekki eftir eins og ég vildi þetta haustið.

Frá því um mitt sumar hef ég unnið eins og skepna. Ég hef tekið hverja aukavaktina á fætur annari á spítalanum (starfa sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði) og af og til 16 tíma í einu – sumir myndu kalla mig vinnufíkil og ætla ég ekki að mótmæla því. Á sama tíma var dóttir mín mikið veik og lá á spítalanum. Þeir sem þekkja meðvirkni vita hvernig það er að detta í þann pitt að breytast í bjargvætt á neyðarstundum og VERÐA hreinlega að bjarga því sem maður telur að þurfi að bjarga.  Ef ekki tekst að breyta og bæta þá er ég ekki að standa mig og ég er jafnvel að bregðast tilgangi lífs míns... sem er vitanlega ófyrirgefanlegt. Þessu fylgir stjórnsemi – lífið og fólk á að 'vera og gera' eins og ég tel best, annars skapast óþarfa þjáning (að mínu mati).  Þegar einkenni meðvirkni eru verst þá stendur og fellur sjálfsmatið með því hvernig þessi vegferð gengur upp. Þar kom að því að ég hrundi. . . og að mati vina og annarra viturra manna var mér ráðlagt að taka mér tímabundið frí frá störfum og hlaða batteríin. Ég var útbrunnin og það mátti sjá rjúka úr rústunum.

Fríið góða, sem hefði átt að vera kærkomið, breyttist fljótt í kvöl, jafnvel áður en það hófst (hafði því frestað því alllengi).  Samviskan nagaði mig og rödd í hausnum á mér tuðaði frekjulega; “hvernig getur þú bara sofið út og slappað af – verið til einskis nýt á meðan heimurinn og vinnustaðurinn þarfnast þín? Hverslags leti er þetta eiginlega - og það á fullum launum? Þú ert greinilega að breytast í aumingja – þú bjargvætturinn sjálfur! Fólk mun missa bæði traust á þér og virðingu fyrir þér ef þú tekur þig ekki upp á rassgatinu og hættir þessu væli”.

Jesús Kristur, hvað sekt og skömm gátu kramið mína andlegu líðan og það kom af og til í huga mér að mun betra væri að vera líkamlega slösuð, þá sæist þó að ég væri ekki að svíkja lit. Sektarkenndin var mín þjáning, að nóttu sem degi. Og hvað gerðist; ég braut á mér olnbogann í gönguferð um fallega náttúru. Rann í hálku, óvart auðvitað, afturábak, niður brattan kamb, og krassaði í fjöruborði á steinum. Ég öskraði af sársauka. Shit! Hægri olnboginn í rúst, vinstri rif virtust vera það líka, amk. gat ég ekki hreyft mig – og svo var ég símalaus! Á einhvern dularfullan hátt þá tókst mér að rísa á fætur og klöngrast nokkuð langa leið til byggða áður en myrkur skall á. Það þurfti ekki að segja mér, á meðan ég lá á bakinu og horfi til himins, að sennilega höfðu hugsanir mínar kippt undan mér fótunum og komið mér í fjöruna, þó ekki til himna sem betur fer. Ekki það að ég valdi það að gamni mínu, en víst er að betra er að vera meðvituð(aður) um hvað maður hugsar og óskar sér. Það var greinilega rétti olnboginn sem brotnaði svo að ég gæti stoppað og slakað á, gat ekki einu sinni málað, þar sem ég er hægrihandar.  

Guð er alltaf tiltækur að hjálpa okkur að þroskast á þann hátt sem við skiljum, og það sem þarf að gerast er oftast í boði. Eftir slysið fór ég í viðgerð, var skorin upp og víruð þétt saman, þökk sé góðu heilbrigðiskerfi. 

Sagt er að skömm og sektarkennd geti drepið og það er mikið til í því. Ef við værum öll sátt við okkur – nákvæmlega eins og við erum, skyldum við þá ekki vera öruggari í eigin skinni og minna brothætt? 
Ég er nokkuð viss um að fyrirgefning er lykillinn að sátt við sjálfan sig . . .  og aðra. Svo mikill skaði skeður vegna þess að fólk á erfitt með að fyrirgefa. Nú var komið nóg og ég sjálf ákvað að brjótast út úr skömminni. Ég er að læra að fyrirgefa og hef nú næstum því fyrirgefið mér heimskulegar hugmyndir mínar um skyldurækni.  Og blessað brotið grær fyrir vorið - vonandi ;-)

Og ekki má heldur gleyma æfingunni sem ég er nú að verða betri í, að biðja aðra um aðstoð, jafnvel til að klæða mig og þrífa. Já, jafnvel minn ex . . . sem snertir mig ekki, þannig séð, við venjulegar kringumstæður. . . það sem er ekki lagt á mann og annan ;-) .


Hlýtt bros til þín 


No comments: